Birna vill veiða hvali áfram: „Að sjálfsögðu“
FréttirHvalveiðar

Birna vill veiða hvali áfram: „Að sjálf­sögðu“

Birna Lofts­dótt­ir, næst­stærsti hlut­hafi Hvals hf. og syst­ir Kristjáns Lofts­son­ar, seg­ist vilja halda veið­un­um áfram. Hún gef­ur lít­ið fyr­ir þær full­yrð­ing­ar að hval­veið­arn­ar séu ekki arð­bær­ar. Fá­ir af minni hlut­höf­um Hvals vilja ann­ars segja skoð­an­ir sín­ar á veið­un­um. Systkin­in eiga meiri­hluta í Hval hf. og geta stýrt fé­lag­inu að vild.
Þarf að víkja þegar eiginkona og barn gefa skýrslu – „Hún óttast að skjálfa“
Fréttir

Þarf að víkja þeg­ar eig­in­kona og barn gefa skýrslu – „Hún ótt­ast að skjálfa“

Lands­rétt­ur hef­ur stað­fest úr­skurð um að karl­mað­ur skuli víkja úr dómsal með­an eig­in­kona hans og son­ur gefa skýrslu í máli gegn hon­um. Mað­ur­inn er sak­að­ur um fjöl­mörg brot sem áttu sér stað þeg­ar hann sætti nálg­un­ar­banni gagn­vart þeim. Þá er hann ákærð­ur fyr­ir skjalafals með því að hafa fals­að um­boð til að afla lækn­is­fræði­legra gagna um eig­in­konu sína.
Mikilvægt að leikmannasölur séu stöðugar
Fréttir

Mik­il­vægt að leik­manna­söl­ur séu stöð­ug­ar

Heim­ild­in ræddi við Flosa Ei­ríks­son, formann stjórn­ar knatt­spyn­u­deild­ar Breiða­bliks, um rekst­ur ís­lenskra fót­bolta­fé­laga. Breiða­blik var með meiri tekj­ur en öll önn­ur fé­lög í fyrra, m.a. vegna mik­illa tekna vegna þátt­töku í Evr­ópu­keppni og sölu leik­manna út í at­vinnu­mennsku. Þá fékk fé­lag­ið stór­an arf frá ein­um stofn­anda fé­lags­ins, sem kom mjög á óvart.
Valda má langreyðarkú meiri sársauka og lengur en kú í sláturhúsi
Fréttir

Valda má lang­reyð­arkú meiri sárs­auka og leng­ur en kú í slát­ur­húsi

Af hverju eru það ekki brot á dýra­vel­ferð­ar­lög­um að hval­ir þjá­ist lengi við veið­ar? Af því að af­líf­un á villt­um dýr­um á lög­um sam­kvæmt að taka sem skemmst­an tíma og valda þeim sem minnst­um sárs­auka, seg­ir Mat­væla­stofn­un. Eng­ar skil­grein­ing­ar eru hins veg­ar á því hvað sé nógu skamm­ur tími eða óá­sætt­an­leg­ur sárs­auka­þrösk­uld­ur. Ann­að gild­ir um dýr í haldi manna.
„Skemmt orðspor Íslendinga“: Diplómati yfirheyrður í Samherjamáli
Rannsóknir

„Skemmt orð­spor Ís­lend­inga“: Diplómati yf­ir­heyrð­ur í Sam­herja­máli

Að­al­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Winnipeg í Kan­ada og fyrr­ver­andi yf­ir­mað­ur sendi­ráðs Ís­lands í Namib­íu, var yf­ir­heyrð­ur sem vitni í rann­sókn Sam­herja­máls­ins í fyrra­haust. Seg­ist hafa glaðst yf­ir því þeg­ar Sam­herji leit­aði fyrst hóf­anna í Namib­íu, en svið­ið mjög að sjá síð­ar hvernig fyr­ir­tæk­ið virð­ist hafa skemmt gott orð­spor og ára­tuga vinnu Ís­lend­inga í Namib­íu.
Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Þing­menn biðja um at­hug­un á kvóta­út­hlut­un­um Byggða­stofn­un­ar

14 þing­menn úr stjórn­ar­and­stöð­unni hafa lagt fram beiðni á Al­þingi um að Rík­is­end­ur­skoð­un vinni skýrslu um kvóta­út­hlut­an­ir Byggða­stofn­un­ar. Í lok síð­asta árs var greint frá því að Byggða­stofn­un hefði, þvert á lög, út­hlut­að byggða­kvóta til fyr­ir­tæk­is í meiri­hluta­eigu norsks lax­eld­isrisa.
Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Mælt með að frum­varp um Seðla­bank­ann verði sam­þykkt en að valdreif­ing verði tryggð

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt. Nefnd­in bend­ir hins veg­ar á að horft verði til gagn­rýni á stjórn­ar­hætti og verklag í Seðla­banka Ís­lands sem snýst um að tryggja betri vald­dreif­ingu frá seðla­banka­stjóra.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.

Mest lesið undanfarið ár