Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ævintýri náttúrubarnsins frá Ströndum: Gisti í snjóhúsi með kærastanum

Elísa­bet Snæ­dís Jóns­dótt­ir byggði sig upp eft­ir skiln­að með því að ganga á fjöll. Við það end­ur­heimti hún sterk tengsl sín við nátt­úr­una en hún ólst upp á Drangs­nesi á Strönd­um.

Íbúar á Drangsnesi á Ströndum eru alls um 70 talsins, en voru hátt í hundrað þegar náttúrubarnið Elísabet Snædís Jónsdóttir ólst þar upp. „Þetta var mjög verndað umhverfi að alast upp í. Amma og afi bjuggu nálægt svo ég gat alltaf leitað til þeirra.“

Perla Steingrímsfjarðar, eyjan Grímsey, blasir við úr þorpinu og Elísabet upplifði alltaf eitthvað ævintýralegt við hana. „Ég trúði því að tröllskessa hefði reynt að grafa Vestfjarðakjálkann frá og fengið uxann sinn til að draga eyjuna út á fjörð.

Það er klettadrangur á Drangsnesi, Kerlingin. Drangsnes dregur nafn sitt af þessum klettadrangi sem var sagður vera tröllskessan.

Auðvitað ólst ég líka upp við trú á að allt væri morandi af álfum og huldufólki. Þannig var minn veruleiki. Kjörið umhverfi fyrir litla stelpu sem trúir á töfra.“

Náttúran heillaði og faðir Elísabetar var duglegur að taka hana með sér í gönguferðir. „Ég varð snemma mikið náttúrubarn. Pabbi …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár