
Áhrif loftslagsáætlunar háð mikilli óvissu
Engin ríkisstjórn hefur sett sér jafn háleit markmið í loftslagsmálum og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En markmiðin eru fjarlæg og helsta stefnuplaggið, Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018–2030, hefur sætt harðri gagnrýni umhverfisverndarsamtaka sem segja stefnumiðin óljós og illmælanleg. Af 34 boðuðum aðgerðum eru 28 of óskýrar og lítt útfærðar til að unnt sé að framreikna væntanlegan ávinning í formi samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda.