Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns
FréttirFjölmiðlamál

Press­an borg­aði ekki af jeppa Björns Inga og stefn­ir í þrot út af ógreidd­um ið­gjöld­um starfs­manns

Líf­eyr­is­sjóð­ur Vest­manna­eyja lagði fram gjald­þrota­beiðni út af skuld Press­unn­ar ehf. við sjóð­inn. Borg­aði ekki ið­gjöld starfs­manns í marga mán­uði. Press­an ehf. skuld­ar bíla­leigu 2,7 millj­ón­ir út af jeppa sem Björn Ingi Hrafns­son fékk frá fyr­ir­tæk­inu en heild­ar­greiðsl­ur út af jepp­an­um nema 8,3 millj­ón­um.
Pressan greiddi 350 þúsund á  mánuði fyrir jeppa undir Björn Inga
FréttirFjölmiðlamál

Press­an greiddi 350 þús­und á mán­uði fyr­ir jeppa und­ir Björn Inga

Þó Press­an ehf. hafi ver­ið ógjald­fær frá ár­inu 2014 að mati nýrr­ar stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur fyr­ir­tæk­ið greitt rúm­lega 4 millj­ón­ir króna á ári í leigu fyr­ir Landrover Disco­very jeppa Björns Inga Hrafns­son­ar. Björn Ingi seg­ist hafa yf­ir­tek­ið samn­ing­inn um bíl­inn. Deil­ur um eign­ar­hald á fjöl­miðl­um Press­unn­ar hafa stað­ið yf­ir og Björn Ingi ver­ið kærð­ur fyr­ir fjár­drátt.
Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar
FréttirNý ríkisstjórn

Ára­lang­ar deil­ur inn­an fjöl­skyldu Ásmund­ar Ein­ars hafa rat­að til lög­regl­unn­ar

Margra ára deil­ur hafa geis­að í fjöl­skyldu fé­lags­mála­ráð­herra, Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar, um jörð­ina Lamb­eyr­ar í Döl­um. Ásmund­ur Ein­ar bjó á jörð­inni áð­ur en hann sett­ist á þing. Fað­ir hans, Daði Ein­ars­son, rak bú á jörð­inni sem varð gjald­þrota og missti hann í kjöl­far­ið eign­ar­hlut sinn í jörð­inni yf­ir til systkina sinna sjö. Bróð­ir Daða væn­ir feðg­ana um inn­brot í íbúð­ar­hús á Lambeyr­um sem deilt er um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Þorsteinn Már keypti virkjunarkost við Langjökul
FréttirVirkjanir

Þor­steinn Már keypti virkj­un­ar­kost við Lang­jök­ul

Þor­steinn Már Bald­vins­son út­gerð­ar­mað­ur keypti sig inn Haga­vatns­virkj­un­ar sem reynt hef­ur að fá leyfi til að byggja um nokk­urra ára skeið. Um er að ræða þriðja virkj­un­ar­kost­inn sem Þor­steinn Már fjár­fest­ir í. Ey­þór Arn­alds er einn að­al­hvata­mað­ur Haga­vatns­virkj­un­ar og er einn af eig­end­um fé­lags­ins. Þor­steinn seg­ist nú hafa selt hlut­inn í virkj­un­ar­kost­in­um.
Sjómennirnir sleppa en eigendur Sjólaskipa rannsakaðir fyrir skattalagabrot í gegnum Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Sjó­menn­irn­ir sleppa en eig­end­ur Sjó­la­skipa rann­sak­að­ir fyr­ir skatta­laga­brot í gegn­um Tor­tólu

Sjó­menn sem unnu hjá Afr­íku­út­gerð og Sjó­la­skipa sleppa við ákæru fyr­ir skatta­laga­brot. Sögðu út­gerð­irn­ar hafa ráðlagt þeim að flytja lög­heim­ili sítt til Má­rit­an­íu og héldu að þær greiddu af þeim skatta. Mál sjó­mann­anna með­al 62 mála sem hér­aðssak­sókn­ari hef­ur lagt nið­ur. Eig­end­ur Sjó­la­skipa til rann­sókn­ar fyr­ir að nota pen­inga frá Tor­tólu til að greiða kre­di­korta­reikn­inga.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.
Landsþekktir menn dragast inn í Metoo-herferðina í Svíþjóð
ÚttektMetoo

Lands­þekkt­ir menn drag­ast inn í Met­oo-her­ferð­ina í Sví­þjóð

Met­oo-her­ferð­in gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og kyn­ferð­isof­beldi hef­ur haft mik­il áhrif í Sví­þjóð á liðn­um vik­um. Að minnsta kosti tvær nauðg­un­ar­kær­ur hafa ver­ið lagð­ar fram gegn lands­þekkt­um mönn­um í kjöl­far henn­ar og þekkt­ir blaða­menn og leik­ar­ar hafa dreg­ist inn í um­ræð­una vegna fram­komu sinn­ar gagn­vart kon­um.
Kristján þarf að borga skatta af földu fé með 25 prósent álagi
FréttirSkattamál

Kristján þarf að borga skatta af földu fé með 25 pró­sent álagi

Kristján Vil­helms­son hjá Sam­herja þarf að greiða endurákvarð­aða skatta með 25 pró­senta álagi vegna skatta­laga­brota sinna. 5 millj­óna króna sekt­in var ein­ung­is refs­ing vegna brota hans en svo bæt­ast skatt­ar við með álagi. Indriði Þor­láks­son seg­ir að flest­ir uni nið­ur­stöð­um skatta­yf­ir­valda um endurákvörð­un skatta til að sleppa við op­in­ber dóms­mál.
Hvaða „pólitísku sýn um örlög“ Íslands hafa Vinstri græn?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillNý ríkisstjórn

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hvaða „póli­tísku sýn um ör­lög“ Ís­lands hafa Vinstri græn?

Stjórn­mála­flokk­ar verða að hafa skýra sýn og stefnu um það hvernig land þeir vilja búa til og hvernig sam­fé­lag þeir vilja ekki að verði að veru­leika. Með ákvörð­un sinni um stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er orð­ið al­veg óljóst hvert Vinstri græn vilja stefna við mót­un ís­lensks sam­fé­lags, seg­ir Ingi Vil­hjálms­son í pistli.

Mest lesið undanfarið ár