Ragnheiður Linnet

Blaðamaður

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Hreyfing hefur forspárgildi um hvað við getum í framtíðinni
Viðtal

Hreyf­ing hef­ur for­spár­gildi um hvað við get­um í fram­tíð­inni

Dr. Hann­es Hrafn­kels­son heim­il­is­lækn­ir seg­ir hreyf­ingu nauð­syn­leg­an hluta af þeim lífs­stíl sem all­ir eigi að hafa, einkum ef fólk vill við­halda sæmi­leg­um lífs­gæð­um á efri ár­um, geta ferð­ast og bú­ið leng­ur við sjálf­stæði. Hann seg­ir hreyf­ingu geta seink­að sjúk­dóm­um, og jafn­vel kom­ið í veg fyr­ir að fólk fái ein­hverja þeirra, en legg­ur áherslu á að hreyf­ing sé að­eins einn af mörg­um þátt­um í með­ferð margra sjúk­dóma og að hún þurfi að vera í rútínu okk­ar.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf
Matur

Hvít­lauk­ur sem nátt­úru­legt lyf

Hvít­lauk­ur hef­ur ver­ið not­að­ur til mat­ar og lækn­inga í þús­und­ir ára, eða allt frá Forn-Egypt­um og keis­ur­un­um í Kína. Það var Hipp­ó­kra­tes, fað­ir lækn­is­fræð­inn­ar, sem skil­greindi hvít­lauk­inn sem lyf og Arist­óteles gerði það einnig. Lou­is Paste­ur, franski ör­veru­fræð­ing­ur­inn, veitti sýkla­drep­andi verk­un hvít­lauks­ins at­hygli á miðri 19. öld og í heims­styrj­öld­inni fyrri var hvít­lauk­ur not­að­ur til að bakt­erí­ur kæm­ust ekki í sár. Enn þann dag í dag not­ar fólk hvít­lauk gegn kvefi, háls­bólgu og flensu og jafn­vel há­um blóð­þrýst­ingi.
Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Borðar þrjá banana daglega og er nánast laus við krampana
Matur

Borð­ar þrjá ban­ana dag­lega og er nán­ast laus við kramp­ana

Sigrún Jóns­dótt­ir vakn­aði um nótt með sára krampa. Þeir höfðu hrjáð hana um nokkra hríð en hún greind­ist með Park­in­son-sjúk­dóm­inn nýorð­in fimm­tug. Sigrún ákvað að reyna nýtt ráð þessa nótt, að borða ban­ana. Síð­an þá hef­ur hún borð­að þrjá slíka dag­lega og er nokk­urn veg­inn laus við kramp­ana. Vís­ind­in styðja reynslu Sigrún­ar.
Gervisæta – staðreyndir og mýtur
Viðtal

Gervisæta – stað­reynd­ir og mýt­ur

Dreg­ur notk­un gervisætu í stað syk­urs úr hættu á ýms­um sjúk­dóm­um eða get­ur langvar­andi neysla gervisætu­efna jafn­vel haft nei­kvæð heilsu­fars­leg áhrif? „Ég myndi ráð­leggja fólki að velja frek­ar syk­ur­inn,“ seg­ir Birna G. Ás­björns­dótt­ir, doktor í heil­brigð­is­vís­ind­um, sem hef­ur rann­sak­að sætu­efni með til­liti til áhrifa á þarma­flóru og melt­ing­ar­veg.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu