Ákvað sjö ára gömul að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd
Anna H. Pétursdóttir er formaður mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Hún segir undirbúning fyrir jólin ganga vel og gerir ráð fyrir að í kringum 1.500 heimili sæki sér aðstoð í ár. Þegar Anna var aðeins sjö ára gömul sagði hún móður sinni að í framtíðinni ætlaði hún að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd.