Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Fagnar sjö ára afmæli í dag og verður fluttur úr landi á mánudag
Fréttir

Fagn­ar sjö ára af­mæli í dag og verð­ur flutt­ur úr landi á mánu­dag

Muhammed Zohair Faisal á sjö ára af­mæli í dag og á marga vini í Vest­ur­bæj­ar­skóla sem vilja fagna því með hon­um. Lík­lega verð­ur þó lít­ið um veislu­höld, því til stend­ur að fylgja hon­um úr landi á mánu­dag­inn með for­eldr­um sín­um, Niha og Faisal. Þau eru bæði há­skóla­mennt­uð, hafa beð­ið í tvö ár eft­ir úr­lausn sinna mála hér á landi og máttu ekki vinna á með­an. Und­ir­skrifta­söfn­un fyr­ir þau var sett af stað seint í gær­kvöldi sem 3.300 manns höfðu skrif­að und­ir up­p­úr há­degi í dag.
Kynna hijab fyrir konum á Íslandi
Viðtal

Kynna hijab fyr­ir kon­um á Ís­landi

Degi slæð­unn­ar – World Hijab Day – verð­ur fagn­að í fyrsta sinn hér á landi á morg­un, laug­ar­dag­inn 1. fe­brú­ar. Dag­ur­inn var fyrst hald­inn ár­ið 2013 í New York og hef­ur síð­an breiðst til á ann­að hundrað landa. Mad­hya Malik, sem skipu­legg­ur við­burð­inn hér á landi, von­ar að sam­kom­an skili sér í auk­inni með­vit­und um til­veru múslima­kvenna á Ís­landi.
Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
Úttekt

Nið­ur­brotn­ar í kjöl­far fram­komu þerap­ista

Kæru konu til land­lækn­is, vegna van­rækslu, mistaka og ótil­hlýði­legr­ar fram­komu þerap­ist­ans Kjart­ans Pálma­son­ar, var vís­að frá á þeim grund­velli að hann beri ekki lög­vernd­að starfs­heiti. Hann falli af þeim sök­um ekki und­ir verksvið embætt­is­ins. Marg­ar kon­ur kvört­uðu und­an fram­komu manns­ins til fyrr­um vinnu­veit­enda sem brugð­ust seint við. For­menn fag­fé­laga sál­fræð­inga og fé­lags­ráð­gjafa lýsa yf­ir áhyggj­um vegna starfa þeirra sem veita að­stoð vegna per­sónu­legra vanda­mála og jafn­vel sál­rænna kvilla, en hafa ekki form­lega mennt­un til að styðj­ast við.
Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
Hamingjan

Fyllti upp í tóm­ið með full­viss­unni um eitt­hvað æðra

Í Marra­kesh í Mar­okkó býr Birta Ár­dal Nóra Berg­steins­dótt­ir ásamt eig­in­manni og fjór­um ung­um dætr­um. Hjón­in eiga áhuga­verða sögu sam­an en þau giftu sig áð­ur en þau byrj­uðu að vera sam­an. Áð­ur en Birta flutti til Mar­okkó hafði hún reynt ým­is­legt til að fylla í „tóm­ið í brjóst­inu“. Henni tókst það á end­an­um með því að taka nýja trú og ger­ast múslimi.
Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
Viðtal

Ég er bara rugl­að­ur af því ég trúi á æv­in­týr­ið

Það er hverju sam­fé­lagi nauð­syn­legt að sum­ir þegn­ar þess séu gúg­úgaga, sem er þá ekk­ert svo gúg­úgaga. Þetta seg­ir hand­boltagoð­sögn­in, heim­spek­ing­ur­inn og sagna­mað­ur­inn Ólaf­ur Stef­áns­son. Hann streit­ist á móti því að fest­ast í hlaupa­hjóli hamst­urs­ins, nýt­ur óviss­unn­ar sem líf­ið að lok­inni at­vinnu­mennsku hef­ur ver­ið og leit­ar æv­in­týr­in og þversagn­ir uppi. Hann ósk­ar öðr­um þess að taka líf­inu ekki of al­var­lega og vera þess í stað vak­andi fyr­ir töfr­um og leynd­ar­dóm­um lífs­ins.
Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni
Fréttir

Mál­ið fer fyr­ir dóm og fjöl­skyld­an verð­ur ekki send úr landi á næst­unni

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur sam­þykkt um­sókn um frest­un réttaráhrifa í máli Razia Abassi og Ali Ahma­di, átján og nítj­án ára nýbak­aðra for­eldra frá Af­gan­ist­an sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Í frest­un­inni felst að þeim er heim­ilt að dvelja hér á landi þar til að mál þeirra fer fyr­ir dóm. Verj­andi hjón­anna seg­ir að mál verði höfð­að á næstu dög­um.
Of pólsk fyrir Ísland og of íslensk fyrir Pólland
Viðtal

Of pólsk fyr­ir Ís­land og of ís­lensk fyr­ir Pól­land

Upp til hópa eru Ís­lend­ing­ar skeyt­ing­ar­laus­ir í garð Pól­verja og telja þá ekki hafa neitt áhuga­vert eða mik­il­vægt til mál­anna að leggja. Þetta seg­ir pólski lista­mað­ur­inn Wi­ola Ujazdowska. Hún seg­ir op­in­ber­ar lista­stofn­an­ir bregð­ast því hlut­verki að hlúa að grasrót fjöl­breyttra lista­manna og gefa þeim rödd í sam­fé­lag­inu sem þeir til­heyra, ekki síð­ur en lista­menn með ís­lenskr­ar ræt­ur.
Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
Viðtal

Lásu á net­inu að Ís­lend­ing­ar beri virð­ingu fyr­ir kon­um og börn­um

Razia Abassi og Ali Ahma­di, átján og nítj­án ára nýbak­að­ir for­eldr­ar frá Af­gan­ist­an, fá ekki að setj­ast að á Ís­landi. Þau eign­uð­ust sitt fyrsta barn á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík ann­an í jól­um. Þau dreym­ir um að geta veitt ný­fæddri dótt­ur sinni skjól og ör­yggi sem þau kann­ast sjálf ekki við, en þau hafa ver­ið á flótta síð­an þau voru þrett­án og fjór­tán ára.
„Hamingjugaldurinn ku vera sá, að holuna skal fylla innan frá“
Hamingjan

„Ham­ingjugald­ur­inn ku vera sá, að hol­una skal fylla inn­an frá“

Fyr­ir nokkr­um ár­um rakst Héð­inn Unn­steins­son á heil­brigð­is­regl­ur sem ein for­mæðra hans, Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir, hafði sett sam­an í að­drag­anda flutn­inga sinna til Vest­ur­heims. Fund­ur­inn kom Héðni skemmti­lega á óvart enda hef­ur hann í gegn­um tíð­ina sjálf­ur not­að hnit­mið­uð orð og setn­ing­ar, jafn­vel ort kvæði, til að skilja og reyna að fanga ham­ingj­una. Hann á bæði heið­ur­inn af geð­orð­un­um tíu sem marg­ir hafa á ís­skápn­um og lífs­orð­un­um fjór­tán sem voru hans bjargráð á erf­ið­um tím­um.
Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum
Fréttir

Barn unga af­ganska pars­ins fædd­ist á ann­an í jól­um

Af­ganska par­inu, átján og nítj­án ára göml­um, sem fyrr í des­em­ber var synj­að um efn­is­lega með­ferð á Ís­landi, fædd­ist í gær lít­il stúlka á fæð­ing­ar­deild Land­spít­al­ans í Reykja­vík. Litla fjöl­skyld­an dvel­ur nú í hús­næði ætl­uðu hæl­is­leit­end­um í Reykja­nes­bæ. Al­menn­ing­ur legg­ur fjöl­skyld­unni lið með því að safna fyr­ir það nauð­synj­um.
Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra
Viðtal

Æv­in­týra­leg fjöl­skyldu­saga Andra

Þeg­ar Andra Snæ Magna­syni rit­höf­undi datt í hug að nota sög­ur fjöl­skyldu sinn­ar í bók, sem átti að breyta skynj­un les­enda á tím­an­um sjálf­um, kom aldrei ann­að til greina en að saga ömmu hans yrði í for­grunni. Fjöl­skyld­an sjálf ef­að­ist um þá hug­mynd, eins og kom fram í kaffispjalli á heim­ili ömm­unn­ar, Huldu Guð­rún­ar, í Hlað­bæn­um á dög­un­um.
Fjórtán hælisleitendur tanngreindir á árinu
Fréttir

Fjór­tán hæl­is­leit­end­ur tann­greind­ir á ár­inu

Há­skóla­ráð og rektor Há­skóla Ís­lands eiga að taka af­stöðu til þess fyr­ir jól hvort um­deild­ur samn­ing­ur við Út­lend­inga­stofn­un um ald­urs­grein­ing­ar á hæl­is­leit­end­um með tann­grein­ingu verð­ur end­ur­nýj­að­ur. Frá gildis­töku samn­ings­ins í lok mars hafa fjór­tán beiðn­ir frá Út­lend­inga­stofn­un ver­ið af­greidd­ar.
Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni
Menning

Nóg að lesa fyr­ir börn og ung­menni

Mik­il gróska er í út­gáfu barna- og ung­menna­bóka um þess­ar mund­ir, hvort sem er eft­ir ís­lenska eða er­lenda höf­unda. Í Bóka­tíð­ind­um, sem Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda gef­ur út, kem­ur fram að rétt tæp­lega helm­ing­ur barna­bóka sem koma út nú fyr­ir jól­in eru eft­ir ís­lenska höf­unda. Eft­ir­far­andi listi, sem tek­ið skal fram að er langt frá því að vera tæm­andi, sýn­ir nokk­ur þeirra verka sem gefn­ar hafa ver­ið út eft­ir ís­lenska höf­unda sem skrifa fyr­ir börn eða ung­menni í ár.

Mest lesið undanfarið ár