Tillögur Flokks fólksins í skattamálum kosta ríkissjóð á annað hundrað milljarða
Flokkur fólksins vill hækka skattleysismörk í 350 þúsund krónur. Ef það yrði niðurstaðan myndu tekjur ríkisins skerðast gríðarlega. Ekkert er í hendi með hvernig á að mæta slíkum tekjusamdrætti en flokkurinn lofar að „fjármagna kosningaloforðin“. Sé rýnt í þau loforð fæst ekki séð hvernig á að standa við þau.
GreiningAlþingiskosningar 2021
Sjálfstæðisflokkurinn sér „efnahagsleg tækifæri“ vegna loftslagsbreytinga
Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr því að fylgja eigi áfram þeirri efnahagsstefnu sem mótuð hafi verið undir forystu flokksins. Engar tilgreindar tillögur eru settar fram um breytingar á skattkerfinu en lögð áhersla á aukið vægi einkaframtaksins og að ríkið dragi úr aðkomu sinni.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Boða fjárfrek verkefni en því sem næst engar tillögur til tekjuöflunar
Aðeins tvö af áttatíu áherslumálum Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningar myndu afla ríkissjóði beinna tekna. Fátt er um skýr áhersluatriði. Áfengiskaupaaldur og kjörgengi til forseta myndi færast niður í 18 ár ef áherslur flokksins ná fram að ganga.
Viðtal
Bára undirbýr framboð sem fulltrúi fatlaðs fólks á þingi
Aktívistinn og uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir vill hefja stjórnmálaferil með Sósíalistaflokknum.
Fréttir
Setja skorður við greiðslum til þingmanna í framboði
Endurgreiðslur á ferðakostnaði til þingmanna sem gefa kost á sér til endurkjörs falla niður sex vikum fyrir kjördag verði frumvarp þess efnis samþykkt. Ásmundur Friðriksson yrði af tæpri hálfri milljón í endurgreiðslu, sé tekið mið af ferðakostnaði hans fyrstu fjóra mánuði ársins.
Fréttir
Skráðu eign í Icelandair ekki í hagsmunaskrá
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skráðu hvorugt hlutabréf sín í hagsmunaskráningu alþingismanna eins og reglur kveða á um. Um yfirsjón var að ræða, segja þau bæði.
Fréttir
Landssamtök landeigenda andvíg ákvæðum um umhverfis- og náttúruvernd
Landssamtök landeigenda eru mótfallin því að sérstökum ákvæðum um umhverfi og náttúru verði bætt í stjórnarskrána. Minnisblaði samtakanna til Alþingis var skilað með „track changes“.
Fréttir
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra er hrósað í hástert á samfélagsmiðlum eftir að frumvarp hennar sem heimilar skráningu barna á tvö heimili var samþykkt í gær.
Fréttir
Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála
Refsing var milduð í 26 prósentum þeirra kynferðisbrotamála sem Landsréttur fjallaði um á árunum 2018 til 2020. Landsréttur staðfesti dóma héraðsdóms í 45 prósentum tilfella.
Fréttir
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Færri einstaklingar voru lýstir gjaldþrota á síðasta ári en árin tvö á undan. Hið sama má segja um nauðungarsölur á eignum. Þá fækkaði fjárnámum einnig.
Fréttir
Yfirlestur á Alþingi breytti orðalagi stjórnarskrárfrumvarpsins
Forsætisráðuneytið bað Alþingi að leiðrétta breytingu sem varð á frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur til breytinga á stjórnarskrá þar sem gefin var í skyn stefnubreyting.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur greint ríkisstjórninni frá því að hann sé með málefni Laugalands til skoðunar. Hann hyggst funda með hópi kvenna sem þar dvöldu 12. febrúar næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það muni ráðast af mati Ásmundar hvort sérstök rannsókn fari fram.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
4
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.