SFS bað Svandísi að halda ræðu á sömu ráðstefnu og Þorsteinn Már
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

SFS bað Svandísi að halda ræðu á sömu ráð­stefnu og Þor­steinn Már

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi skipu­lögðu mál­þing um stöðu ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga. Sam­tök­in, sem eru helsti þrýsti­hóp­ur út­gerð­ar­inn­ar á Ís­landi, báðu Svandísi Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra að vera með ávarp á fund­in­um en létu þess ekki get­ið að Þor­steinn Már Bald­vins­son yrði það líka. Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Namib­íu­mál­inu, er gagn­rýn­inn á þetta.
Eftirspurn eftir Íslandsbankabréfum þurrkaðist upp í aðdraganda einkavæðingarinnar
FréttirSalan á Íslandsbanka

Eft­ir­spurn eft­ir Ís­lands­banka­bréf­um þurrk­að­ist upp í að­drag­anda einka­væð­ing­ar­inn­ar

Nær eng­in velta var með bréf í Ís­lands­banka dag­ana í að­drag­anda þess að 22,5 pró­senta hlut­ur rík­is­ins í bank­an­um var sett­ur í sölu­ferli. Þá höfðu sjö líf­eyr­is­sjóð­ir og 19 er­lend fyr­ir­tæki þeg­ar feng­ið upp­lýs­ing­ar um að mögu­lega stæði til að selja hlut í bank­an­um. Þetta er nú til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­lit­inu.
Hæpin gögn og óljósar forsendur réðu ferðinni við einkavæðingu Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Hæp­in gögn og óljós­ar for­send­ur réðu ferð­inni við einka­væð­ingu Ís­lands­banka

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við flest í einka­væð­ingu 22,5 pró­senta hlut­ar rík­is­ins í Ís­lands­banka. Ekki virð­ist hafa ver­ið ástæða til að gefa 4,1 pró­senta af­slátt af mark­aðsvirði bank­ans og vís­bend­ing­ar eru um að til­boð er­lends að­ila hafi þar ráð­ið mestu.
Samherji hótaði Forlaginu: Vildi láta innkalla bókina um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji hót­aði For­laginu: Vildi láta innkalla bók­ina um Namib­íu­mál­ið

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji reyndi að fá For­lagið til að innkalla bók­ina um Namib­íu­mál­ið í des­em­ber ár­ið 2019. Sam­herji hót­aði bæði For­laginu sjálfu og blaða­mönn­un­um sem skrif­uðu bók­ina að stefna þeim í London. Eg­ill Örn Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins, seg­ir að þess­ar til­raun­ir Sam­herja hafi ver­ið fá­rán­leg­ar og að um sé að ræða ein­stakt til­felli í ís­lenskri út­gáfu­sögu.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Segja að Hussein sé sárlasinn
Fréttir

Segja að Hus­sein sé sárlas­inn

Hus­sein Hus­sein sem flutt­ur var með valdi frá Ís­landi í síð­ustu viku hef­ur ekki feng­ið lækn­is­að­stoð í Aþenu og fjöl­skylda hans hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af hratt versn­andi heilsu­fari hans. Þau segja að hann hafi lít­ið sem ekk­ert borð­að síð­an þau komu til Aþenu. Mynd­band sem Stund­in fékk sent sýn­ir þeg­ar Hus­sein er mein­að­ur að­gang­ur að sjúkra­húsi í Aþenu í gær.
,,Fann frið í mömmuhjartanu"
Fréttir

,,Fann frið í mömmu­hjart­anu"

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir að fyr­ir­renn­ari sinn í starfi hafi með yf­ir­lýs­ingu á vef embætt­is­ins ár­ið 2018 gert lít­ið úr þján­ing­um mæðgna sem kært höfðu lög­reglu­mann fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn dótt­ur­inni ár­ið 2011 en mál­ið var fellt nið­ur ári síð­ar. Sig­ríð­ur Björk bað þær ný­lega af­sök­un­ar fyr­ir hönd embætt­is­ins og móð­ir­in seg­ist loks hafa fund­ið „frið í mömmu­hjart­anu“.
Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.

Mest lesið undanfarið ár