Óttinn við stríðan straum flóttamanna er einn sterkasti drifkraftur evrópskra stjórnmála. Pólitískar afleiðingar slíks ótta gætu valdið miklum skemmdum á evrópskum samfélögum. Þetta er samevrópskur vandi. Hann krefst náinnar samvinnu.
Úttekt
3
Hvenær verður óbærilegt að búa í Reykjavík?
Loftmengunarvandinn á höfuðborgarsvæðinu hefur náð nýjum hæðum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þar vegur bílaumferð þyngst og með sífellt meiri fólksfjölgun og fleiri bílum á götum borgarinnar virðist vandinn aðeins versna.
Úttekt
2
Hverjir sögðu já og hverjir sögðu nei?
Alls greiddu 38 þingmenn atkvæði með útlendingafrumvarpinu sem samþykkt var í gær. 15 sögðu nei og 10 voru fjarverandi. Heimildin tók saman helstu umræðurnar þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu.
Greining
1
Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila heldur áfram að dragast saman
Í fyrsta sinn síðan 2013 hefur það gerst að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð. Það þýðir að heimilin fá minna fyrir krónurnar sem þau hafa til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Vaxtagjöld heimila jukust um 35,5 prósent í fyrra.
Úttekt
14
Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
Erlend stórfyrirtæki eru helstu leikendur þegar kemur að hugsanlegri virkjun vinds á Íslandi. Í því skyni hafa þau fengið til liðs við sig fjölda fyrrverandi þingmanna. Þá liggja þræðir inn í íslenska stjórnsýslu og allt inn í ríkisstjórn Íslands þegar kemur að vindorkuverkefnum sem gætu velt milljörðum króna.
Úttekt
4
Jón og líkkisturnar – „Einhver misskilningur í gangi í þessum málum“
Dómsmálaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir aðkomu sína í líkbrennslumálum þar sem hann og eiginkona hans eiga innflutningsfyrirtæki sem flytur m.a. inn líkkistur. Hann segir að margt sé gert til að gera fólk tortryggilegt í pólitík og þetta sé eitt af því. Forsvarskona Trés lífsins hefur um nokkurt skeið barist fyrir því að geta komið á fót nýrri líkbrennslu en hún segir að margt hafi verið undarlegt í ferlinu.
Greining
1
Heildarlaun forstjóra hafa hækkað skarpt vegna kaupauka og annarra skapandi greiðslna
Alls voru forstjórar á aðalmarkaði með næstum sjö milljónir króna á mánuði í laun að meðaltali í fyrra. Þau hækkuðu um rúmlega eina milljón króna milli ára og hafa hækkað um 33 prósent á tveimur árum. Ýmsar leiðir hafa verið innleiddar til að auka launagreiðslur til forstjóra umfram grunnlaun. Má þar nefna sérstaka kaupauka og keypt starfsréttindi.
Greining
1
Ragnar Reykás og djöfullinn sjálfur - Litið inn á kirkjuþing
Vígðir þjónar og leikmenn innan þjóðkirkjunnar tókust á um fyrirkomulag biskupskjörs á aukakirkjuþingi á föstudag. Þó er aðeins ár síðan nýjar reglur um kjör til biskups voru samþykktar í góðri sátt á kirkjuþingi. Blaðamaður Heimildarinnar fylgdist með umræðunum og við sögu koma Ragnar Reykás, drykkjuskapur og djöfullinn sjálfur.
Greining
5
Landsfundardrög Vinstri grænna boða róttækan viðsnúning frá stefnu ríkisstjórnarinnar
Fyrir landsfundi Vinstri grænna, sem hefst eftir viku, liggja drög að stefnu og ályktunum sem afstaða verður tekin til á fundinum. Á meðal þess sem þar er lagt fram er að innleiða eigi auðlegðarskatt, banna aflandsfélög í skattaskjólum, breyta stjórnarskrá og skýr afstaða til þess hverjir eigi að fá að virkja vindorku og á hvaða forsendum.
Greining
Arðgreiðslur Brims í ár nánast sama upphæð og veiðigjöld síðustu sjö ára
Brim, stærsta einstaka útgerð landsins, hagnaðist um 11,3 milljarða króna árið 2021 og aðra 11,3 milljarða króna í fyrra. Sömu ár greiddi félagið um 1,8 milljarða króna samtals í veiðigjöld. Hluthafar í Brimi hafa fengið rúmlega þrisvar sinnum hærri upphæð í arð frá 2016 en ríkissjóður hefur fengið í veiðigjöld.
Greining
Töpuðu 70 milljörðum en borguðu forstjóranum 300 milljónir í laun og starfslokakostnað
Alvotech tapaði næstum 70 milljörðum króna í fyrra og átti laust fé upp á 9,5 milljarða króna um síðustu áramót. Íslenskir fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, keyptu í félaginu fyrr á þessu ári. Stjórnunarkostnaður Alvotech á árinu 2022 var 25,3 milljarðar króna í fyrra en tekjur félagsins voru 11,5 milljarðar króna. Þær dugðu því fyrir tæplega helmingnum af stjórnunarkostnaðinum. Róbert Wessman fékk 100 milljónir króna í laun sem stjórnarformaður.
Úttekt
7
Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
Há laun, umfangsmikil mótframlög í lífeyrissjóði, kaupaukar og kaupréttir eru allt hluti af veruleika forstjóra íslenskra stórfyrirtækja. Sá sem fékk mest á mánuði í fyrra var með næstum 19 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Meðallaun 15 forstjóra í skráðum fyrirtækjum hækkuðu um 22 prósent milli ára og hafa hækkað um rúmlega þriðjung á tveimur árum.
Úttekt
4
Ætla ekki að fara að skiptast á ermahnöppum við fínt fólk í háhýsum
Indó ætlar að breyta íslensku bankakerfi með því að bjóða einfaldar vörur, sleppa því að rukka óþarfa gjöld og vera ekki fávitar.Árangurinn velti á því hvort fólk treysti því. Indó sé venjulegt fólk að tala við venjulegt fólk.
Greining
2
Sterkar elítur á Íslandi
Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg, prófessorar í félagsfræði við Háskóla Íslands, rannsaka ójöfnuð á Íslandi eftir mismunandi tegundum auðmagns. Þau hafa komist að því að Íslendingar hafa minnstan aðgang að félagslegu auðmagni, það er hversu
vel þeir eru tengdir valdaelítum Íslands.
Úttekt
Fúsk, misskilningur, óráðsíða eða ótti við breytingar?
Háskóli Íslands er undirfjármagnaður og gæði náms í húfi. Ekki er einhugur um hvert fjármunir eigi að renna eða með hvaða hætti. Ráðherra háskólamála þvertekur fyrir að hafa tekið af rekstrarfé skólans til að fjármagna „gæluverkefni“, eins og deildarforseti innan skólans sakar hana um.
Úttekt
3
Úkraínustríðið í fimm þáttum undir lok fyrsta ársins
Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hvað ef?, greinir innrás Rússa í Úkraínu í tilefni þess að nákvæmlega eitt ár er liðið frá því að hún hófst.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.