Nýtt efni

„Stormur aldarinnar“ nálgast Jamaíka
Fellibylurinn Melissa, ofurstormur af flokki 5, er skammt frá því að skella á Jamaíka. Yfirvöld vara við gríðarlegri úrkomu, hættulegum flóðum og vindhraða sem engir innviðir landsins geti staðist.

Stjórnendaráðgjafinn vinnur áfram að húsnæðismálum ríkislögreglustjóra
Stofnandi og eini starfsmaður Intru ráðgjafar, sem hefur fengið 160 milljónir króna greiðslur frá embætti ríkislögreglustjóra fyrir ýmis verkefni, var í byrjun september ráðin í fullt starf á skrifstofu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Staðan var ekki auglýst.

Krefjast aðgerða vegna „ólöglegra viðskiptahátta“ bílastæðafyrirtækja
Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda vilja að gripið verði til aðgerða til varnar neytendum vegna innheimtuaðferða bílastæðafyrirtækja. Þau setja meðal annars út á innheimtu hárra vangreiðslukrafa og upplýsingagjöf og gera kröfu um endurgreiðslu þjónustugjalda sem hafi verið umfram greidd.

Talsverðar tafir vegna hjólbarðaskipta – lögregla grípur inn í umferðina
Appelsínugular veðurviðaranir taka gildi seinni partinn. Unnið er að því að fjarlægja bíla sem sitja fastir á stofnbrautum. Lögreglan hefur gripið inn í langar raðir við hjólbarðaverkstæði.

Fólk á sumardekkjum setur svip sinn á borgina
Snjóþyngsli á suðvesturhorninu hafa sett samgöngur úr skorðum.

Skynjun einstaklinga á návist framliðinna
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði.
Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Drengurinn fundinn
Lögreglan leitaði að sex ára dreng fyrr í kvöld. Hann fannst mínútum eftir að lögreglan birti mynd af honum.

Greiddu stjórnendaráðgjafa milljónir fyrir húsgagnaráðgjöf
Stjórendaráðgjafi hefur fengið 190 milljónir króna frá embættum undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Milljónir voru greiddar fyrir aðstoð og ráðgjöf um gardínur, val á sorpflokkunarílátum og pælingar um uppsetningu á píluspjöldum.

Samkeppniseftirlitið fái heimild til húsleitar hjá stjórnendum
Atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar drög að lagafrumvarpi sem meðal annars heimilar Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir á heimilum stjórnenda og lykilstarfsmanna fyrirtækja.


Indriði Þorláksson
ÚLFUR, ÚLFUR á Grundartanga
Engin greining liggur fyrir á afleiðingum bilunar hjá Norðuráli og engin rök fyrir meintum þrengingum. Kröfur um aðgerðir eru í engum tengslum við ætlaðan skaða. Raunin er sú að aðeins lítill hluti virðisauka í starfsemi Norðuráls skilar sér til íslenskra aðila.

Breskur álitsgjafi handtekinn í Bandaríkjunum eftir gagnrýni á þjóðarmorð
Lögreglusveitin ICE handtók álitsgjafann Sami Hamdi, sem hefur gagnrýnt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu. Trump-stjórnin gengur lengra í að vísa fólki úr landi fyrir tjáningu gegn valdbeitingu.

Lýsa einelti hjá embætti Ríkisendurskoðanda
Markaleysi, klefatal og refsingar eru lýsingar nafnlausra starfsmanna Ríkisendurskoðanda á starfsháttum stjórnandans, í umfjöllun Ríkisútvarpsins.

„Jákvæð afkomuviðvörun“ hjá Síldarvinnslunni
Hagnaður stefnir í að vera tveimur og hálfum milljarði meiri en spáð var. Áður hafði félagið varað við áhrifum hækkunar veiðigjalds.


Athugasemdir