„Þetta eru tíðindi“ í málefnum heimilislausra
FréttirHeimilisleysi

„Þetta eru tíð­indi“ í mál­efn­um heim­il­is­lausra

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur hef­ur sam­þykkt beiðni Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um samn­inga­við­ræð­ur vegna þjón­ustu við heim­il­is­laust fólk. Reykja­vík hef­ur bor­ið hit­ann og þung­ann af þess­ari þjón­ustu og var­ið um millj­arði í hana það sem af er ári. Borg­in hef­ur ít­rek­að kall­að eft­ir því að fleiri sveit­ar­fé­lög komi að borð­inu.
Fjörutíu og þremur Palestínumönnum hefur verið vísað burt í ár
Fréttir

Fjöru­tíu og þrem­ur Palestínu­mönn­um hef­ur ver­ið vís­að burt í ár

Þeg­ar ís­lensk stjórn­völd taka efn­is­lega um­fjöll­un um um­sókn­ir palestínsks flótta­fólks eru um­sókn­ir þeirra sam­þykkt­ar í lang­flest­um til­fell­um. Í ár hef­ur um helm­ing­ur um­sókna ver­ið af­greidd­ar með end­ur­send­ingu fólks til annarra Evr­ópu­ríkja; ann­að hvort á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar eða vegna þess að ann­að ríki hafi sam­þykkt að veita fólk­inu vernd.
Palestínskri fjölskyldu sem flúði Vesturbakkann vísað frá Íslandi
Fréttir

Palestínskri fjöl­skyldu sem flúði Vest­ur­bakk­ann vís­að frá Ís­landi

Móð­ur og börn­un­um henn­ar sex var í nótt flog­ið á veg­um ís­lenskra stjórn­valda til Spán­ar. Brott­vís­un­in er fram­kvæmd á grunni Dyflin­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, sem heim­il­ar ís­lensk­um stjórn­völd­um að vísa flótta­fólki til fyrsta við­komu­stað­ar þeirra í Evr­ópu. Fjöl­skyld­an hef­ur enga vernd feng­ið á Spáni og býð­ur mögu­lega ferða­lag aft­ur heim til Palestínu þar sem blóð­ug hern­að­ar­átök geisa.
Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“
FréttirLaxeldi

Arctic Fish um laxa­förg­un í Tálkna­firði: „Fiski­vel­ferð í fyr­ir­rúmi hjá okk­ur“

Arctic Fish á Ísa­firði seg­ist hafa fiski­vel­ferð í fyr­ir­rúmi eft­ir að birt­ar voru mynd­ir af sárug­um eld­islöx­um eft­ir lús í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins í Tálkna­firði. Norsk­ur eig­andi Arctic Fish seg­ir að hækka þurfi stand­ar­dinn í rekstri Arctic Fish og kenn­ir stjórn­völd­um á Ís­landi að hluta til um tjón­ið vegna laxa­förg­un­ar­inn­ar.
Villandi markaðsaðferð að bjóða afslátt af áskrift í verðlaun í Facebook-leik um Friends
Neytendur

Vill­andi mark­aðsað­ferð að bjóða af­slátt af áskrift í verð­laun í Face­book-leik um Friends

Vinn­ings­hafi í Face­book-leik Stöðv­ar 2 gat ekki nýtt sér vinn­ing, þriggja mán­aða áskrift að Stöð 2+, þar sem nauð­syn­legt er að vera í netáskrift hjá Voda­fo­ne til að fá vinn­ing­inn. Stöð 2 bauð sára­bæt­ur: 15 pró­sent af­slátt af sjón­varps­áskrift. Neyt­enda­stofa og Neyt­enda­sam­tök­in segja um vill­andi mark­aðsað­ferð að ræða.
„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás?“
Fréttir

„Ef ég heyrði þig rétt, sagð­ir þú árás?“

Bjarni Bene­dikts­son, ut­an­rík­is­ráð­herra Ís­lands, seg­ir það sem gerð­ist í Jabalia-flótta­manna­búð­un­um á Gaza „skelfi­legt“ en að það hafi ekki ver­ið árás held­ur hafi Ísra­el­ar ver­ið að verja sig gegn hryðju­verka­mönn­um. Mann­rétt­inda­skrif­stofa Sam­ein­uðu þjóð­anna tel­ur loft­árás Ísra­ela á búð­irn­ar, þar sem um 200 manns féllu, geta ver­ið stríðs­glæp.
Samfylkingin mælist með jafn marga þingmenn og allir stjórnarflokkarnir
Fréttir

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með jafn marga þing­menn og all­ir stjórn­ar­flokk­arn­ir

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram sem áð­ur lang­stærsti flokk­ur lands­ins og Vinstri græn mæl­ast með minnst fylgi allra flokka sem eiga sæti á Al­þingi. Hin svo­kall­aða frjáls­lynda miðja gæti mynd­að þriggja flokka stjórn mið­að við stöðu mála í könn­un­um en rík­is­stjórn­in myndi tapa 17 þing­mönn­um og fá jafn marga og Sam­fylk­ing­in.
Brátt á heimleið:  Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð
FréttirFlóttamenn

Brátt á heim­leið: Ís­land breytti sýn Isaacs á sam­kyn­hneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.
Barnagirnd séra Friðriks og vina hans í KFUM í Danmörku: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Barnagirnd séra Frið­riks og vina hans í KFUM í Dan­mörku: „Ég hafði fund­ið mitt kon­ungs­ríki“

Í bók Guð­mund­ar Magnús­son­ar sagn­fræð­ings um séra Frið­rik Frið­riks­son er op­in­ber­að að nán­asti sam­starfs­mað­ur hans í KFUM í Dan­mörku Ol­fert Ricard hafi líka ver­ið barn­aníð­ing­ur. Fyr­ir­renn­ari Ol­ferts hjá danska KFUM, Ax­el Jør­gensen, var það einnig og var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir barn­aníð ár­ið 1930.

Mest lesið undanfarið ár