„Ég hef ástríðu fyrir því að Íslendingar haldi sjálfstæði sínu“
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég hef ástríðu fyr­ir því að Ís­lend­ing­ar haldi sjálf­stæði sínu“

Stein­unn ÓIína Þor­steins­dótt­ir, sam­fé­lagsrýn­ir­inn og lista­mað­ur til ára­tuga, hef­ur nú stað­ið í kosn­inga­bar­áttu til for­seta með eft­ir­minni­leg­um hætti og vill að þjóð­in finni kjarkinn. Sem for­seti hefði hún það er­indi að standa ein­dreg­ið gegn áform­um hags­muna­afl­anna í sam­fé­lag­inu.
Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
ViðtalForsetakosningar 2024

Með sigg í lóf­un­um og sigg á sál­inni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.
Hvernig hreyfir tónlist sig?
Viðtal

Hvernig hreyf­ir tónlist sig?

Ár­ið 2016 kom hóp­ur flautu­leik­ara sam­an þeg­ar Björk var að gera plöt­una Utopia og varð flautu­sept­ett­inn vii­bra ár­ið 2018. Í fimm ár ferð­að­ist vii­bra með Björk um heim­inn. Sjö flautu­leik­ar­ar eru í vii­bra og síð­ast­lið­inn sunnu­dag héldu þær tón­leika í Hörpu í til­efni út­gáfu fyrstu plötu þeirra: vii­bra. Dans­höf­und­ur­inn Mar­grét Bjarna­dótt­ir vinn­ur með ólík form og miðla en hef­ur starf­að með vii­bra að sviðs­hreyf­ing­um síð­an í Utopiu. Hún svið­set­ur tón­leik­ana.
Geðlæknirinn sem hefur upplifað „hæstu hæðirnar og lægstu lægðirnar“
Viðtal

Geð­lækn­ir­inn sem hef­ur upp­lif­að „hæstu hæð­irn­ar og lægstu lægð­irn­ar“

Þeg­ar lækn­ir nefndi fyrst við Astrid Freisen, nú geð­lækni á Kleppi, ár­ið 2006 að hún gæti ver­ið með geð­hvörf trúði hún því ekki. Það var ekki fyrr en fjór­um ár­um síð­ar, þeg­ar hún hafði í man­íu synt í ánni Rín, keyrt bíl á rúm­lega 200 kíló­metra hraða og eytt „mjög mikl­um“ pen­ing­um, sem hún var til­bú­in í að við­ur­kenna vand­ann og sækja sér með­ferð. Síð­an þá hef­ur hún gert sitt til þess að berj­ast gegn for­dóm­um gegn fólki með geð­hvörf, með­al ann­ars með nýrri bók þar sem hún seg­ir frá sinni reynslu.
Orðræðan bendir til þess að þjóðinni líði ekki vel
ViðtalForsetakosningar 2024

Orð­ræð­an bend­ir til þess að þjóð­inni líði ekki vel

Halla Tóm­as­dótt­ir veit að hún fær ekki neina for­gjöf um traust hjá kjós­end­um. Halla hef­ur enda alla tíð þurft að leggja hart að sér, kom­in af for­eldr­um sem þurftu að rísa úr sárri fá­tækt og hef­ur upp­lif­að að tapa öllu sínu. Hún hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af traust­leys­inu í sam­fé­lag­inu og seg­ir blasa við að það þurfi kerf­is­breyt­ing­ar til að sigr­ast á þeim vanda. Þær breyt­ing­ar verði ekki inn­leidd­ar af ein­um for­seta sem þyk­ist hafa öll svör­in held­ur nýj­an sam­fé­lags­sátt­mála.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ævintýraleg ofurhálfmaraþon í sex borgum
ViðtalHlaupablaðið 2024

Æv­in­týra­leg of­ur­hálf­m­ara­þon í sex borg­um

Hálf­m­ara­þonserí­an „Super­hal­fs“ fer fram í sex borg­um í Evr­ópu. Þátt­tak­end­ur fá 60 mán­uði til að klára hlaup­in og fá í lok­in of­ur­verð­launa­pen­ing. Ív­ar Jóns­son er einn ör­fárra Ís­lend­inga sem klár­að hef­ur öll hlaup­in. „Þetta veit­ir mér innri ró og held­ur mér ung­um og fersk­um,“ seg­ir Ív­ar um öll hlaup­in.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið undanfarið ár