„Það skín enn þá í skriðusárin“
Guðrún Ásta Tryggvadóttir flutti árið 2018 til Seyðisfjarðar til að kenna í grunnskólanum þar. Hún býr, ásamt fjölskyldu sinni, efst í fjallinu, eins og hún orðar það, á skilgreindu C-svæði, eða því hættulegasta í bænum. Hún segir enn þá „skína í skriðusárin“ í Botnshlíð þar sem hún býr frá því fyrir þremur árum þegar stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi féll á Seyðisfirði. Hún segir Seyðfirðinga, þrátt fyrir þetta, vera seiga, samheldna og æðrulausa.