Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Forstjóri Festar: „Hiti“ á fyrirtækinu vegna máls sem stjórnarformaðurinn er sagður tengjast
Fréttir

For­stjóri Fest­ar: „Hiti“ á fyr­ir­tæk­inu vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur­inn er sagð­ur tengj­ast

For­stjóri Fest­ar, Eggert Þór Kristó­fers­son, seg­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­inu hafi borist óform­leg er­indi vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, hef­ur ver­ið sagð­ur tengj­ast. Eggert vill ekki gefa upp hvort og þá með hvaða hætti um­rætt mál hef­ur ver­ið rætt í stjórn Fest­ar eða milli ein­stakra stjórn­ar­manna.
Annað mál tengt Helga var til umfjöllunar innan Ferðafélags Íslands
Fréttir

Ann­að mál tengt Helga var til um­fjöll­un­ar inn­an Ferða­fé­lags Ís­lands

For­svars­menn Ferða­fé­lags Ís­lands fengu upp­lýs­ing­ar um mál tengt Helga Jó­hann­es­syni og konu sem í dag er þrí­tug. Fund­að var með kon­unni. Mál­ið snýst með­al ann­ars um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni og fór það í ferli inn­an Ferða­fé­lags Ís­lands. Þetta gerð­ist áð­ur en Helgi hætti hjá Lands­virkj­un. For­seti Ferða­fé­lags Ís­lands, Anna Dóra Sæ­þórs­dótt­ir, seg­ir að hún geti ekki tjáð sig um ein­staka mál en að slík mál fari í ferli inn­an fé­lags­ins.
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.
Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar hætti í kjölfar áminningar vegna ótilhlýðilegrar háttsemi
Fréttir

Yf­ir­lög­fræð­ing­ur Lands­virkj­un­ar hætti í kjöl­far áminn­ing­ar vegna ótil­hlýði­legr­ar hátt­semi

Helgi Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ing­ur Lands­virkj­un­ar, lét af störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu eft­ir að kona hafði kvart­að und­an hegð­un hans. Hegð­un Helga sner­ist um óvið­eig­andi orð auk þess sem hann strauk henni í fram­an gegn vilja henn­ar. Lands­virkj­un seg­ist ekki geta tjáð sig um mál­efni ein­stakra starfs­manna.
Hagnaðist um 272 milljónir á að selja orkusölumiðlun inn í almenningshlutafélag
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Hagn­að­ist um 272 millj­ón­ir á að selja orku­sölu­miðl­un inn í al­menn­ings­hluta­fé­lag

Eign­ar­halds­fé­lag Magnús­ar Júlí­us­son­ar, eins stofn­anda og fram­kvæmda­stjóra Ís­lenskr­ar Orkumiðl­un­ar, hagn­að­ist vel í fyrra þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var selt til al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Fest­is. Fé­lag Bjarna Ár­manns­son­ar hagn­að­ist einnig vel en for­stjóri Fest­is, Eggert Þór Kristó­fers­son, er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fé­lags Bjarna. Enn ligg­ur ekki fyr­ir á hverju kaup­verð­ið byggði.
„Það verður ekkert eftir hér í sveitarfélaginu“
FréttirLaxeldi

„Það verð­ur ekk­ert eft­ir hér í sveit­ar­fé­lag­inu“

Slát­ur­skip­ið Norweg­i­an Gann­ett kom til Tálkna­fjarð­ar og slátr­aði 500 tonn­um af eld­islaxi fyr­ir Arctic Fish. Lax­inn var flutt­ur beint úr landi og á mark­að í Evr­ópu sem þýð­ir að sveit­ar­fé­lög á Vest­fjörð­um verða af afla­gjöld­um, hafn­ar­gjöld­um og óbein­um störf­um við að vinna lax­inn. Re­bekka Hilm­ars­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggð­ar, er ósátt við þessa notk­un á slát­ur­skip­inu.
Ríkissaksóknari Namibíu: Fyrirtæki Samherja ennþá undir í kyrrsetningarmálum
FréttirSamherjaskjölin

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu: Fyr­ir­tæki Sam­herja enn­þá und­ir í kyrr­setn­ing­ar­mál­um

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, Martha Imwala, seg­ir að kyrr­setn­ing­ar­mál stjórn­valda í land­inu bein­ist enn­þá að fé­lög­um Sam­herja í land­inu. Hún seg­ir að þessi mál séu að­skil­in frá saka­mál­inu þar sem ekki hef­ur tek­ist að birta stjórn­end­um Sam­herja í Namib­íu ákæru.
Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju
Fréttir

Skóla­mat­ur vill ekki greina frá við­horfs­könn­un en sveit­ar­fé­lög­in lýsa al­mennri ánægju

Fyr­ir­tæk­ið Skóla­mat­ur ehf. sel­ur 12.500 mál­tíð­ir á dag til skóla­barna og ger­ir við­horfsk­ann­an­ir sem það op­in­ber­ar ekki. For­svars­menn fjög­urra stórra sveit­ar­fé­laga segja al­menna ánægju með þjón­ust­una. Fram­kvæmda­stjóri Skóla­mat­ar vill ekki gefa upp hvers vegna hann vill ekki gefa upp nið­ur­stöð­urn­ar.
Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir gat þess aldrei að fé­lag­ið stund­aði við­skipti í gegn­um Tor­tólu

Flug­fé­lag­ið Icelanda­ir lét þess aldrei get­ið op­in­ber­lega að fé­lag­ið hefði fjár­fest í þrem­ur Boeing-þot­um í gegn­um Tor­tóla-fé­lag. Við­skipti fé­lags­ins í gegn­um Tor­tólu komu fram í Pandópru­skjöl­un­um. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir að hlut­ur Icelanda­ir í fé­lög­un­um sem héldu ut­an um þot­urn­ar hafi ver­ið seld­ur með tapi.
Jóhannes segir valdamenn í Namibíu hafa viljað sér illt: „Það var lagt á ráðin um að skjóta mig“
FréttirSamherjaskjölin

Jó­hann­es seg­ir valda­menn í Namib­íu hafa vilj­að sér illt: „Það var lagt á ráð­in um að skjóta mig“

Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu og upp­ljóstr­ari í Namib­íu­mál­inu, seg­ir í við­tali við sænskt dag­blað að hann hafi ít­rek­að ótt­ast um líf sitt. Jó­hann­es fékk verð­laun fyr­ir upp­ljóstr­arn­ir sín­ar í Sam­herja­mál­inu í Sví­þjóð í lið­inni viku.
Félag stjórnarformannsins hagnaðist um sjöfalt meira á laxeldisauðlindinni en Arnarlax greiddi til ríkisins
FréttirLaxeldi

Fé­lag stjórn­ar­for­manns­ins hagn­að­ist um sjö­falt meira á lax­eldisauð­lind­inni en Arn­ar­lax greiddi til rík­is­ins

Eign­ar­halds­fé­lag stjórn­ar­for­manns Arn­ar­lax, Kjart­ans Ólafs­son­ar, held­ur ut­an um hluta­bréfa­eign hans í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fyr­ir­tæk­ið hagn­að­ist um tæp­lega 690 millj­ón­ir króna í fyrra vegna verð­hækk­ana á hluta­bréf­um Arn­ar­lax og sölu þess á hluta­bréf­um í því. Til samamburð­ar greiddi Arn­ar­lax rúm­ar 97 millj­ón­ir króna til ís­lenska rík­is­ins í auð­linda- og leyf­is­gjöld.

Mest lesið undanfarið ár