
Fann fjölina sína á fyrsta degi
Fanney Birna Jónsdóttir snýr aftur á vettfang fjölmiðlunar eftir fæðingarorlof en hún er nú tveggja barna móðir og nýjasta stúlkubarn hennar að verða 11 mánaða. Fanney hefur nýlega verið ráðin dagskrárstjóri hjá RÚV (Rás 1) og hlakkar til að mæta til starfa í byrjun maí. Henni finnst útvarpið vera afslappaðri miðill en sjónvarpið en útilokar þó ekki að snúa aftur á skjáinn í framtíðinni.