Páll Stefánsson

ljósmyndari

Hælspyrna og hundrað og eitthvað önnur listaverk
Mynd dagsins

Hæl­spyrna og hundrað og eitt­hvað önn­ur lista­verk

Gleði­leg jól, heit­ir sýn­ing tæp­lega 110 lista­manna sem er nú Ásmund­ar­sal, sem Prent & vin­ir hafa veg og vanda af. Fremst á mynd­inni er verk­ið Hæl­spyrna eft­ir þær stöll­ur í Gjörn­inga­klúbbn­um, Eirúnu Sig­urð­ar­dótt­ur og Jóní Jóns­dótt­ur. Sýn­ing­in stend­ur fram á Þor­láks­messu en vegna sam­komutak­mark­anna þarf að panta tíma til að sjá og upp­lifa þessa skemmti­legu ár­legu sölu­sýn­ingu.
Með windinn í fangið
Mynd dagsins

Með wind­inn í fang­ið

Raf­skút­ur í Reykja­vík­ur­borg voru hvorki fleiri né færri en 1.100 þeg­ar mest var í haust. Eins snið­ug­ur og þessi ferða­máti er, þá þarf nauð­syn­lega að setja betra reglu­verk um raf­skút­urn­ar, sem marg­ar hverj­ar eru skild­ar eft­ir á óheppi­leg­um stöð­um bæði fyr­ir hjólandi og gang­andi veg­far­end­ur. Það eru fjög­ur fyr­ir­tæki sem keppa um mark­að­inn hér í Reykja­vík og heita þau öll ramm­ís­lensk­um nöfn­um: Zolo, Hopp, Wind og Kikk.
Systralag
Mynd dagsins

Systr­a­lag

„Un­að­ur er heilandi og sjálfs­fró­un er besta leið­in til þess að róa tauga­kerf­ið og auka gleði­horm­ón­in.“ seg­ir Rósa María Ósk­ars­dótt­ir, Bo­dysex leið­bein­andi með meiru. „Á nám­skeið­inu kom­um við sam­an nakt­ar og los­um okk­ur við nei­kvæð­ar lík­ams­ímynd­ir, til að blómstra kyn­ferð­is­lega.“ Haf­ir þú áhuga á að kom­ast í tæri við þessa gleði, má geta þess að Rósa María, ásamt femín­íska lista­hópn­um AF­SAK­IÐ, er að vinna að sýn­ingu sem opn­ar í Ásmund­ar­sal strax á nýju ári.
Og úti fyrir hvíla höf og grandar
Mynd dagsins

Og úti fyr­ir hvíla höf og grand­ar

Það er erfitt fyr­ir full­frísk­an ein­stak­ling að drukkna í Tjörn­inni, þar sem hún er ein­ung­is 50cm djúp. Tjörn­in er griðland fugla en þar stoppa við hátt í 50 teg­und­ir til lengri eða skemmri tíma. Þar af eru sjö anda­teg­und­ir sem verpa í og við Tjörn­ina, auk þess verpa þar bæði álft­ir og krí­ur. Á viss­um tíma, líkt og nú, eru síla­mávarn­ir mjög áber­andi, ásamt ör­fá­um svart­bök­um. Fyr­ir­ferða­mest­ar eru þó braut­met­is-sólgnu grá­gæs­irn­ar.
Allir fá þá eitthvað fallegt...
Mynd dagsins

All­ir fá þá eitt­hvað fal­legt...

Það er fátt nota­legra nú á að­vent­unni en leggja leið sína nið­ur í mið­bæ og kíkja í búð­ar­glugga, sjá eitt­hvað fal­legt til að gefa vin­um og fjöl­skyldu. En versl­un­ar­mynstr­ið hjá okk­ur er að breyt­ast hratt. Sam­kvæmt nýrri könn­un Zenter rann­sókna ætla sex af hverj­um tíu Ís­lend­ing­um að versla jóla­gjaf­irn­ar á net­inu þetta ár­ið. Ann­að sem hef­ur breyst mik­ið frá í fyrra, er að hlut­fall milli er­lendra og inn­lendra vef­versl­ana er nú hníf­jafnt. Send­ing­ar hjá Póst­in­um vegna inn­lendr­ar net­versl­un­ar juk­ust um 120% nú í nóv­em­ber, á með­an pakk­ar frá er­lend­um vef­versl­un­um dróg­ust ör­lít­ið sam­an milli ára.
Man einhver símanúmer lengur?
Mynd dagsins

Man ein­hver síma­núm­er leng­ur?

Ár­ið 1906 kom sím­inn til Ís­lands, nán­ar til­tek­ið til Seyð­is­fjarð­ar með sæ­streng frá Skotlandi, í gegn­um Fær­eyj­ar. Bænd­ur fjöl­menntu til Reykja­vík­ur það ár, til að mót­mæla lagn­ingu síma­línu þvert í gegn­um sveit­ir lands­ins - þeir höfðu nefni­lega trölla­trú á því að sím­inn yrði fljót­lega þráð­laus. Það kom líka á dag­inn, reynd­ar átta­tíu ár­um seinna. Í dag eru 115.992 með virk­ar fast­línu­áskrift­ir (stór hluti fyr­ir­tæki) og hvorki fleiri né færri en 475.842 farsíma­núm­er eru í notk­un hjá þjóð sem tel­ur bara 360 þús­und sál­ir.
107 er númer 12
Mynd dagsins

107 er núm­er 12

„Já, ég er að reyna að vera al­var­leg á mynd­um,“ seg­ir Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur þeg­ar ég hitti hana glað­lega fyr­ir til­vilj­un nið­ur í bæ í morg­un. Og nýja bók­in, 107 Reykja­vík? „ Al­gjör­lega heið­ar­leg­ur farsi." En þetta er tólfta bók Auð­ar og skrif­uð með dís­inni, Birnu Önnu Björns­dótt­ir. „Eins og ganga með barn sam­an.“ svar­ar Auð­ur þeg­ar ég spyr hvern­ing það sé að skrifa bók með öðr­um.
Næturvinna
Mynd dagsins

Næt­ur­vinna

Lög­reglu­menn, lása­smið­ir og lækn­ar á Land­spít­al­an­um Há­skóla­sjúkra­húsi eru að­eins part­ur þeirra mörgu starfs­stétta sem halda sam­fé­lag­inu gang­andi, all­an sóla­hring­inn. Alltaf á vakt. Á Land­spít­al­an­um eru um eitt þús­und starfs­menn í ótal starfs­grein­um sem halda starf­sem­inni gang­andi á nótt­unni. Ein þeirra er Jewelly frá Fil­ipps­eyj­um. Hún hef­ur unn­ið þar í þrjú ár og pass­ar upp á að öll­um líði vel. Ómet­an­legt fyr­ir þá mörgu gesti, hvort sem þeir stoppa stutt eða lengi.
Jólakötturinn
Mynd dagsins

Jóla­kött­ur­inn

Þið kann­ist við jóla­kött­inn, sá kött­ur var gríð­ar­stór. Fólk vissi ekki hvað­an hann kom eða hvert hann fór. Hann glennti upp glyrn­urn­ar sín­ar, gló­andi báð­ar tvær. Það var ekki heigl­um hent að horfa í þær. Jóla­kött­inn orti Jó­hann­es úr Kötl­um ár­ið 1932 og nú er hann kom­inn í allri sinni dýrð, 88 ár­um síð­ar, nið­ur á Lækj­ar­torg, skreytt­ur 6.499 per­um til að lýsa upp svart­asta skamm­deg­ið.
6 plús sex + mínus 1
Mynd dagsins

6 plús sex + mín­us 1

Laxár­dæl­ing­ur­inn, Fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, Ásmund­ur Ein­ar Daða­son er að leggja fram á Al­þingi rík­is­stjórn­ar­frum­varp um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof. Nýju lög­in taka við lög­um sem sett voru fyr­ir tutt­ugu ár­um, og þóttu þá fram­sæk­in. Helstu breyt­ing­ar sem lagð­ar eru til í frum­varp­inu er leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs í 12 mán­uði vegna barna sem fæð­ast, eru ætt­leidd eða tek­in í var­an­legt fóst­ur frá 1. janú­ar 2021. Reikn­að­ur kostn­að­ur rík­is­ins vegna fæð­ing­ar­or­lofs­ins næsta ár eru rúm­ir 19 millj­arð­ar. Og þetta seg­ir ráð­herra um frum­varp­ið: „Með þessu frum­varpi er­um við að auka enn á rétt­indi for­eldra til sam­vista með börn­un­um sín­um á fyrstu mán­uð­un­um ævi þeirra.“
Hvít blá fjöll
Mynd dagsins

Hvít blá fjöll

Það var fal­legt í Bláfjöll­um í morg­un (him­in­inn er ekki photosjopp­að­ur - var svona). Ekki er vit­að hvenær skíða­svæð­ið get­ur opn­að, ekki vegna snjó­leys­is held­ur vegna veirunn­ar sem herj­ar á heims­byggð­ina. Í fyrra var op­ið í Bláfjöll­um í 57 daga og mættu sam­tals rúm­lega 80.000 á svæð­ið. Þeg­ar mest gekk á mættu 6.000 manns á ein­um degi, þá auð­vit­að bæði í lyft­urn­ar og á göngu­skíða­svæð­ið sem hef­ur aldrei ver­ið vin­sælla en síð­ast­lið­inn vet­ur. Enda til fyr­ir­mynd­ar á all­an hátt.

Mest lesið undanfarið ár