Flokkur

Alþingi

Greinar

Refsistefna ekki rétta leiðin
Fréttir

Refs­i­stefna ekki rétta leið­in

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að refs­i­stefna sé ekki rétta leið­in til að tak­ast á við vímu­efna­vand­ann. „Við telj­um eðli­legt að við tök­um á þess­um mál­um með öðr­um hætti en við er­um líka með­vit­uð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þing­flokks­formað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann á þingi í dag hvort ekki væri heið­ar­leg­ast að „hætta þess­um fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega“ að þessi rík­is­stjórn muni aldrei af­glæpa­væða vörslu neyslu­skammta vímu­efna.
„Heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma“
Fréttir

„Heims­met í aft­ur­halds­semi og po­púl­isma“

Hanna Katrín Frið­riks­son er ósam­mála Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni og mót­mæl­ir mál­flutn­ingi hans varð­andi við­brögð stjórn­valda við fíkni­efnafar­aldri og vanda­mál­um sem hon­um fylg­ir. Hún seg­ir að var­ast verði að leysa flók­in vanda­mál með töfra­lausn­um. „Við vit­um öll að lausn­in felst ekki í því að fylla fang­els­in af ung­menn­um sem hafa villst af leið eða veiku fólki sem hef­ur sjúk­dóms síns vegna horf­ið á vit ís­kaldra und­ir­heima.“
Vill innleiða aftur „ákveðinn aga“ og skilning á því hvað má og hvað ekki
Fréttir

Vill inn­leiða aft­ur „ákveð­inn aga“ og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki

Form­að­ur Mið­flokks­ins tel­ur að stjórn­völd standi sig ekki þeg­ar kem­ur að því að verj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Frétt­ir af auknu of­beldi með­al ung­menna og vopna­burði kalli á við­brögð stjórn­valda og sam­fé­lags­ins. „Hluti af þeim við­brögð­um hlýt­ur að vera að inn­leiða hér aft­ur ákveð­inn aga og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki og gefa skóla­stjórn­end­um og lög­reglu tæki­færi til að senda skýr skila­boð og fylgja þeim eft­ir.“
Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu
Fréttir

Seg­ir selj­end­ur gera það oft veru­lega tor­velt að hætta við kaup á þjón­ustu

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur sent Neyt­enda­stofu fyr­ir­spurn um það hvernig nú­ver­andi lög og regl­ur hér á landi ná ut­an um neyt­enda­vernd en hann grun­ar að úr­ræði skorti. „Hver hef­ur ekki lent í vand­ræð­um við að segja upp þjón­ustu eða jafn­vel skráð sig í þjón­ustu fyr­ir mis­tök sem erfitt er að segja upp?“
Spyr hvort ekki séu til betri verkfæri en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur um „að haga sér“
Fréttir

Spyr hvort ekki séu til betri verk­færi en að biðja at­vinnu­rek­end­ur og fjár­magnseig­end­ur um „að haga sér“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Pírata, Hall­dóra Mo­gensen, ræddu á þing­inu í vik­unni efna­hags­ástand­ið á Ís­landi en Hall­dóra spurði Katrínu með­al ann­ars hvort stjórn­völd ættu ekki að gera meira en að „grát­biðja“ fjár­magnseig­end­ur og at­vinnu­rek­end­ur um að sýna ábyrgð og gæta hófs í arð­greiðsl­um. Katrín taldi upp þær að­gerð­ir sem rík­is­stjórn­in hef­ur stað­ið fyr­ir og sagði að ekki væri hægt að hunsa þær. „Allt það sem gert hef­ur ver­ið og hef­ur ver­ið boð­að snýst um að skapa hér rétt­lát­ara skatt­kerfi.“
„Hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér“
Fréttir

„Hrylli­legt að hugsa til þess hvað fólk leyf­ir sér“

Inn­viða­ráð­herra seg­ir að um­fjöll­un Kveiks um óboð­leg­ar að­stæð­ur fólks á leigu­mark­aði gefi inn­sýn í það hversu langt sé geng­ið í að gera eymd fólks og hús­næð­is­vanda að féþúfu. „Það er satt að segja hrylli­legt að hugsa til þess hvað fólk leyf­ir sér í þeim efn­um.“ Formað­ur Flokks fólks­ins spurði ráð­herr­ann á Al­þingi í dag hvort hann hefði hugs­að sér að grípa inn í þetta ástand.

Mest lesið undanfarið ár