Kraftur í Krafti
Mynd dagsins

Kraft­ur í Krafti

Í kvöld klukk­an átta, á al­þjóða­degi gegn krabba­mein­um, er Kraft­ur með söfn­un­ar- og skemmti­þátt­inn „Líf­ið er núna“ í beinni út­send­ingu á Sjón­varpi Sím­ans og í net­streymi á mbl.is. Með­al þeirra lista­manna sem koma fram eru GDRN, Valdi­mar, Ari Eld­járn, Sig­ríð­ur Thorlacius og Páll Ósk­ar (mynd). Kraft­ur er stuðn­ings­fé­lag fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með krabba­mein og að­stand­end­ur þeirra. Um sjö­tíu ung­ir ein­stak­ling­ar grein­ast hér með krabba­mein ár­lega.
Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Ákvörð­un um rann­sókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmund­ar Ein­ars

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, hef­ur greint rík­is­stjórn­inni frá því að hann sé með mál­efni Lauga­lands til skoð­un­ar. Hann hyggst funda með hópi kvenna sem þar dvöldu 12. fe­brú­ar næst­kom­andi. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að það muni ráð­ast af mati Ásmund­ar hvort sér­stök rann­sókn fari fram.
284. spurningaþraut: Rauðatorgið, Rósagarðurinn, Grimaldi, George Eliot
Spurningaþrautin

284. spurn­inga­þraut: Rauða­torg­ið, Rósa­garð­ur­inn, Grimaldi, Geor­ge Eliot

Hlekk­ur­inn á gær­dags­þraut­ina, hér er hann. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er stúlk­an á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar. 1.   Hvað hét fyrsti for­seti lýð­veld­is­ins Ís­lands? 2.   Þessi fyrsti for­seti Ís­lands var mað­ur virt­ur vel. Það þótti þó nokk­uð vand­ræða­legt inn­an fjöl­skyld­unn­ar að elsti son­ur hans var um tíma með­lim­ur í sam­tök­um, sem hafa ekki beint gott orð á sér....
Hvað fær maður fyrir 169 þúsund krónur?
Mynd dagsins

Hvað fær mað­ur fyr­ir 169 þús­und krón­ur?

Í nær sex ára­tugi var Hvítár­brú­in hjá Ferju­bakka í Borg­ar­firði að­al þjóð­leið­in milli lands­hluta. Þessi ein­breiða 106 metra langa brú, hönn­uð af Árna Páls­syni verk­fræð­ingi hjá Vega­gerð­inni, var val­in af Verk­fræði­fé­lagi Ís­lands sem eitt af verk­fræðia­frek­um síð­ustu ald­ar á Ís­landi. Hvítár­brú­in sem stend­ur nú á vegi 510 var byggð af Vega­gerð­inni á sex mán­uð­um ár­ið 1928 og kostaði verk­ið hvorki meira né minna en 169 þús­und krón­ur.
Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Þriðja hvert barn á með­ferða­heim­il­um sagði starfs­mann hafa beitt sig of­beldi

Í skýrslu fyr­ir Barna­vernd­ar­stofu kem­ur fram að tæp­lega þriðj­ung­ur barna sagð­ist hafa orð­ið fyr­ir of­beldi af hálfu starfs­manna á með­ferð­ar­heim­il­um á veg­um barna­vernd­ar ár­in 2000 til 2007. Samt seg­ir að lít­ið of­beldi hafi ver­ið á með­ferð­ar­heim­il­un­um og að sum til­felli til­kynnts of­beld­is hafi ver­ið „hluti af því að stoppa óæski­lega hegð­un barns“.
283. spurningaþraut: „Ég elska lyktina af napalmi á morgnanna“
Spurningaþrautin

283. spurn­inga­þraut: „Ég elska lykt­ina af nap­al­mi á morgn­anna“

Þraut­in síð­an síð­ast. * Fyrri auka­spurn­ing: Mynd­in hér að of­an er til­bún­ing­ur lista­manns, en hvar er hug­mynd­in að at­burð­ir séu að ger­ast? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir menn­ing­ar­hús­ið á Ak­ur­eyri? 2.   Með hvaða fót­bolta­fé­lagi spil­ar bras­il­íski fram­herj­inn Neym­ar? 3.   Í nor­rænni goða­fræði er fjöt­ur­inn Gleipn­ir bú­inn til svo hægt sé að binda Fenris­úlf. Fjöt­ur­inn er gerð­ur úr skeggi kon­unn­ar, rót­um bjargs­ins,...
Núll komma núll núll fimm %
Mynd dagsins

Núll komma núll núll fimm %

Við Ís­lend­ing­ar er­um 368.590 tals­ins, eða 0,005% jarð­ar­búa, sem voru nú um ára­mót­in 7.874.965.825 tals­ins. Af þess­um tæp­lega 370 þús­und lands­mönn­um búa hér 51.180 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar, eða 13,9% af heild­ar­fjöld­an­um – og hafa aldrei ver­ið fleiri. Al­geng­ustu eig­in­nöfn karla eru Jón, Sig­urð­ur og Guð­mund­ur en al­geng­ustu kven­manns­nöfn­in eru Guð­rún, Anna og Krist­ín. Ísa­fold (mynd) er ein 32 kvenna sem bara það eig­in­nafn, með­an Guð­rún­arn­ar eru 4.656.

Mest lesið undanfarið ár