
859. spurningaþraut: Þemaþraut um 1. september
Í tilefni þess að 1. september er í dag, þá flýti ég þemaþrautinni um einn dag og spurningarnar snúast allar um 1. september á einn eða annan hátt. Fyrri aukaspurning: Karlinn hér í miðið var handtekinn á Íslandi 1. september 1998. Hann varð í kjölfarið heilmikil fjölmiðlastjarna og kunnur á djamminu. Hvað heitir hann? *** Aðalspurningar: 1. Þann 1. september...