Jóhann Páll Jóhannsson

Fyrrverandi blaðamaður á Stundinni, MSc. í evr­­­ópskri stjórn­­­­­mála­hag­fræði og sagnfræði og er nú þingmaður Samfylkingarinnar.
Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Þrýsti á fjöl­miðla­eig­anda vegna um­fjöll­un­ar um Vafn­ings­mál­ið en seg­ist aldrei hafa reynt að stöðva frétta­flutn­ing

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um við­skipti hans í Glitni fyr­ir hrun né orð­ið við við­tals­beiðn­um. „Ég hef aldrei veigr­að mér við því að koma með skýr­ing­ar og svör við því sem menn vilja vita um mín mál­efni,“ sagði hann samt í við­tali við RÚV í gær.
Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar greiddi upp skuld­ir hans vegna áhættu­við­skipta

Bjarni Bene­dikts­son gerði fram­virka hluta­bréfa­samn­inga við Glitni sem hann tap­aði miklu á. Lehm­an Brot­h­ers, Morg­an Stanley og Danske Bank voru bank­arn­ir sem hann valdi í von um skamm­tíma­hagn­að af hluta­bréfa­verði þeirra. Á end­an­um tók fað­ir Bjarna yf­ir rúm­lega 100 millj­ón­ir af per­sónu­leg­um skuld­um vegna við­skipta hans.
Bjarni fór í fjórar boðsferðir en sagðist hafa farið í tvær
RannsóknEngeyingum bjargað

Bjarni fór í fjór­ar boðs­ferð­ir en sagð­ist hafa far­ið í tvær

Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist að­eins hafa far­ið í tvær boðs­ferð­ir á veg­um bank­anna þeg­ar hann var spurð­ur ár­ið 2009. Bjarni, sem var þing­mað­ur á þeim tíma, var hins veg­ar skráð­ur í fimm boðs­ferð­ir sam­kvæmt gögn­um sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um og fór að minnsta kosti í fjór­ar þeirra. Hann er einn þriggja stjórn­mála­manna sem rann­sókn­ar­skýrsla Al­þing­is grein­ir frá að hafi far­ið í boðs­ferð­ir.
Forsætisráðherra bregst harkalega við fréttaflutningi
FréttirACD-ríkisstjórnin

For­sæt­is­ráð­herra bregst harka­lega við frétta­flutn­ingi

Bjarni Bene­dikts­son skamm­aði frétta­konu á 365 miðl­um fyr­ir fram­an sam­starfs­menn henn­ar á laug­ar­dag og þrá­spurði hvað­an hún hefði upp­lýs­ing­ar um fundi efna­hags- og skatta­nefnd­ar Al­þing­is. Í morg­un sendi svo blaða­mað­ur á Guar­di­an frá sér yf­ir­lýs­ingu til að leið­rétta orð for­sæt­is­ráð­herra um sam­skipti þeirra.
Jafnréttisráðherra telur málin sem leiddu til stjórnarslita upplýst og fullrannsökuð
FréttirACD-ríkisstjórnin

Jafn­rétt­is­ráð­herra tel­ur mál­in sem leiddu til stjórn­arslita upp­lýst og full­rann­sök­uð

„Af of­an­greindu tel ég það vera upp­lýst að öll með­ferð máls­ins hafi ver­ið í sam­ræmi við með­ferð sam­bæri­legra mála og tengsl eins af með­mæl­end­um við þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra hafi ekki haft nein áhrif þar á svo séð verði,“ seg­ir í svari Þor­steins Víg­lunds­son­ar við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.
Seldi tveimur dögum eftir fund um „með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi tveim­ur dög­um eft­ir fund um „með hvaða hætti rík­is­stjórn­in get­ur kom­ið að lausn vanda bank­anna“

Bjarni Bene­dikts­son fund­aði með Lár­usi Weld­ing þann 19. fe­brú­ar 2008 og seldi hluta­bréf í Glitni upp á 119 millj­ón­ir dag­ana á eft­ir. Efni fund­ar­ins er lýst í tölvu­pósti milli Glitn­ismanna, en Bjarni hafn­ar því að þar hafi ver­ið fjall­að um stöðu Glitn­is.
Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bene­dikt var leyst­ur und­an sjálf­skuld­arábyrgð skömmu fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is

Slita­stjórn Glitn­is tók tvö mál tengd Bene­dikt Sveins­syni til skoð­un­ar eft­ir hrun. Hann seldi hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 850 millj­ón­ir króna rétt eft­ir að­komu að Vafn­ings­flétt­unni sem tal­in var auka áhættu bank­ans. Hann inn­leysti svo 500 millj­ón­ir úr Sjóði 9 þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is og milli­færði til Flórída.

Mest lesið undanfarið ár