Fylgdarlausum börnum verður borgað 405 þúsund krónur til að fara annað
Fréttir

Fylgd­ar­laus­um börn­um verð­ur borg­að 405 þús­und krón­ur til að fara ann­að

Sam­kvæmt nýrri reglu­gerð get­ur flótta­fólk, með­al ann­ars fylgd­ar­laus börn, nú feng­ið 75 til 150 þús­und króna við­bót­ar­styrk fari þau af landi brott áð­ur en frest­ur til heim­far­ar er lið­inn. Auk þess býðst þeim áfram að fá ferða­styrk og endurað­lög­un­ar­styrk fyr­ir að fara ann­að ásamt því sem ís­lenska rík­ið greið­ir fyr­ir þau flug­mið­ann. Til­gang­ur styrkj­anna er að spara rík­inu kostn­að vegna brott­vís­ana.
Öll gögn til að halda úti draumaliðsleik í Bestu deild kvenna til staðar
Fréttir

Öll gögn til að halda úti draumaliðs­leik í Bestu deild kvenna til stað­ar

Ís­lensk­ur Topp­fót­bolti gaf þær skýr­ing­ar í upp­hafi Ís­lands­móts­ins í knatt­spyrnu að ekki væri hægt að bjóða upp á draumaliðs­leik fyr­ir Bestu deild kvenna þar sem töl­fræði­gögn séu ekki að­gengi­leg. Það er ekki rétt. For­seti Hags­muna­sam­taka knatt­spyrnu­kvenna seg­ir vilj­ann ein­fald­lega skorta hjá Ís­lensk­um Topp­fót­bolta.
Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum
Fréttir

Veita ekki upp­lýs­ing­ar um jakka­föt lög­reglu af ör­ygg­is­ástæð­um

Upp­lýs­ing­ar um bún­að­ar­mál lög­reglu í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins verða ekki veitt­ar fyrr en að fundi lokn­um. Sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir of langt seilst að segja að 250 jakka­föt sem keypt hafa ver­ið fyr­ir óein­kennisklædda lög­reglu­menn varði þjóðarör­yggi en vissu­lega sé um ör­ygg­is­ástæð­ur að ræða.
Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs
FréttirSúðavíkurflóðið

For­sæt­is­ráð­herra boð­ar fund vegna Súða­vík­ur­flóðs

Krafa að­stand­enda þeirra sem fór­ust í Súða­vík­ur­flóð­inu um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar var send for­sæt­is­ráð­herra og þing­nefnd í síð­ustu viku. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur þeg­ar boð­að lög­mann að­stand­end­anna á sinn fund. Formað­ur þing­nefnd­ar­inn­ar seg­ir ein­boð­ið að setja slíka nefnd á fót. Fyr­ir því séu bæði efn­is­leg og sið­ferð­is­leg rök.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
FréttirLeigumarkaðurinn

Slökkvi­lið­ið bann­ar bú­setu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik

Slökkvi­lið­inu var til­kynnt um eld­hættu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik fyr­ir einu ári. Birg­ir Finns­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir að út frá til­kynn­ing­unni hafi slökkvi­lið­ið ekki átt­að sig á því að um væri að ræða at­vinnu­hús­næði. Leigu­sal­inn er hætt­ur að leigja íbúð­ina því hann vill ekki brjóta lög. Fjöl­skylda frá Venesúela sem bjó í íbúð­inni er kom­in með nýja íbúð í Breið­holt­inu.
Rannsókn á einelti: Framkvæmdastjórinn var skipuð í tvö auka ár
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sókn á einelti: Fram­kvæmda­stjór­inn var skip­uð í tvö auka ár

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, mun að minnsta kosti sitja 12 ár í starf­inu. Hún var end­ur­skip­uð ár­ið 2018 og svo aft­ur ár­ið 2020 þeg­ar ný lög um Mennta­sjóð náms­manna tóku gildi. Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú ásak­an­ir um einelti henn­ar í garð starfs­manns.

Mest lesið undanfarið ár