Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Fyrrverandi starfsmenn Indie Campers: „Þetta er svo mikið sukk og svínarí“
FréttirKjarabrot í ferðaþjónustunni

Fyrr­ver­andi starfs­menn Indie Cam­pers: „Þetta er svo mik­ið sukk og svínarí“

Fyrr­ver­andi starfs­menn portú­galska hús­bíla­fyr­ir­tæk­is­ins Indie Cam­pers segja að fyr­ir­tæk­ið greiði starfs­mönn­um ekki fyr­ir yf­ir­vinnu sem þeir starfa. Þeir leit­uðu til verka­lýðs­fé­lags í Reykja­nes­bæ með mál sín. Tveir af starfs­mönn­un­um segj­ast aldrei hafa unn­ið hjá álíka fyr­ir­tæki.
Formaður Brimbrettafélags Íslands um landfyllinguna og Elliða: „Það blasir við að þetta er spilling“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands um land­fyll­ing­una og Ell­iða: „Það blas­ir við að þetta er spill­ing“

Stein­arr Lár, formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands, seg­ir í um­fjöll­un í enska blað­inu The Guar­di­an að hann telji að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfuss sé að ganga er­inda námu­fjár­festa í sveit­ar­fé­lag­inu út af fram­kvæmd­um við nýja land­fyll­ingu. Hann seg­ir að það angi af spill­ingu að Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri búi í húsi sem námu­fjár­fest­arn­ir eigi.
Segir opinberar stofnanir hafa sofið á verðinum í laxeldinu: „Algjört fúsk“
FréttirLaxeldi

Seg­ir op­in­ber­ar stofn­an­ir hafa sof­ið á verð­in­um í lax­eld­inu: „Al­gjört fúsk“

Arn­ór Björns­son, sem stofn­aði og rak lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Fjarðalax fyr­ir rúm­um ára­tug, seg­ist hafa var­að op­in­ber­ar stofn­an­ir við laxal­ús í sjókvía­eldi en tal­að fyr­ir dauf­um eyr­um. Eng­in við­mið um leyfi­leg­an fjölda lúsa á löx­um í lax­eldi hafa ver­ið til hér á landi, eins og í öðr­um lönd­um, seg­ir dýra­lækn­ir. Stærsta um­hverf­is­slys vegna laxal­ús­ar hef­ur átt sér stað í Tálkna­firði.
Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“
FréttirLaxeldi

Arctic Fish um laxa­förg­un í Tálkna­firði: „Fiski­vel­ferð í fyr­ir­rúmi hjá okk­ur“

Arctic Fish á Ísa­firði seg­ist hafa fiski­vel­ferð í fyr­ir­rúmi eft­ir að birt­ar voru mynd­ir af sárug­um eld­islöx­um eft­ir lús í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins í Tálkna­firði. Norsk­ur eig­andi Arctic Fish seg­ir að hækka þurfi stand­ar­dinn í rekstri Arctic Fish og kenn­ir stjórn­völd­um á Ís­landi að hluta til um tjón­ið vegna laxa­förg­un­ar­inn­ar.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Barnagirnd séra Friðriks og vina hans í KFUM í Danmörku: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Barnagirnd séra Frið­riks og vina hans í KFUM í Dan­mörku: „Ég hafði fund­ið mitt kon­ungs­ríki“

Í bók Guð­mund­ar Magnús­son­ar sagn­fræð­ings um séra Frið­rik Frið­riks­son er op­in­ber­að að nán­asti sam­starfs­mað­ur hans í KFUM í Dan­mörku Ol­fert Ricard hafi líka ver­ið barn­aníð­ing­ur. Fyr­ir­renn­ari Ol­ferts hjá danska KFUM, Ax­el Jør­gensen, var það einnig og var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir barn­aníð ár­ið 1930.
Mál stöðvarstjórans á Tene: MAST ætlar að gera kröfu um viðveru á staðnum
FréttirLaxeldi

Mál stöðv­ar­stjór­ans á Tene: MAST ætl­ar að gera kröfu um við­veru á staðn­um

Karl Stein­ar Ósk­ars­son, deild­ar­stjóri Fisk­eld­is hjá MAST, seg­ir að ekk­ert í lög­um og regl­um kveði á um bú­setu stöðv­ar­stjóra lax­eld­is­fyr­ir­tækja á staðn­um. Hann seg­ir að mál stöðv­ar­stjóra Arctic Fish á Pat­reks­firði sýni hins veg­ar að gera þurfi aukn­ar kröf­ur um að starfs­menn sem sinni eft­ir­lit með sjókví­um sé á staðn­um.
Viðskipti ríkisins við fyrirtæki konu ráðuneytisstjórans nema tæpum 220 milljónum
Fréttir

Við­skipti rík­is­ins við fyr­ir­tæki konu ráðu­neyt­is­stjór­ans nema tæp­um 220 millj­ón­um

Arki­tekta­stof­an Yrki hef­ur unn­ið verk­efni fyr­ir ís­lenska rík­ið í gegn­um Fram­kvæmda­sýsl­una fyr­ir rúm­ar 200 millj­ón­ir króna á síð­ustu þrem­ur ár­um. Fyr­ir­tæk­ið er í eigu Sól­veig­ar Berg Em­ils­dótt­ur, eig­in­konu Guð­mund­ar Árna­son­ar, ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Fram­kvæmda­sýsl­an seg­ir að þau verk­efni Yrki sem keypt hafi ver­ið í gegn­um hana hafi ver­ið eft­ir út­boð.
Stöðvarstjóri Arctic Fish á Patró hefur verið búsettur á Tene
FréttirLaxeldi

Stöðv­ar­stjóri Arctic Fish á Patró hef­ur ver­ið bú­sett­ur á Tene

Ísak Ósk­ars­son, stöðv­ar­stjóri Arctic Fish á Pat­reks­firði, hef­ur ver­ið bú­sett­ur á eyj­unni Teneri­fe á með­an hann hef­ur gegnt starf­inu. Ein al­var­leg­asta slysaslepp­ing Ís­lands­sög­unn­ar varð hjá Artic Fish á Pat­reks­firði í sum­ar og var að­alástæða henn­ar eft­ir­lits­leysi eft­ir að gat kom á sjókví þannig að minnsta kost­tti 3500 eld­islax­ar sluppu. Slysaslepp­ing­in er nú til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni.
Portúgalskt húsbílafyrirtæki brýtur á starfsmönnum: „Subbuskapur“
FréttirKjarabrot í ferðaþjónustunni

Portú­galskt hús­bíla­fyr­ir­tæki brýt­ur á starfs­mönn­um: „Subbuskap­ur“

Portú­galska húsa­bíla­fyr­ir­tæk­ið Indie Cam­pers hef­ur ver­ið stað­ið að því að brjóta gegn kjara­samn­ings­bundn­um rétt­ind­um starfs­manna sinna. Guð­björg Krist­munds­dótt­ir, formað­ur Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is, seg­ir að fyr­ir­tæk­ið fylgi ekki kjara­samn­ing­um en von­ar að það byggi á þekk­ing­ar­leysi frek­ar en ein­beitt­um brota­vilja.
Tíu af stærstu útgerðarfélögunum fjárfesta beint eða óbeint í laxeldi
FréttirLaxeldi

Tíu af stærstu út­gerð­ar­fé­lög­un­um fjár­festa beint eða óbeint í lax­eldi

Fyr­ir fimm ár­um síð­an höfðu eng­ar stór­ar út­gerð­ir á Ís­landi fjár­fest í lax­eldi í sjókví­um. Nú hef­ur þessi staða ger­breyst og hafa nú tíu af tutt­ugu stærstu út­gerð­um lands­ins fjár­fest beint eða óbeint í eld­inu. Sam­tím­is hef­ur kom­ið upp vax­andi óánægja með­al ein­hverra út­gerð­ar­manna að sjókvía­eld­ið til­heyri sömu hags­muna­sam­tök­um og út­gerð­ar­fé­lög­in, SFS.
Umsvifamiklir útgerðarmenn vilja losna við sjókvíaeldið úr SFS
ÚttektLaxeldi

Um­svifa­mikl­ir út­gerð­ar­menn vilja losna við sjókvía­eld­ið úr SFS

Ís­lensk­ar stór­út­gerð­ir hafa í aukn­um mæli byrj­að að kaupa sig inn í sjókvía­eldi á laxi. Sam­hliða hef­ur um­ræð­an um eld­ið orð­ið gagn­rýnni vegna slysaslepp­inga og annarra um­hverf­isáhrifa. Inn­an Sam­bands ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er ekki ein­hug­ur um það hvort hags­muna­bar­átta fyr­ir sjókvía­eld­ið eigi að vera und­ir sama hatti og veið­ar á villt­um fiski.

Mest lesið undanfarið ár