
563. spurningaþraut: 9 metra langt dýr sem menn útrýmdu á 18. öld
Fyrri aukaspurning: Hvaða fugla má sjá á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Dýrategund ein heitir á fræðimáli Pinguinus impennis. Hún dó raunar út á fyrri hluta 19. aldar svo ekki getum við skoðað hana í „eigin persónu“ ef svo má segja. Hvaða dýr er þetta? 2. Annað dýr sem líka er útdautt kallast á fræðimáli Hydrodamalis gigas, og var því fyrst...