
Borgarlínan rími við vatnsveituna og hitaveituna
Hrókeringar urðu innan Vegagerðarinnar fyrir skemmstu. Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, sem leitt hafði Verkefnastofu Borgarlínu í rúmt ár, var ráðin framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Í kjölfarið var tilkynnt að Ásdís Kristinsdóttir tæki tímabundið við sem forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu.