Gabríel Benjamin

Blaðamaður

Fatlaður maður var vistaður í kvennafangelsi
Rannsókn

Fatl­að­ur mað­ur var vist­að­ur í kvennafang­elsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son var, í lok ní­unda ára­tugs­ins, vist­að­ur í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem fang­ar sem höfðu með­al ann­ars fram­ið mann­dráp afplán­uðu dóma sína. Þar upp­lifði hann nið­ur­læg­ingu og harð­ræði, og leið eins og hann væri fangi. Ólafi leið svo illa að hann strauk úr fang­els­inu og gekk til Reykja­vík­ur, en hann er lög­blind­ur. Hann kall­ar eft­ir rann­sókn Al­þing­is á vistheim­il­um sem voru starf­rækt á þess­um tíma.
Stjórnmálaflokkarnir bregðast við áskorun um endurgreiðslu lífeyrisþega á tannlækningum
FréttirAlþingiskosningar 2017

Stjórn­mála­flokk­arn­ir bregð­ast við áskor­un um end­ur­greiðslu líf­eyr­is­þega á tann­lækn­ing­um

Aldr­að­ir og ör­yrkj­ar veigra sér við því að sækja nauð­syn­lega tann­lækna­þjón­ustu vegna kostn­að­ar. Hags­muna­hóp­ar þeirra krefjast þess að bætt verði úr stöð­unni strax í árs­byrj­un 2018. Þeir flokk­ar sem svör­uðu fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar um mál­ið lýsa all­ir vilja til úr­lausna, en ófremd­ar­ástand rík­ir í mála­flokkn­um.
Þung sönnunarbyrði í mansalsmálum kallar á nýja nálgun
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði

Þung sönn­un­ar­byrði í man­sals­mál­um kall­ar á nýja nálg­un

Erfitt er að treysta á vitn­is­burð fórn­ar­lamba man­sals og þung sönn­un­ar­byrði er í þess­um mál­um. Yf­ir­mað­ur man­sals­rann­sókna í Dan­mörku legg­ur áherslu á að aðr­ar leið­ir séu not­að­ar til að ná fram sak­fell­ingu yf­ir þeim sem brjóta gegn man­sals­fórn­ar­lömb­um. Yf­ir­mað­ur man­sals­mála hjá Europol legg­ur áherslu á að rekja slóð pen­ing­anna.
Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar
Rannsókn

Hrædd við skiln­ings­leysi og kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur boð­að stór­felld­ar kerf­is­breyt­ing­ar á mál­um ör­yrkja með inn­leið­ingu starfs­getumats sem á að liðka fyr­ir at­vinnu­þátt­töku ör­yrkja með já­kvæð­um hvöt­um í kerf­inu. Rann­sókn­ir benda til þess að upp­taka á slíku kerfi í ná­granna­ríkj­um hafi ekki leitt til auk­inn­ar at­vinnu ör­yrkja, held­ur leitt til auk­inna sjálfs­víga og fjölg­un­ar áskrifta á þung­lynd­is­lyf. Ör­yrkj­ar ótt­ast af­leið­ing­ar þess að þetta kerfi verði tek­ið upp. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ist vilja auka virkni ör­yrkja.
Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði

Á ferð með eft­ir­lit­inu: Lyg­ar, ótti og reiði í Villta vestr­inu

Blaða­mað­ur kynnt­ist ótta er­lendra starfs­manna og ósann­ind­um og reiði vinnu­veit­enda í eft­ir­lits­ferð ASÍ og SA um vinnu­staði á Snæ­fellsnes­inu. Dæmi fund­ust um starfs­fólk á 100 þús­und króna mán­að­ar­laun­um, fólk án ráðn­inga­samn­inga, vanefnd­ir á launa­tengd­um greiðsl­um og sjálf­boða­liða í stað laun­aðs starfs­fólks. Sér­fræð­ing­ar segja að vinnu­staða­brot gegn starfs­fólki séu að fær­ast í auk­anna.

Mest lesið undanfarið ár