Páll Stefánsson

ljósmyndari

Leitið og þér munuð finna
Mynd dagsins

Leit­ið og þér mun­uð finna

Lög­reglu­mað­ur­inn Guð­mund­ur Fylk­is­son hef­ur und­an­far­in sex ár gegnt því erf­iða starfi að finna börn og ung­menni sem týn­ast. Það eru um 250 mál á ári sem koma inn á borð til hans og flest leys­ast þau far­sæl­lega. Á föstu­dag­inn fékk hann úr hendi For­seta Ís­lands við­ur­kenn­ingu Barna­heilla - Sa­ve the Children, fyr­ir störf sín í þágu barna og ung­menna í vanda. „Þetta er dag­vinna, frá átta á morgn­anna til sjö fimm­tíu­ogn­íu dag­inn eft­ir. Mað­ur þarf oft að hafa skjót­ar hend­ur, og sím­ann minn þekkja þau flest - hann er alltaf op­inn. Fyr­ir þau sem ekki vita er núm­er­ið: 843 1528," sagði Guð­mund­ur og rauk af stað.
Drottningarbragð
Mynd dagsins

Drottn­ing­ar­bragð

Þriðja bylgja skák­æð­is hef­ur skoll­ið á Ís­landi, eft­ir að hálf þjóð­in hef­ur sest nið­ur og horft á Net­flix serí­una The Qu­een's Gambit, eða Drottn­ing­ar­bragð. Fyrsta bylgj­an varð ár­ið 1958, þeg­ar Frið­rik Ólafs­son náði fimmta til sjötta sæti á HM í skák í Portorož, gömlu Júgó­slav­íu, og varð með þeim ár­angri fyrst­ur Ís­lend­inga að verða stór­meist­ari í skák. Áhugi lands­manna á skák­í­þrótt­inni náði svo nýj­um hæð­um í ann­ari bylgju, ár­ið 1972, þeg­ar heims­meist­arein­víg­ið í skák fór fram í Laug­ar­dals­höll­inni milli Bor­is Spassky og Bobby Fischer. Bobby vann að lok­um, eft­ir 21 skák. Seinna fékk hann ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og var jarð­sett­ur í Laug­ar­dals­kirkju­garði aust­ur í Flóa. Fyr­ir þá sem ekki vita, er drottn­ing­ar­bragð; 1. d4 d5 2. c4 og svart­ur á leik!
Upp & niður
Mynd dagsins

Upp & nið­ur

Inn­an­lands flugu 8.561 far­þeg­ar í síð­asta mán­uði, sem var sam­drátt­ur upp á 71%. Rétt um helm­ingi fleiri far­þeg­ar flugu til og frá land­inu, en þeir voru 19.288 nú í októ­ber sem er 96.5% sam­drátt­ur frá sama mán­uði í fyrra. Þá fóru 555.251 far­þeg­ar um Kefla­vík­ur­flug­völl eða eins og ein og hálf ís­lensk þjóð. Áætl­un­ar­flug inn­an­lands nær til 11 staða: til Gríms­eyj­ar og á Gjög­ur, síð­an er það Ak­ur­eyri, Eg­ils­stað­ir, Ísa­fjörð­ur, Húsa­vík, Horna­fjörð­ur, Bíldu­dal­ur, Vopna­fjörð­ur og Þórs­höfn á Langa­nesi. Þá er bara einn flug­völl­ur eft­ir, sá stærsti, hann ligg­ur í Vatns­mýr­inni.
Reykjavík árið 1442
Mynd dagsins

Reykja­vík ár­ið 1442

Sam­kvæmt tíma­tali Múhameðstrú­ar­manna er ár­ið í ár 1442, hjá Gyð­ing­um er ár­ið 5780. Aust­ur í Norð­ur-Kór­eu er ár­ið 108 - sem er auð­vit­að mið­að við fæð­ing­ar­ár hins stóra leið­toga Kim Il-sung, stofn­anda lands­ins. Nú­ver­andi ein­vald­ur og son­ar­son­ur Kim Jong-un, tók við embætt­inu af föð­ur sín­um ár­ið 99, en hann er fædd­ur ár­ið 71. Fremst á mynd­inni er Menn­ing­ar­set­ur múslima á Ís­landi, en þau hafa haft að­set­ur í Ým­is­hús­inu síð­an ár­ið 100. Í bak­grunni rís Hall­gríms­kirkja, en horn­steinn henn­ar var lagð­ur ár­ið 33 og fram­kvæmd­um var lok­ið 41 ári síð­ar, eða ár­ið 74.
101 Kópasker
Mynd dagsins

101 Kópa­sker

Á slag­inu klukk­an níu í morg­un var hin 101 árs gamla Gunn­þór­unn Björns­dótt­ir frá Kópa­skeri mætt á hár­greiðslu­stof­una sína þeg­ar hún opn­aði aft­ur eft­ir að dreg­ið var úr sam­komutak­mörk­un­um. Dúdú, eins og hún er alltaf köll­uð, er ein sex­tíu ís­lend­inga sem eru hundrað ára eða eldri. Elst er Gren­vík­ing­ur­inn Dóra Ólafs­dótt­ir sem er fædd ár­ið 1912, semsagt 108 ára. Báð­ar eru þær hress­ar mið­að við ald­ur og fyrri störf. „Já, ég gat ekki beð­ið eft­ir að kom­ast í klipp­ingu, þrátt fyr­ir að mað­ur hitti nær enga á þess­um skrítnu tím­um - það versta við Covid er hvað um­gengni við mann og ann­an er tak­mörk­uð," sagði sú aldna, en hressa Kópa­skers­mær.
Tveir einstaklingar á mínútu
Mynd dagsins

Tveir ein­stak­ling­ar á mín­útu

Í heim­in­um deyja tveir ein­stak­ling­ar á mín­útu í um­ferð­ar­slys­um, það gera 3.700 á sól­ar­hring eða 1,3 millj­ón­ir á ári. Fyrsta bana­slys­ið í um­ferð­inni hér heima varð 25. ág­úst 1915. Guð­mund­ur Ólafs­son, 9 ára dreng­ur, hljóp úr Veltu­sundi í veg fyr­ir reið­hjól í Aust­ur­stæti og lést af höf­uð­höggi sem hann hlaut. Fyrsta fórn­ar­lamb bíl­væð­ing­ar var Ólöf Mar­grét Helga­dótt­ir, en hún gekk í veg fyr­ir bif­reið á gatna­mót­um Banka­stræt­is og Ing­ólfs­stræt­is þann 29. júní 1919. Síð­an þá hafa 1.583 lát­ist í um­ferð­inni á Ís­landi. Á heimsvísu stönd­um við okk­ur vel, sam­kvæmt með­al­talstöl­um síð­ustu þriggja ára frá WHO eru 167 þjóð­ríki sem hafa hærra hlut­fall dauðs­falla en við. En hér lát­ast að með­al­tali 3,3 ein­stak­ling­ar ár­lega, á hverja 100 þús­und íbúa. Sví­ar standa sig best, með 2,3 á hverja 100 þús­und. Í Zimba­bwe er hlut­fall­ið hæst, með 61,9 á hverja 100 þús­und íbúa.
„Meðvirkni minni er lokið“
Mynd dagsins

„Með­virkni minni er lok­ið“

„Nú er svo kom­ið að með­virkni minni er lok­ið,“ skrif­aði Brynj­ar Ní­els­son á föstu­dag­inn, og að... „al­ræði sótt­varna hér á landi hef­ur sýnt sig að vera óskil­virkt. Þær að­gerð­ir sem ráð­ist hef­ur ver­ið í eru ekki að skila þeim ár­angri sem að er stefnt og at­hygli ráða­manna hef­ur dreifst um víð­an völl.“ Sam­mála Brynj­ari? Nei... við er­um á réttri leið. Það sést best á því að þeg­ar ég hitti hæst­virt­an ann­an vara­for­seta Al­þing­is nið­ur á þingi í morg­un, var ver­ið að til­kynna á blaða­manna­fundi þríeyk­is­ins að ein­ung­is níu smit hefðu greinst hér síð­asta sól­ar­hring­inn. Ár­ang­ur sem að mestu má að þakka því að við er­um öll í þessu sam­an og för­um í einu og öllu eft­ir til­mæl­um sótt­varna­lækn­is. Sem er auð­vit­að frá­bært.
Dómkirkja Krists konungs
Mynd dagsins

Dóm­kirkja Krists kon­ungs

Dóm­kirkja Krists kon­ungs, Landa­kot eins og hún heit­ir fullu nafni var teikn­uð af Guð­jóni Samú­els­syni og vígð ár­ið 1929. Kirkj­an var reist á jörð kots­ins, Landa­kots sem Kaþ­ólska kirkj­an keypti ár­ið 1864, og lá þá í út­jaðri Reykja­vík­ur. Á jörð­inni var líka líka reist­ur spít­ali ár­ið 1902 af St. Jós­efs­systr­um, sá fyrsti á land­inu. Al­þingi veitti systr­un­um ekki krónu til verks­ins, þótt það hafi bráð­vant­að spít­ala í land­ið.  Ár­ið 1963 var síð­an nú­ver­andi spít­ali tek­inn í notk­un. Ís­lenska rík­ið keypti Landa­kots­spít­ala þrett­án ár­um síð­ar og er hann nú hluti af Land­spít­ala­bákn­inu. Á mynd­inni má sjá Gróttu­vita á Seltjarn­ar­nesi í fjarska. Vit­inn var byggð­ur ár­ið 1947 og tók við af vita sem var reist­ur ár­ið 1897. Lins­an úr þeim vita var færð yf­ir í þann nýja og er enn í notk­un, 123 ár­um síð­ar.
Númer 23
Mynd dagsins

Núm­er 23

Núm­er 23, þeir Ari Leifs­son, sem leik­ur með Drammen­lið­inu Strøms­god­set og Riccar­do Sottil, sem spil­ar með Cagli­ari á Sar­din­íu, í U21 lands­leik á Vík­ings­vell­in­um nú seinnipart­inn í dag. Ítal­ía hafði bet­ur gegn Ís­landi 1-2 í jöfn­um leik. Það má segja að Dav­id Beckham hafi kom­ið með núm­er 23 inn í fót­bolt­ann þeg­ar hann gekk til liðs við Real Madrid ár­ið 2003. Körfu­boltasnill­ing­ur­inn Michael Jor­d­an hafði gert þetta núm­er ódauð­legt á ferli sín­um með Chicago Bulls, frá 1984 til 1998. Og af hverju valdi Jor­d­an 23? Hann lang­aði að vera með núm­er 45 eins og eldri bróð­ir sinn, sem var frá­tek­ið, svo hann deildi í með tveim­ur og hækk­aði upp í 23 því auð­vit­að er 45 odda­tala.
Níu barna faðirinn frá Gaza
Mynd dagsins

Níu barna fað­ir­inn frá Gaza

Níu barna fað­ir­inn frá Gaza, Ayyad Sa­leh Abdulla Haday, er fædd­ur 1979 og er einn af þeim tæp­lega 600 ein­stak­ling­ing­um sem hafa sótt hér um al­þjóð­lega vernd á fyrstu 10 mán­uð­um árs­ins. Flest­ir sem kom­ið hafa und­an­far­ið eru frá Ír­ak og Pelestínu eins og Ayyad, og koma hing­að með flugi frá lönd­um inn­an Schengen. Börn­in hans níu eru fædd á 18 ára tíma­bili, sú elsta er fædd ár­ið 2000, ein af fimm dætr­um, sú yngsta er bara tveggja ára fædd 2018. Dreng­irn­ir eru fjór­ir. At­vinnu­leysi með­al ungs fólks á Gaza svæð­inu er um og yf­ir 70%.
Vetrarmein Ragnars
Mynd dagsins

Vetr­ar­mein Ragn­ars

Vetr­ar­mein Ragn­ars Jónas­son­ar. Hans nýj­asta bók ger­ist á Siglu­firði, en fimm af hans tólf bók­um hafa stað­inn sem sögu­svið. Bæ­inn þekk­ir hann mjög vel, svo vel að hann hef­ur meira að segja mát­að eina fanga­klef­ann í pláss­inu. Hann sagði mér að hann hafi far­ið í stein­inn þar, í mjög stutt­an tíma til að setja sig inn í sögu­svið­ið. Óþægi­legt. En vel­gengn­in hlýt­ur að vera þægi­leg, hann topp­ar met­sölu­lista í Þýskalandi og Frakklandi og er að fá við­ur­kenn­ing­ar til hægri og vinstri fyr­ir verk sín, sem hafa ver­ið gef­in út á alla­vega 30 tungu­mál­um.
Laus skrúfa
Mynd dagsins

Laus skrúfa

Laus skrúfa á tog­ara í slippn­um í Reykja­vík nú í morg­un. Ís­land verm­ir 19 sæt­ið á lista yf­ir stærstu fisk­veiði­þjóð­irn­ar, en Kín­verj­ar eru lang stærst­ir. Til að ná öll­um þess­um afla úr sjó eru hér skráð­ir 45 tog­ar­ar, 715 vél­skip og hvorki meira né minna en 822 trill­ur. Sú út­gerð er ekki stór hér í höf­uð­borg­inni, en set­ur sterk­an svip á mann­líf­ið á stöð­um eins og Rifi, Bol­ung­ar­vík, í Gríms­ey og auð­vit­að á Raufar­höfn og á Bakka­firði.
Bílasala
Mynd dagsins

Bíla­sala

Bíla­sala til ein­stak­linga hef­ur auk­ist um 2% á fyrstu tíu mán­uð­um árs­ins. Sex­tíu pró­sent af þeim 4.400 bif­reið­um sem hafa selst eru svo­kall­að­ir nýorku­bíl­ar. Á sama tíma í fyrra voru þeir 25% seldra öku­tækja. Auð­vit­að kem­ur þetta nið­ur á olíu­fé­lög­un­um en sam­drátt­ur hjá þeim í sum­ar var um þriðj­ung­ur. Að hluta til má auð­vit­að rekja það til þess að mun færri er­lend­ir ferða­menn lögðu hér land und­ir fót.

Mest lesið undanfarið ár