Flokkur

Auðlindir

Greinar

Rio Tinto vill lækka launakostnað eftir að hafa skilað 380 milljarða króna hagnaði
FréttirÁlver

Rio Tinto vill lækka launa­kostn­að eft­ir að hafa skil­að 380 millj­arða króna hagn­aði

Þrátt fyr­ir gríð­ar­leg­an hagn­að á heimsvísu hef­ur Rio Tinto sett sér markmið um auk­inn nið­ur­skurð í kostn­aði. Þrýst­ing­ur berst frá höf­uð­stöðv­um Rio Tinto til Ís­lands og veld­ur hörku í samn­ing­um við starfs­fólk ál­vers­ins í Straums­vík. Rio Tinto vill lík­lega ekki loka ál­ver­inu í Straums­vík en gæti vilj­að end­ur­semja við Lands­virkj­un um raf­orku­verð. Er­lend­ir grein­end­ur hæla rekstri Rio Tinto og segja að fyr­ir­tæk­inu hafi geng­ið vel að lækka kostn­að og mæla með hluta­bréf­um þess til kaups. Þá var hagn­að­ur þess meiri á fyrsta helm­ingi árs­ins en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir, en Rio Tinto setti sér meiri nið­ur­skurð­ar­kröf­ur en áð­ur.
Álverið í Straumsvík borgar milljarða til móðurfélagsins
FréttirÁlver

Ál­ver­ið í Straums­vík borg­ar millj­arða til móð­ur­fé­lags­ins

Ál­ver Rio Tinto Alcan í Straums­vík er í margs kon­ar við­skipt­um við móð­ur­fé­lag sitt í Sviss þar sem fjár­mun­ir renna frá Ís­landi og til þess. Auk­inn kostn­að­ur get­ur lækk­að skatt­greiðsl­ur. Hagn­að­ur Rio Tinto af sölu fyr­ir­tæk­is­ins á áli að frá­dregn­um kostn­aði var ein­ung­is um tveir þriðju hlut­ar af hagn­aði Alcan þeg­ar það fyr­ir­tæki átti ál­ver­ið í Straums­vík. Fram­legð Alcan á tíma­bil­inu 2002 til 2007 var rúm­lega 43 pró­sent en fram­legð Rio Tinto er rúm­lega 30 pró­sent.
„Þá eru þeir að nota þessa kjaradeilu til að loka verksmiðjunni“
FréttirÁlver

„Þá eru þeir að nota þessa kjara­deilu til að loka verk­smiðj­unni“

Gylfi Ingvars­son, tals­mað­ur starfs­manna Rio Tinto Alcan, seg­ir að lít­ið hafi þokast í við­ræð­um við Rio Tinto Alcan. Hef­ur áhyggj­ur af því að kjara­deil­an sé fyr­ir­slátt­ur. Óvíst að Rio Tinto noti verk­taka­heim­ild­ina ef um það semst. Rio TInto Alcan seg­ist ekki sitja við sama borð og önn­ur fyr­ir­tæki og seg­ir samn­inga­við­ræð­urn­ar vera rétt­læt­is­mál.
Alcoa á Íslandi  flutti 3,5 milljarða  skattlaust úr landi
Fréttir

Alcoa á Ís­landi flutti 3,5 millj­arða skatt­laust úr landi

Vaxta­greiðsl­ur Alcoa á Ís­landi ehf. til móð­ur­fé­lags síns í Lúx­em­borg nema nú tæp­lega 57 millj­örð­um króna frá bygg­ingu ál­vers­ins á Reyð­ar­firði. Á sama tíma hef­ur bók­fært tap num­ið rúm­lega 52 millj­örð­um króna. Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri hef­ur sagt tap­ið vera til­bú­ið til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um en Alcoa rek­ur það til mik­ill­ar fjár­fest­ing­ar á Ís­landi.
Orka Energy komst í „stjórnskipulega stöðu“ í Kína út af ákvörðun Illuga
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Orka Energy komst í „stjórn­skipu­lega stöðu“ í Kína út af ákvörð­un Ill­uga

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið rök­styð­ur ákvörð­un Ill­uga Gunn­ars­son­ar um að skipa Orku Energy sem fram­kvæmdarað­ila ís­lenska rík­is­ins í Kína. Ein­ung­is rík­is­fyr­ir­tæki með „stjórn­skipu­lega stöðu“ skip­uð sem fram­kvæmdarað­il­ar fyr­ir hönd rík­is­ins en á þessu var gerð breyt­ing í til­felli Orku Energy. Ráðu­neyt­ið get­ur ekki gef­ið eitt ann­að dæmi um til­felli þar sem einka­fyr­ir­tæki urðu fram­kvæmdarað­il­ar er­lend­is.
Grundartangi: Paradís þungaiðnaðarins
Rannsókn

Grund­ar­tangi: Para­dís þunga­iðn­að­ar­ins

Í starfs­leyf­um Norð­ur­áls kem­ur skýrt fram að fyr­ir­tæk­ið sér sjálft um vökt­un og rann­sókn­ir á um­hverf­isáhrif­um sín­um, og legg­ur til hvernig sú vinna fer fram. Af­leið­ing þess, að hags­muna­að­il­ar vakti sig sjálf­ir, virð­ist vera að stór hluti þeirra áhrifa sem ál­ver­ið hef­ur á um­hverfi sitt, koma aldrei fram í skýrsl­um þeirra. Norð­ur­ál sýn­ir svo einnig mik­inn metn­að í því að gera sem minnst úr þeim áhrif­um, sem þó sjást. Ekki er að undra, þeg­ar svo gríð­ar­leg­ir hags­mun­ir fel­ast í því að allt líti sem best út á papp­ír­um. En rétt er þó, eins og þau benda sjálf á, að far­ið er eft­ir lög­um í einu og öllu. En við hvern er þá að sak­ast? Ligg­ur ábyrgð­in hjá iðju­ver­un­um sjálf­um? Hjá Um­hverf­is- og Skipu­lags­stofn­un? Er reglu­verk­ið ekki nógu stíft? Og hvers vegna fær nátt­úr­an aldrei að njóta vaf­ans í stað iðn­að­ar­ins?
Orkufyrirtæki sem styrkti Ólaf Ragnar er í sendinefnd hans í Víetnam
FréttirForseti Íslands

Orku­fyr­ir­tæki sem styrkti Ólaf Ragn­ar er í sendi­nefnd hans í Víet­nam

Fyr­ir­tæk­ið Arctic Green Energy, áð­ur Orka Energy, er í við­skipta­nefnd for­seta Ís­lands í op­in­berri heim­sókn til Víet­nam í næsta mán­uði. Fyr­ir­tæk­ið styrkti Ólaf Ragn­ar um 200 þús­und krón­ur í síð­ustu for­seta­kosn­ing­um. Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur stutt dug­lega við bak­ið á Orku Energy á liðn­um ár­um og margsinn­is fund­að með fyr­ir­tæk­inu og for­svars­mönn­um þess.
Vilja upplýsingar um alla hugsanlega fyrirgreiðslu Orku Energy til Illuga
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Vilja upp­lýs­ing­ar um alla hugs­an­lega fyr­ir­greiðslu Orku Energy til Ill­uga

Þing­kona Vinstri grænna, Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir, lagði fram fyr­ir­spurn á Al­þingi fyr­ir Ill­uga Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra. Til stóð að Bjarkey spyrði spurn­ing­anna í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma en ekki gafst tími til þess. Spurn­ing­ar Bjarkeyj­ar eru í sex lið­um. Ill­ugi sagð­ist á þingi í morg­un hafa greitt fyr­ir veiði­leyfi í Vatns­dalsá sumar­ið 2014.
Haukur fjármagnar íbúðarkaupin af Illuga persónulega
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Hauk­ur fjár­magn­ar íbúð­ar­kaup­in af Ill­uga per­sónu­lega

Ill­ugi Gunn­ars­son greiddi 2.7 millj­ón­ir í leigu í fyrra sem er mark­aðs­verð. Árs­reikn­ing­ur OG Capital stað­fest­ir leigu­greiðsl­urn­ar og fjár­mögn­un fé­lags­ins. Tengsl Ill­uga og Orku Energy hafa ver­ið í kast­ljósi fjöl­miðla liðna mán­uði. Tæp­lega 50 millj­óna króna skuld OG Capital við Hauk Harð­ar­son.

Mest lesið undanfarið ár