Páll Stefánsson

ljósmyndari

100 milljarða holan við Hringbraut
Mynd dagsins

100 millj­arða hol­an við Hring­braut

Hér ganga verka­menn eft­ir morgunkaff­ið nið­ur grunn­inn á nýj­um Land­spít­ala, sem mun lík­lega kosta um 100 millj­arða með tækj­um og tól­um þeg­ar verk­efn­inu lík­ur ein­hvern­tíma á þess­ari öld. Í dag er Land­spít­al­inn með starf­semi á 17 stöð­um í 100 bygg­ing­um sem skap­ar auð­vit­að mik­ið óhag­ræði. Meira en helm­ing­ur bygg­inga spít­al­ans eru yf­ir hálfr­ar ald­ar gaml­ar. Fyrsti áfang­inn, nýr með­ferð­ar­kjarni (sjúkra­hús), verð­ur tek­inn í notk­un eft­ir fimm ár, ár­ið 2026.
Prinsessa í einn dag
Mynd dagsins

Prins­essa í einn dag

Síð­asta al­vöru prins­essa Ís­lands var Mar­gret­he Al­ex­andrine Þór­hild­ur Ingrid of Schleswig-Hol­stein-Sond­er­burg-Glücks­burg, sem flest­ir þekkja bet­ur sem drottn­ingu Dana­veld­is, Mar­grét II. En í fjög­ur ár og þrjá mán­uði var hún okk­ar prins­essa, eða fram að því að við urð­um sjálf­stæð þjóð í júní 1944. Í há­deg­inu á ösku­dag rakst ég á prins­ess­una Öl­bu, henn­ar helstu fyr­ir­mynd­irn­ar eru senni­lega æv­in­týraprins­ess­ur H.C. And­er­sen og Disney - frek­ar en Mar­grét Dana­drottn­ing í æsku.
Sprengidagur með ritu og fýl
Mynd dagsins

Sprengi­dag­ur með ritu og fýl

Rit­an og fýll­inn eru kom­in í Krýsu­vík­ur­berg­ið nú í miðj­um fe­brú­ar. Í þessu rúm­lega 6 km langa og 50 metra háa bjargi verpa um 60.000 fugla­pör, af níu teg­und­um sjó­fugla. Lang­mest er af ritu og lang­víu, en auk þeirra eru þarna álka, stutt­nefja og fýll. Síð­an er minna af lunda, toppskarfi, silf­ur­máf og teistu. Fara þarf með gát um bjarg­ið núna, en marg­ar sprung­ur hafa opn­ast á bjarg­brún­inni eft­ir skjálfta­hrin­urn­ar sem hafa leik­ið Reykja­nesskag­ann illa síð­ustu miss­eri.
Þingvallavatn á bolludegi
Mynd dagsins

Þing­valla­vatn á bollu­degi

Mynd­irn­ar eru af Nesja­ey, ein af þrem­ur eyj­um í Þing­valla­vatni, og tekn­ar af Svína­nesi und­ir Svína­hlíð. Hinar eyj­arn­ar eru Sand­ey sem mynd­að­ist í miklu neð­an­vatns­gosi fyr­ir 2.500 ár­um og síð­an Heið­ar­bæj­ar­hólmi. Þing­valla­vatn mynd­að­ist við land­sig og hraunstífl­ur fyr­ir 12.000 ár­um, enda á miðj­um Atlants­hafs­hryggn­um, ein­mitt þar sem mesta gliðn­un­in fer fram. Í Land­námu heit­ir þetta 84 km² stóra stöðu­vatn, Ölfu­s­vatn.
Kunna hross að telja?
Mynd dagsins

Kunna hross að telja?

Þess­ir vin­ir og heima­menn Vatns­dals­ins í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu hafa lík­lega ekki hug­mynd um hve Vatns­dals­hól­arn­ir eru marg­ir. En hól­arn­ir eru eitt af þrem­ur ótelj­andi nátt­úru­fyr­ir­brigð­um lands­ins. Hitt eru vötn­in á Arn­ar­vatns­heiði, rétt sunn­an við Vatns­dal­inn, og  síð­an eyj­arn­ar í Breiða­firði. Það var fal­legt veð­ur í Vatns­daln­um í dag, mjúk vetr­ar­birta og eins stigs frost.
Óður til NYC í porti á Laugaveginum
Mynd dagsins

Óð­ur til NYC í porti á Lauga­veg­in­um

Ljós­mynd­ar­inn og heim­spek­ing­ur­inn Snorri Sturlu­son er með sína fyrstu ljós­mynda­sýn­ingu hér heima, American Dreams, í Gallery Port á Lauga­veg­in­um. Mynd­irn­ar tók hann á sex­tán ára tíma­bili, þeg­ar hann bjó í borg­inni sem aldrei sef­ur, New York, ár­in 2001-2017. „Sýn­ing­in varð til í ein­hvers­kon­ar hug­leiðslu á rölti mínu um stór­borg­ina. Líka rann­sókn á fé­lags­leg­um og póli­tísk­um veru­leika banda­rísks sam­fé­lags.“ Sýn­ing­in stend­ur til 20 fe­brú­ar.
Snjóbörlingur og kafaldsmyglingur í dag
Mynd dagsins

Snjó­börling­ur og kaf­alds­mygl­ing­ur í dag

Það var sér­kenni­legt veð­ur í höf­uð­borg­inni í dag. Gekk á með dimm­um élj­um, mjög bjart á milli. Hér sjá­um við yf­ir Faxa­fló­ann á Akra­fjall, rísa 643 metra upp við mynni Hval­fjarð­ar. Til að setja hæð­ina í sam­hengi við önn­ur fjöll, þarf hálft Akra­fjall í við­bót til að ná hæð­inni á Esj­unni hand­an við fjörð­inn. Það þarf síð­an þrett­án og hálft Akra­fjall til að ná hæð K2 í Pak­ist­an. Hvanna­dals­hnjúk­ur er rúm­lega þrisvar sinn­um hærri en Akra­fjall.
Lok, lok og læs
MyndirÓveður í Fjallabyggð

Lok, lok og læs

Vonsku­veð­ur á Siglu­firði varð til þess að skíða­skál­inn er nán­ast ónýt­ur eft­ir snjóflóð og rýma þurfti níu íbúð­ar­hús við tvær göt­ur. Und­an­far­ið hef­ur ver­ið meira og minna ófært en ljós­mynd­ari Stund­ar­inn­ar komst loks á áfanga­stað til að fanga and­rúms­loft­ið í þessu 2.000 manna bæj­ar­fé­lagi þar sem íbú­ar eru jafn­vel inni­lok­að­ir dög­um sam­an. Þeir kvarta ekki, veðr­ið var verra í fyrra.
Hátíð í bæ
Mynd dagsins

Há­tíð í bæ

Það eru skynj­ar­ar sem nema hreyf­ing­ar frá áhorf­end­um og um­hverf­inu í víd­eó­verk­inu Trufl­un / In­ter­f­erence eft­ir lista­menn­ina Har­ald Karls­son og Litten Nystrøm sem varp­að er á Hall­gríms­kirkju. Verk­ið er eitt 23 lista­verka á Ljósa­slóð í mið­bæ Reykja­vík­ur, sem er hluti Vetr­ar­há­tíð­ar sem hófst í gær og stend­ur fram á sunnu­dags­kvöld á öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Kveikt er á verk­un­um frá klukk­an 18 til 21 alla daga há­tíð­ar­inn­ar.
Kraftur í Krafti
Mynd dagsins

Kraft­ur í Krafti

Í kvöld klukk­an átta, á al­þjóða­degi gegn krabba­mein­um, er Kraft­ur með söfn­un­ar- og skemmti­þátt­inn „Líf­ið er núna“ í beinni út­send­ingu á Sjón­varpi Sím­ans og í net­streymi á mbl.is. Með­al þeirra lista­manna sem koma fram eru GDRN, Valdi­mar, Ari Eld­járn, Sig­ríð­ur Thorlacius og Páll Ósk­ar (mynd). Kraft­ur er stuðn­ings­fé­lag fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með krabba­mein og að­stand­end­ur þeirra. Um sjö­tíu ung­ir ein­stak­ling­ar grein­ast hér með krabba­mein ár­lega.
Hvað fær maður fyrir 169 þúsund krónur?
Mynd dagsins

Hvað fær mað­ur fyr­ir 169 þús­und krón­ur?

Í nær sex ára­tugi var Hvítár­brú­in hjá Ferju­bakka í Borg­ar­firði að­al þjóð­leið­in milli lands­hluta. Þessi ein­breiða 106 metra langa brú, hönn­uð af Árna Páls­syni verk­fræð­ingi hjá Vega­gerð­inni, var val­in af Verk­fræði­fé­lagi Ís­lands sem eitt af verk­fræðia­frek­um síð­ustu ald­ar á Ís­landi. Hvítár­brú­in sem stend­ur nú á vegi 510 var byggð af Vega­gerð­inni á sex mán­uð­um ár­ið 1928 og kostaði verk­ið hvorki meira né minna en 169 þús­und krón­ur.
Núll komma núll núll fimm %
Mynd dagsins

Núll komma núll núll fimm %

Við Ís­lend­ing­ar er­um 368.590 tals­ins, eða 0,005% jarð­ar­búa, sem voru nú um ára­mót­in 7.874.965.825 tals­ins. Af þess­um tæp­lega 370 þús­und lands­mönn­um búa hér 51.180 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar, eða 13,9% af heild­ar­fjöld­an­um – og hafa aldrei ver­ið fleiri. Al­geng­ustu eig­in­nöfn karla eru Jón, Sig­urð­ur og Guð­mund­ur en al­geng­ustu kven­manns­nöfn­in eru Guð­rún, Anna og Krist­ín. Ísa­fold (mynd) er ein 32 kvenna sem bara það eig­in­nafn, með­an Guð­rún­arn­ar eru 4.656.
Bundinn við bryggju í bullandi fiskiríi
Mynd dagsins

Bund­inn við bryggju í bullandi fiski­ríi

Brott­för línu­báts­ins Fjøln­is GK seink­aði um tæp­an sól­ar­hring eft­ir að skip­verji, ný­kom­inn heim frá út­lönd­um, mætti til vinnu um borð seinnipart­inn í gær. Það áð­ur en nið­ur­staða lá fyr­ir úr seinni sýna­tök­unni. Sú nið­ur­staða reynd­ist já­kvæð. Í ljós kom eft­ir mót­efna­mæl­ingu nú í morg­un, að smit­ið reynd­ist gam­alt. Á með­an þurfti níu manna áhöfn að sæta ein­angr­un og sótt­kví um borð. Mál­ið er á borði lög­reglu sem brot á sótt­varn­ar­lög­um.
Hvað kostar tonn af salti?
Mynd dagsins

Hvað kost­ar tonn af salti?

Við Cuxhavengöt­una í Hafnar­firði bíða þess­ir 1.000 kílóa pok­ar af salti að kom­ast í næstu fisk­vinnslu. Í dag er salt­fisk­ur oft­ast for­salt­að­ur í 2-3 daga með spraut­un og pæklun. Síð­an er fisk­ur­inn þurr­salt­að­ur eða kafsalt­að­ur í ker og mett­ast þá af salti. Við sölt­un fer nátt­úru­leg­ur saltstyrk­ur í fis­k­vöðva úr 0,2% í rúm­lega 20%. Helstu kaup­end­ur af salt­fiski eru Spánn, Portúgal, Bras­il­ía og Ítal­ía. Pok­inn með 1.000 kíló­um af salti kosta 25.972 krón­ur, hing­að kom­inn alla leið­ina frá Tún­is.

Mest lesið undanfarið ár