Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Úttekt

Var­ar fólk við dimm­um íbúð­um í nýj­um hverf­um

Ekk­ert há­mark er á þétt­ingu byggð­ar nærri Borg­ar­línu. Ásta Loga­dótt­ir, einn helsti sér­fræð­ing­ur í ljósvist á Ís­landi, reyn­ir að fá sól­ar­ljós og dags­birtu bundna inn í bygg­ing­ar­reglu­gerð­ina. Hún seg­ir það hafa ver­ið sett í hend­urn­ar á al­menn­ingi að gæta þess að kaupa ekki fast­eign­ir án heilsu­sam­legs magns af dags­birtu.
Tileinkuð þeim sem ekki lifðu af
Úttekt

Til­eink­uð þeim sem ekki lifðu af

Kona sem var í vændi um nokk­urra ára skeið seg­ir það lífs­hættu­legt. Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir fjöl­miðla­kona birti frá­sögn henn­ar og fimm annarra ís­lenskra kvenna sem voru í vændi í bók­inni Venju­leg­ar kon­ur. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna sýna að sex af hverj­um tíu sem hafa ver­ið í vændi hafa gert til­raun til að svipta sig lífi. Bók­in er til­eink­uð þeim sem ekki lifðu af.
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna

„Í myrkri aktív­isma og fákunn­áttu“

Sænsk yf­ir­völd hafa breytt við­mið­um sín­um kyn­þroska­bæl­andi lyfja­gjaf­ir og horm­óna­með­ferð­ir til trans­barna og -ung­menna und­ir 18 ára aldri. Með­ferð­irn­ar eru tald­ar vera of áhættu­sam­ar þar sem vís­inda­leg­an grund­völl fyr­ir þeim skorti. Ekki stend­ur til að breyta með­ferð­un­um á Ís­landi seg­ir Land­spít­al­inn, sem neit­ar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa feng­ið lyf­in sem um ræð­ir.
„Ég neyði engan til að leigja hjá mér“
ÚttektNeyð á leigumarkaði

„Ég neyði eng­an til að leigja hjá mér“

Á Holts­götu 7 leigja hátt í 30 manns her­bergi í hús­næði sem bú­ið er að stúka nið­ur í fjölda lít­illa her­bergja. Eld­vörn­um er illa eða ekk­ert sinnt. Fyr­ir­tæk­ið sem leig­ir út her­berg­in sæt­ir engu op­in­beru eft­ir­liti þar sem hús­ið er skráð sem íbúð­ar­hús­næði. Marg­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sjá mik­il lík­indi með að­stæð­um þar og þeim á Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrennt lést í elds­voða.
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
ÚttektNeyð á leigumarkaði

Neyð á leigu­mark­aði í boði stjórn­valda

Sam­tök leigj­enda kalla eft­ir reglu­verki til að koma í veg fyr­ir öm­ur­legt ástand á leigu­mark­aði þar sem fólk neyð­ist til að sækja í ósam­þykkt og óleyfi­legt hús­næði vegna hás leigu­verðs. Ráð­herr­ar og þing­menn virð­ast vel með­vit­að­ir um ástand­ið og flúðu sjálf­ir leigu­mark­að­inn við fyrsta tæki­færi. Engu að síð­ur er það nið­ur­staða ný­legr­ar rann­sókn­ar að leigu­sal­ar hafi um­boð stjórn­valda til að herja á leigj­end­ur.
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
ÚttektSalan á Íslandsbanka

Fað­ir Bjarna tvisvar feng­ið að kaupa rík­is­eign­ir á und­ir­verði

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, hef­ur tví­veg­is keypt rík­is­eign­ir á und­ir­verði í einka­væð­ing­ar­ferli. Þetta eru við­skipt­in með SR-mjöl ár­ið 1993 og kaup hans á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka ár­ið 2022. Í báð­um til­fell­um hef­ur Rík­is­end­ur­skoð­un tek­ið söl­una á eign­un­um til rann­sókn­ar. Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sem helst var gagn­rýnd­ur fyr­ir söl­una á SR-mjöli, seg­ir að gagn­rýn­in eigi ekki rétt á sér.
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Úttekt

Börn­in sem er ekki pláss fyr­ir í borg­inni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.
Barist um borgina: Áherslur og átakalínur
Úttekt

Bar­ist um borg­ina: Áhersl­ur og átakalín­ur

Ell­efu fram­boð bjóða fram til borg­ar­stjórn­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar sem fram fara í dag, 14. maí. Stóru átakalín­urn­ar sem greina má í kosn­inga­áhersl­um flokk­anna eru einkum mis­mun­andi áhersl­ur í hús­næð­is­upp­bygg­ingu, þar sem deilt er um hvort þétta skuli byggð eða nema ný lönd, og í sam­göngu­mál­um þar sem ekki rík­ir sam­staða um hvort lögð verði áhersla á upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna eða upp­bygg­ingu sem þjóni einka­bíl­um. Í öðr­um mála­flokk­um ber al­mennt minna á milli.
Yfirlæknir um ópíóðafaraldurinn: „Þetta voru bara dópsalar í jakkafötum“
ÚttektStórveldi sársaukans

Yf­ir­lækn­ir um ópíóðafar­ald­ur­inn: „Þetta voru bara dóp­sal­ar í jakka­föt­um“

Yf­ir­lækn­ir bráða­mót­töku Land­spít­ala – há­skóla­sjúkra­húss, Hjalti Már Björns­son, seg­ir að lækn­ar í Banda­ríkj­un­um hafi ver­ið miklu lík­legri til að skrifa út morfín­lyf fyr­ir fólk en lækn­ar á Ís­landi. Hann seg­ir að sala og mark­aðs­setn­ing sumra lyfja­fyr­ir­tækja á morfín­lyfj­um sé glæp­sam­leg.
Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum
ÚttektStórveldi sársaukans

Svona græddi Acta­vis á ópíóðafar­aldr­in­um

Acta­vis seldi 32 millj­arða taflna af morfín­lyfj­um í Banda­ríkj­un­um 2006 til 2012, og var næst­stærsti selj­andi slíkra lyfja á með­an notk­un slíkra lyfja varð að far­aldri í land­inu. Fyr­ir­tæk­inu var stýrt af Ró­berti Wessman hluta tím­ans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar all­an tím­ann. Acta­vis hef­ur nú sam­þykkt að greiða skaða­bæt­ur vegna ábyrgð­ar sinn­ar á morfín­far­aldr­in­um í Banda­ríkj­un­um en fyrr­ver­andi stjórn­end­ur fé­lags­ins við­ur­kenna ekki ábyrgð á þætti Acta­vis.
Brostnar vonir á áfangaheimilinu Betra líf
Úttekt

Brostn­ar von­ir á áfanga­heim­il­inu Betra líf

Til stend­ur að loka áfanga­heim­il­inu Betra líf verði ekki gerð­ar úr­bæt­ur á bruna­vörn­um, en slökkvi­lið­ið lýs­ir hús­næð­inu sem dauða­gildru. For­stöðu­mað­ur áfanga­heim­il­is­ins seg­ir ekki for­send­ur til þess að leggja í slík­an kostn­að og sak­ar yf­ir­völd um að reka heim­il­is­laust fólk á göt­una. Íbú­ar lýsa slæm­um að­bún­aði og kalla eft­ir breyt­ing­um, en fjór­ir hafa lát­ist á áfanga­heim­il­inu frá ár­inu 2020.
Útgerðin ver sérsamninga með kjafti og klóm
ÚttektEndurvinnsla á Íslandi

Út­gerð­in ver sér­samn­inga með kjafti og klóm

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings við stjórn­völd. Stór­út­gerð­in er ein um að njóta slíkra fríð­inda og ver þau af hörku. Heimt­uðu að nei­kvæð um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar yrði dreg­in til baka og krefjast upp­lýs­inga um sam­töl starfs­manna Um­hverf­is­stofn­un­ar.
Halar nær allra nýfæddra grísa klipptir án deyfingar
Úttekt

Hal­ar nær allra ný­fæddra grísa klippt­ir án deyf­ing­ar

Hal­ar um 80 þús­und grísa sem fæð­ast á svína­bú­um á Ís­landi ár­lega eru klippt án deyf­ing­ar. Starfs­menn bú­anna klippa hal­ana en ekki dýra­lækn­ar eins og lög gera ráð fyr­ir. Nokkr­ir eig­end­ur svína­búa segja að hal­ar séu klippt­ir með dýra­vernd í huga. ,,Allt skepnu­hald fel­ur í sér ein­hverj­ar pynt­ing­ar,“ seg­ir svína­bóndi sem tel­ur að það verði eng­in svína­bú eft­ir á Ís­landi ef „reglufargan­ið“ haldi áfram að íþyngja eig­end­um bú­anna.

Mest lesið undanfarið ár