„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
„Við erum ekki í Amazon – við erum á Íslandi“
Viðtal

„Við er­um ekki í Amazon – við er­um á Ís­landi“

Stór­tæk skóg­rækt á Ís­landi gæti sam­kvæmt nið­ur­stöð­um nýrr­ar rann­sókn­ar skil­að litl­um ef nokkr­um ávinn­ingi fyr­ir lofts­lag­ið. „Það er ekki hægt að gróð­ur­setja bara tré og ætla þannig að redda mál­un­um og bjarga heim­in­um,“ seg­ir Pawel Wasowicz, doktor í grasa­fræði. Nátt­úr­an sé ekki ein­föld og á hana ekki hægt að leika.
„Ef við ætlum að halda þessu tungumáli lifandi verðum við að skrifa á því“
Viðtal

„Ef við ætl­um að halda þessu tungu­máli lif­andi verð­um við að skrifa á því“

Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir hef­ur starf­að við bæk­ur síð­an hún var barn og sem rit­stjóri hjá Máli og menn­ingu síð­an út­gáf­an var á Lauga­vegi 18. Fyr­ir rúmu ári síð­an tók hún við sem fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins. Hún gjör­þekk­ir heim bóka­út­gáfu sem nú tekst á við flókn­ar áskor­an­ir. Hún ræð­ir áskor­an­ir sem bóka­út­gáfa og tungu­mál­ið standa frammi fyr­ir – nú þeg­ar Dag­ur bók­ar­inn­ar er hand­an við horn­ið.
Ofuráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngjumst við
Viðtal

Of­uráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngj­umst við

Doktor í nær­ing­ar­fræði, aðjunkt í fag­inu og fé­lags­ráð­gjafi segja of­urá­herslu á þyngd inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins geta leitt til átrask­ana, and­legr­ar van­líð­an­ar og vannær­ing­ar. Kon­urn­ar hafa áhyggj­ur af stökki í notk­un lyfja við offitu sem hafi ekki ver­ið rann­sök­uð til langs tíma. Tug­ir skjól­stæð­inga doktors­ins sem hætt hafa á lyfj­un­um hafa þyngst hratt í kjöl­far­ið og upp­lif­að stjórn­leysi í kring­um mat.
Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
Viðtal

Hljóm­sveit­ar­stjór­ar rabba sam­an: Daní­el Bjarna­son og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Menning er gáttin að samfélagslegri þátttöku
Viðtal

Menn­ing er gátt­in að sam­fé­lags­legri þátt­töku

Vig­dís Jak­obs­dótt­ir, list­rænn stjórn­andi Lista­há­tíð­ar í Reykja­vík, er trú kjör­orði há­tíð­ar­inn­ar að list og menn­ing séu ekki for­rétt­indi held­ur rétt­ur allra. Raun­ar kjarna þessi orð sýn henn­ar sem byrj­aði að mót­ast þeg­ar hún var önn­ur af tveim­ur græn­met­isæt­um á Ísa­firði, sex­tán ára með haus­inn á kafi í bók­um. Nú er ný­bú­ið að kynna dag­skrá lista­há­tíð­ar – sem er í takt við kjör­orð­ið. En lista­há­tíð­in hefst 1. júní.
Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Menning nútímasamskipta: „Við þurfum einhvers konar samfélagssáttmála“
Viðtal

Menn­ing nú­tíma­sam­skipta: „Við þurf­um ein­hvers kon­ar sam­fé­lags­sátt­mála“

Halli, eins og hann kall­ar sig, er einn fárra Ís­lend­inga sem hef­ur kom­ist í tæri við að geta haft áhrif á þró­un þess hvernig al­þjóð­leg­ir tækni­miðl­ar eru að breyta sam­skipta­máta okk­ar á ýms­an hátt – og um leið menn­ingu. Við lif­um á tím­um hraða og upp­lýs­inga­óreiðu, á sama tíma og við kepp­umst við að tak­ast á um sann­leika hvert ann­ars.

Mest lesið undanfarið ár