Páll Stefánsson

ljósmyndari

„Menn geta dottið án þess að þekkja þyngdarlögmálið“
Mynd dagsins

„Menn geta dott­ið án þess að þekkja þyngd­ar­lög­mál­ið“

Það stökk á mig bros þeg­ar ég gekk fram­hjá Tóm­asi Guð­munds­syni, þar sem hann sat grímu­klædd­ur á bekk við Tjörn­ina í morg­un. En auð­vit­að hef­ur skáld­ið orð­ið sér úti um grímu, enda erfitt að halda 2ja metra fjar­lægð ef mað­ur tyll­ir sér nið­ur á bekk­inn við hlið hans. Sam­kvæmt Land­lækni er grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2ja metra ná­lægð­ar­tak­mörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um. Verk­ið af Tóm­asi er eft­ir Höllu Gunn­ars­dótt­ur mynd­höggv­ara og var sett upp ár­ið 2010. *Fyr­ir­sögn­in er spak­mæli eft­ir Tóm­as.
Bleikálóttur, Móvindóttur og allt þar á milli
Mynd dagsins

Bleik­álótt­ur, Móvind­ótt­ur og allt þar á milli

Nýj­ustu töl­ur um hrossa­fjölda hér­lend­is eru frá 2017 en þá voru 64.679 hross í lýð­veld­inu. Ís­lenski hest­ur­inn hef­ur rúm­lega 40 grunn­liti og yf­ir hundrað lita­af­brigði; korgjarp­ur, moldótt­ur, rauð­vind­ótt­ur, tví­stjörnótt­ur, nösótt­ur, dökkjarp­ur, lit­för­ótt­ur sléttu­skjótt­ur o.s.frv. Rauð­ur og brúnn eru þó al­geng­ustu lit­ir ís­lenska hests­ins... en hvað lit­ur­inn heit­ir á þeim fremsta, sem ég mætti á Eyr­ar­bakka nú í morg­un, hef ég ekki hug­mynd um.
HJÁLP
Mynd dagsins

HJÁLP

Rauði kross­inn held­ur úti hjálp­ar­lín­unni 1717. Þar starfa 120 sjálf­boða­lið­ar all­an sól­ar­hring­inn, alla daga árs­ins. Ár­ið 2020 tóku þau á móti 24.000 sím­töl­um. Sandra Björk Birg­is­dótt­ir, verk­efna­stjóri Hjálp­arsím­ans, seg­ir spreng­ingu hafa orð­ið í fyrra, eða um 70% aukn­ingu frá ár­inu 2019. „Fólk er kvíð­ið vegna far­ald­urs­ins, einmana og marg­ir í sjálfs­vígs­hug­leið­ing­um. Mesta breyt­ing­in er hve marg­ir hafa hringt á nótt­unni, við höf­um þurft að bæta við mann­skap á næt­ur­vökt­un­um.“
Suðurflös og úti á Grenjum
Mynd dagsins

Suð­ur­flös og úti á Grenj­um

Í morg­unskím­unni á Akra­nesi stilltu vit­arn­ir tveir á Suð­ur­flös sér upp fyr­ir mynda­töku.  Sá eldri og minni var reist­ur ár­ið 1918, en sá stóri var tek­in í notk­un ár­ið 1947. Næst lá leið­in vest­ur í slipp en þar úti á Grenj­um húk­ir Höfr­ung­ur AK 91, en hann var smíð­að­ur af Skipa­smíða­stöð Þor­geirs & Ell­erts á Akra­nesi fyr­ir út­gerða­fé­lag­ið Har­ald Böðv­ars­son. Sann­kall­að­ur heima­bát­ur, sem hafði mik­ið að­drátt­ar­afl fyr­ir þá sem nutu úti­vist­ar í veð­ur­blíð­unni í morg­un.
Innihaldslýsing
Mynd dagsins

Inni­halds­lýs­ing

Dag­ur­inn í dag er mik­ill gleði­dag­ur, nú þeg­ar fyrstu ein­stak­ling­arn­ir eru bólu­sett­ir með nýja bólu­efn­inu frá Pfizers / Bi­ontechs. Inni­halds­lýs­ing­in hljóð­ar svona : ((4-hydrox­i­butyl)az­and­iyl) bis (hex­an-6,1 -diyl) bis (2-hexyldekanoat)(ALC-0315) 2-((polyety­lenglykol)-2000) -N,N-ditetra­decylacetamid (ALC-0159)1,2-diste­aroyl-sn-glycero-3-fos­fo­kol­in (DSPC), Ko­lesterol, Kalium­klorid, Kaliumdi­vatefos­fat, Natrium­klorid, Din­at­rium­fos­fat­di­hydrat, Sackaros, og vatn. Heim­ild; SVT.
Háhýsi á háabakka
Mynd dagsins

Há­hýsi á háa­bakka

Fyrr á ár­inu flutti Haf­rann­sókn­ar­stofn­un í nýtt timb­ur­hús við Háa­bakka í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn. Hús­ið er það stærsta á land­inu, hvorki meira né minna en 4.100 fer­metr­ar að stærð og fimm hæða hátt. Möl er not­uð milli hæða, bæði til að þyngja bygg­ing­una og hljóð­ein­angra í leið­inni. Í þessu nýja húsi fá hátt í 200 starfs­menn Hafró full­komna skrif­stofu og rann­sókn­ar­að­stöðu auk þess að hýsa Sjáv­ar­út­vegs­skóla Þró­un­ar­sam­vinnu­mið­stöðv­ar UNESCO á Ís­landi.
Núll° í loftinu
Mynd dagsins

Núll° í loft­inu

Þó svo loft­hiti væri bara 0°C og sjór­inn í Foss­vog­in­um óvenju kald­ur, að­eins 1,3°C, var á ann­að hundrað manns bú­ið að taka sund­sprett á fyrsta hálf­tím­an­um eft­ir opn­un klukk­an 11:00 í morg­un. Þeir sem stunda sjó­sund reglu­lega segja mestu hætt­una vera hvað sund­ið sé ávana­bind­andi. Fyr­ir þá sem eru að gæla við að prófa þenn­an heilsu­bæt­andi lífs­máta, þá opn­ar aft­ur næst­kom­andi mánu­dag, þann fjórða í jól­um.
Sólarglæta
Mynd dagsins

Sól­arglæta

Him­in­inn log­ar bakvið Keili á þess­um stysta degi árs­ins. Í höf­uð­borg­inni fá­um við bara 4 tíma og sjö mín­út­ur af fullri dags­birtu, sem er þó tveim­ur tím­um leng­ur en íbú­ar norð­ur á Raufar­höfn og í Gríms­ey njóta í dag, þar sem sól­in kem­ur ekki upp fyrr en klukk­an 12:05 og er sest aft­ur 14:16. En sól­in fer ekki hátt, hún rís hæst að­eins 2,3 gráð­ur upp fyr­ir sjón­deild­ar­hring­inn hér sunn­an heiða.
Upp við vegg
Mynd dagsins

Upp við vegg

Vegg­mynd Am­nesty In­ternati­onal, eft­ir lista­mann­inn Stefán Óla Bald­urs­son, fang­ar held­ur bet­ur aug­að þeg­ar far­ið er um Hofs­valla­göt­una vest­ur í bæ. Am­nesty In­ternati­onal er al­þjóð­leg mann­rétt­inda­hreyf­ing sem stend­ur vörð um rétt­læti, frelsi og reisn. Og ekki veit­ir af, á þess­um mjög svo óvenju­legu tím­um. VIÐ STÖND­UM VÖRÐ UM MANN­RÉTT­INDI, RÉTT­LÆTI, FRELSI OG REISN
Í níutíu ár
Mynd dagsins

Í níu­tíu ár

Í ár eru 90 ár lið­in síð­an fyrsti þjóð­garð­ur­inn, Þjóð­garð­ur­inn á Þing­völl­um, var stofn­að­ur. Þá, eins og nú með verð­andi Há­lend­is­þjóð­garð, voru há­vær mót­mæli gegn því að friða land­ið á Þing­völl­um. And­stæð­ing­ar frið­un­ar há­lend­is­ins nota í dag mörg þau sömu rök og voru not­uð gegn frið­lýs­ingu Þing­valla fyr­ir tæp­lega hundrað ár­um. Í fyrra sóttu vel á aðra millj­ón ferða­manna Þing­velli heim.
Fimm spurningar til Festival
Mynd dagsins

Fimm spurn­ing­ar til Festi­val

1) Verða hvít eða rauð jól á Raufar­höfn? F: Rauð. 2) Hvað borð­ar þú í morg­un­mat á jóla­dags­morg­un? F: Eft­ir­rétti sem skild­ir hafa ver­ið eft­ir á jóla­borð­inu. 3) Hvaða spil spil­ar þú þessi jól? F: Spila bara hand­spil með stokk. 4) Hvaða jóla­gjöf gef­ur þú þér í ár? F: Þær eru allt of marg­ar og DÝR­AR. 5) Hvernig fer Li­verpool-Totten­ham leik­ur­inn í kvöld? F: 1-1 fyr­ir Li­verpool.
Marfló og mý
Mynd dagsins

Marfló og mý

Í skýrslu sem fugla­fræð­ing­arn­ir Jó­hann Óli Hilm­ars­son og Ólaf­ur K. Niel­sen birtu nú í vor, kom fram að ástandi Tjarn­ar­inn­ar hefði hnign­að síð­ast­lið­in 15 ár. Helstu ástæð­urn­ar er fæðu­skort­ur, afrán, lé­leg af­koma and­ar­unga og hnign­un bú­svæða í og við Reykja­vík­urtjörn. Á síð­ustu ár­um hafa orð­ið mikl­ar breyt­ing­ar á líf­rík­inu, marfló­in er horf­in og mý­ið að mestu leyti. Síð­an herja hrafn­ar, máv­ar og kett­ir á fugl­ana. Þeir leggja til í skýrslu sinni að ráð­inn verði sér­stak­ur fugla­eft­ir­lits­mað­ur, sem sinn­ir dag­leg­um þörf­um fið­ur­klæddu íbúa Tjarn­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár