Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með
Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, mun í lok sumars flytjast til Úganda til starfa í sendiráði Íslands í Kampala. Hann væntir þess að flutningarnir, sem hugsaðir eru til nokkurra ára, verði talsverð viðbrigði fyrir fjölskylduna og sér í lagi börnin tvö, en vonandi góð reynsla sem þau búi að ævilangt.