Eiginkona fanga segir aðstöðu til heimsókna barna „ógeðslega“
Fréttir

Eig­in­kona fanga seg­ir að­stöðu til heim­sókna barna „ógeðs­lega“

Börn fanga á Litla-Hrauni geta ekki heim­sótt feð­ur sína í sér­staka að­stöðu fyr­ir börn um helg­ar þar sem hún er lok­uð þá. Fang­els­is­mála­stjóri seg­ir að fjár­muni skorti til að opna að­stöð­una. „Börn­in hafa ekk­ert gert af sér og þau eiga rétt á að um­gang­ast pabba sinn þó hann sé í fang­elsi,“ seg­ir Birna Ólafs­dótt­ir.
Frásagnir um óeðlilega starfshætti Braga ná mörg ár aftur í tímann
Fréttir

Frá­sagn­ir um óeðli­lega starfs­hætti Braga ná mörg ár aft­ur í tím­ann

Barna­vernd­ar­starfs­fólk lýsti óeðli­leg­um sam­skipt­um og til­raun­um Braga Guð­brands­son­ar til að hafa áhrif á með­ferð barna­vernd­ar­mála allt frá ár­inu 2002. Engu að síð­ur hef­ur Bragi í tvígang ver­ið boð­inn fram og kjör­inn í barna­rétt­ar­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í bæði skipt­in stóðu yf­ir rann­sókn­ir er lutu að starfs­hátt­um hans.
Gagnrýnir Bjarna fyrir að draga úr lýðræði í Sjálfstæðisflokknum: „Ég leggst alfarið gegn þessum hugmyndum“
Fréttir

Gagn­rýn­ir Bjarna fyr­ir að draga úr lýð­ræði í Sjálf­stæð­is­flokkn­um: „Ég leggst al­far­ið gegn þess­um hug­mynd­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son svar­ar spurn­ing­um um hvaða mun­ur sé á hon­um mál­efna­lega og póli­tískt og Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins. Hann gagn­rýn­ir að Bjarni vilji færa vald­ið í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í aukn­um mæli til mið­stjórn­ar flokks­ins. Guð­laug­ur nefn­ir einnig upp­runa sinn og að all­ir eigi að geta kom­ist til met­orða í flokkn­um óháð ætt­erni.
Isavia segir að lögreglan hafi fyrirskipað að myndatökur fjölmiðla yrðu stöðvaðar
Fréttir

Isa­via seg­ir að lög­regl­an hafi fyr­ir­skip­að að mynda­tök­ur fjöl­miðla yrðu stöðv­að­ar

Upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via seg­ir að lög­regl­an hafi beð­ið um að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu hindra mynda­töku RÚV af vett­vangi þeg­ar fimmtán um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd var flog­ið til Grikk­lands. „Isa­via harm­ar að það hafi gerst í nótt og biðst af­sök­un­ar á því,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.
Kvartanir vegna Stefáns hjá Storytel ná að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár aftur í tímann
Fréttir

Kvart­an­ir vegna Stef­áns hjá Stor­ytel ná að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár aft­ur í tím­ann

Stefán Hjör­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Stor­ytel á Ís­landi, lét af störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu á Ís­landi eft­ir að þrjár kon­ur kvört­uðu und­an hátt­semi hans til móð­ur­fé­lags­ins í Stokk­hólmi. Kvart­an­irn­ar sner­ust um óvið­eig­andi hátt­semi af kyn­ferð­is­leg­um toga. Starfs­menn Stor­ytel á Ís­landi hafa hins veg­ar áð­ur kvart­að yf­ir hátta­lagi Stef­áns til Sví­þjóð­ar.
Hlutabréf Kjartans í Arnarlaxi hafa fjórfaldast í verði
FréttirLaxeldi

Hluta­bréf Kjart­ans í Arn­ar­laxi hafa fjór­fald­ast í verði

Einn helsti for­víg­is­mað­ur lax­eld­is í sjókví­um á Ís­landi er Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax. Hann er per­sónu­lega stór hags­muna­að­ili í sjókvía­eld­inu þar sem hann á hluta­bréf í Arn­ar­lax sem eru bók­færð á tæpa 2,2 millj­arða króna. Kjart­an hef­ur tal­að fyr­ir tí­föld­un á fram­leiðslu á eld­islaxi á Ís­landi og sagt að auk­in skatt­heimta á lax­eldi í Nor­egi geti kom­ið Ís­lend­ing­um vel.
Fjársterkir aðilar og jafnvel ríki fjármagni hús stofnunar Ólafs Ragnars
Fréttir

Fjár­sterk­ir að­il­ar og jafn­vel ríki fjár­magni hús stofn­un­ar Ól­afs Ragn­ars

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Ís­lands og stofn­andi Hring­borðs Norð­ur­slóða, seg­ir að ekki sé bú­ið að fjár­magna hús­ið í Vatns­mýri sem til stend­ur að heiti eft­ir hon­um. Sam­kvæmt Ólafi Ragn­ari mun fjár­magn­ið koma frá að­il­um sem vilja vera með að­set­ur í hús­inu. Í kynn­ing­ar­bæk­lingi kem­ur fram að efna­fólk og jafn­vel er­lend ríki geti fjár­magn­að verk­efn­ið og lát­ið nefna hluta bygg­ing­ar­inn­ar eft­ir sér.
Borguðu 2,6 milljónir fyrir ónýta matsgerð
Fréttir

Borg­uðu 2,6 millj­ón­ir fyr­ir ónýta mats­gerð

Kaup­end­ur að jörð í Mos­fells­dal greiddu mats­manni 2,6 millj­ón­ir króna fyr­ir að meta galla á fast­eign­um á jörð­inni fyr­ir dóms­mál. Dóm­ari sagði mats­gerð­ina hins veg­ar ekki not­hæfa en eft­ir sátu kaup­end­ur með kostn­að­inn. Feng­inn var ann­ar mats­mað­ur til að leggja mat á sömu galla. Sá rukk­aði fyrst 4 millj­ón­ir fyr­ir en krafð­ist svo 1,2 millj­óna króna auka­lega of­an á.

Mest lesið undanfarið ár