Í flæðarmálinu á tyrkneskri baðströnd liggur lítill drengur í rauðum bol. Hann er í kunnuglegri stellingu; liggur á grúfu, eins og börn gera, aðeins með bumbuna út í loftið. Það er eins og hann sé lítið, sofandi barn.
En drengurinn er auðvitað ekki sofandi. Hann drukknaði í Miðjarðarhafinu í leit sinni að öryggi.
Litli drengurinn hét Aylan Kurdi og var frá Sýrlandi. Ljósmyndin af drengnum í fjöruborðinu fór um eins og eldur í sinu og vakti sterk viðbrögð. Myndir segja meira en þúsund orð og þessi gerði það. Hörmungar fólks á flótta birtust á átakanlegan hátt fyrir augum Evrópu. Þessu varð að linna!
En hörmungarnar héldu áfram.
Við bjóðum ykkur hingað í dag til að vekja athygli á því að síðan að Aylan Kurdi lést hefur fjöldi barna fylgt honum í vota gröf í Miðjarðarhafinu.
Ekki eitt, ekki tvö eða þrjú - heldur fjögur hundruð börn.
Fjögur hundruð börn sem fóru af stað í lekum bátum í leit að skjóli og komumst aldrei alla leið.
Frá því að Aylan litli lést hafa að meðaltali tvö börn á dag farið sömu leið og hann. Ég endurtek: Tvö börn hvern einasta dag. Erum við meðvituð um það? Eru valdhafar að gera sitt til að breyta stöðunni pólitískt?
Það er engin tilviljun að við hittumst hér í dag, 15. mars, á deginum þegar stríðið í Sýrlandi hófst fyrir fimm árum. Stríðinu sem hefur hrakið hálfa sýrlensku þjóðina á flótta.
Það er nóg komið af hörmungum í Sýrlandi. Við segjum stopp.
Ekki fleiri börn í hafið!
Ekki fleiri börn viðskila við fjölskyldur sínar.
Ekki fleiri börn strand á landamærum.
Ekki fleiri árásir á skóla, leikskóla, barnaspítala og óbreytta borgara.
Ekki fleiri börn sem glata barnæsku sinni.
Það sem þarf að gera er skýrt:
Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið. Veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp. Og það verður að tryggja þeim alþjóðlega vernd.
Tryggja verður að börn geti ferðast um með öruggum og löglegum leiðum og þurfi ekki að leita til smyglara sem hrúga þeim í leka báta sem halda út á haf.
#segjumSTOPP - gjörningur við SólfariðÞað var sorglegt að sjá 400 bangsa horfa til hafs í dag. Hver þeirra táknaði eitt barn sem hefur drukknað síðan Aylan litli Kurdi fannst látinn á baðströnd í Tyrklandi og ljósmyndin af honum fór um allt. Það eru 2 börn á dag. #segjumSTOPP
Posted by UNICEF á Íslandi on Tuesday, March 15, 2016
Það var sorglegt að sjá 400 bangsa horfa til hafs í dag. Hver þeirra táknaði eitt barn sem hefur drukknað síðan Aylan litli Kurdi fannst látinn á baðströnd í Tyrklandi og ljósmyndin af honum fór um allt. Það eru 2 börn á dag. #segjumSTOPP
Posted by UNICEF á Íslandi on Tuesday, March 15, 2016Hér á eftir ætlum við að raða böngsum upp meðfram strandlengjunni í áttina að Hörpu: Einum bangsa fyrir hvert barn sem hefur drukknað frá því að Aylan litli lést og Evrópa stóð á öndinni. Með því sýnum við hversu mörg börn þetta eru, minnumst þeirra sem látið hafa lífið og setjum um leið fram þá skýlausu kröfu að réttindi barna á flótta séu virt.
Munum að enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Við getum ekki hjálpað öllum en við getum hjálpað mörgum. Bangsarnir sem við erum með hér í dag tákna ekki öll þau börn sem eru á flótta í dag. Þeir tákna ekki einu sinni öll þau börn sem hafa drukknað eftir að Sýrlandsstríðið hófst því þau eru miklu fleiri.
En bangsarnir tákna 400 börn sem voru af holdi og blóði og hefði verið hægt að bjarga. Börn sem hafa drukknað, bara síðan í september, börn með vonir og drauma, rétt eins og öll önnur börn.
Bangsarnir munu hér á eftir horfa til hafs. 400 – hlið við hlið. Börnin sjálf komust aldrei yfir hafið.
Athugasemdir