Páll Stefánsson

ljósmyndari

Ein af 4.481
Mynd dagsins

Ein af 4.481

Alba er ein af þeim 4.481 Ís­lend­ing­um, fædd­um 2014, sem hófu skóla­göngu nú í haust. Hún lær­ir ekki bara staf­róf­ið held­ur líka að reikna hvað 2 metr­ar eru lang­ir. Það reikn­ings­dæmi er ansi flók­ið – mjög marg­ir full­orðn­ir falla á því prófi dag­lega. Grímu­notk­un og hand­þvott­ur eru spenn­andi fög sem koma ný inn á þessu skóla­ári og á með­an eru íþrótt­ir felld­ar út úr nám­skrá, þó tíma­bund­ið.
Skreið alla leið til Nígeríu
Mynd dagsins

Skreið alla leið til Níg­er­íu

Út­flutn­ing­ur okk­ar til þessa fjöl­menn­asta ríki Afr­íku nam á síð­asta ári um 7 millj­örð­um króna. Mest var flutt út af þorsk­haus­um, en magn­ið af haus­um í fyrra var 11.208.598 í kíló­um tal­ið. En sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu í ár, eru 7 millj­arð­ar það sama og kost­ar ís­lenska rík­ið að mennta 3.900 mennta­skóla­nema á ári. Já og mynd­in, þorskauga á þorsk­haus í þurk­un.
Leifur í morgunroða
Mynd dagsins

Leif­ur í morg­un­roða

Leif­ur í morg­un­roða, en það er göm­ul þjóð­trú að morg­un­roð­inn væti en kvöldröð­inn bæti, en þurrk­ur er tal­inn til bóta. En stytt­an af þess­um Dala­manni sem var fædd­ur um 980, var gef­in okk­ur af Banda­ríkja­mönn­um í til­efni Al­þing­is­há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir 90 ár­um. Höf­und­ur stytt­un­ar er Al­ex­and­er Stir­ling Calder, sem vann sam­keppni um að end­ur­skapa Leif ár­ið 1929, til að gefa okk­ur ári síð­ar.
Aðeins 2 flug
Mynd dagsins

Að­eins 2 flug

Að­eins 2 flug fóru í dag frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Icelanda­ir flaug snemma í morg­un til Kaup­manna­hafn­ar, en seinna flug­ið var und­ir há­degi til Lund­úna, með Brit­ish Airways. Flug­ferð­um til og frá land­inu á eft­ir að fækka enn meir, því bæði ea­syJet og Brit­ish Airways hætta að fljúga hing­að nú um mán­aða­mót­in. Í síð­asta mán­uði flugu 28.317 um Kefla­vík, sam­an­bor­ið við 646.415 far­þega í sama mán­uði í fyrra.
Druslur ganga áfram
Mynd dagsins

Drusl­ur ganga áfram

Net­part­ar, ungt fyr­ir­tæki á Sel­fossi í eigu Að­al­heið­ar Jac­ob­sen, fékk fyr­ir fá­um dög­um verð­laun frá For­seta Ís­lands fyr­ir fram­tak árs­ins á sviði um­hverf­is­mála. Net­part­ar rífa nið­ur nýj­ar og gaml­ar drusl­ur, sem síð­an fá nýt­an­leg hlut­verk í hringrás­ar­kerf­inu. Eins og vél­in í þess­um föngu­lega Renault sem tek­ur á móti manni í inn­keyrsl­unni.

Mest lesið undanfarið ár