Þóra Kristín býður sig fram til formanns SÁÁ
Fréttir

Þóra Krist­ín býð­ur sig fram til for­manns SÁÁ

Þóra Krist­ín Ás­geirs­dótt­ir hef­ur til­kynnt um for­manns­fram­boð í SÁÁ. Hún vill að stofn­uð verði sann­leiksnefnd til að taka á of­beld­is- og áreitn­is­mál­um inn­an vé­banda sam­tak­anna í for­tíð og fram­tíð. Kos­ið er um nýj­an formann eft­ir að Ein­ar Her­manns­son sagði af sér eft­ir að upp komst um að hann hefði keypt vænd­is­þjón­ustu af skjól­stæð­ingi sam­tak­anna.
Hættulegasta flóttaleið heims
Fréttir

Hættu­leg­asta flótta­leið heims

Rúm­lega 2.000 mann­eskj­ur létu líf­ið á leið­inni yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið í fyrra, þar af 75 börn. 900 börn, hið minnsta, hafa síð­ustu sjö ár horf­ið í Mið­jarð­ar­haf­ið. Yngsta barn­ið sem bjarg­að hef­ur ver­ið um borð í björg­un­ar­skip­ið Oce­an Vik­ing var 11 daga gam­alt og tók Brynja Dögg Frið­riks­dótt­ir, sendi­full­trúi Rauða kross­ins, þátt í björg­un­inni. Á sama tíma er and­úð al­menn­ings og stjórn­valda í Evr­ópu gagn­vart flótta­fólki að aukast, seg­ir Þór­ir Guð­munds­son sem starf­aði fyr­ir Rauða kross­inn um ára­bil, með­al ann­ars við að bjarga flótta­fólki á Mið­jarð­ar­hafi.
Tveir stjórnarmenn Úrvinnslusjóðs segja af sér - Rannsókn í gangi
FréttirPlastið fundið

Tveir stjórn­ar­menn Úr­vinnslu­sjóðs segja af sér - Rann­sókn í gangi

Bryn­dís Gunn­laugs­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur fyr­ir hönd Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, og Hlíð­ar Þór Hreins­son, stjórn­ar­mað­ur fyr­ir hönd Fé­lags at­vinnu­rek­anda og fram­kvæmda­stjóri Heim­ilis­tækja, hafa sagt af sér úr stjórn Úr­vinnslu­sjóðs. Rík­is­end­ur­skoð­un er nú að rann­saka sjóð­inn.
Hörður „gengst við því“ að vera sá sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi
Fréttir

Hörð­ur „gengst við því“ að vera sá sem mis­not­aði yf­ir­burð­ar­stöðu sína gagn­vart Jó­dísi

Hörð­ur J. Odd­fríð­ar­son, dag­skrár­stjóri göngu­deild­ar SÁÁ á Ak­ur­eyri, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að hann gang­ist við því að vera mað­ur­inn sem mis­not­aði yf­ir­burð­ar­stöðu sína gagn­vart Jó­dísi Skúla­dótt­ur þing­konu Vinstri grænna. Hörð­ur er kom­inn í leyfi frá störf­um hjá SÁÁ og hef­ur í dag sagt sig frá ýms­um starfs­skyld­um, með­al ann­ars sem formað­ur full­trúa­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá hef­ur hann sagt sig úr stjórn Sund­sam­bands Ís­lands.
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu