Getum þakkað fyrir að mökkinn leggi ekki yfir Reykjanesbæ
Fréttir

Get­um þakk­að fyr­ir að mökk­inn leggi ekki yf­ir Reykja­nes­bæ

Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur vek­ur at­hygli á því að þakka megi fyr­ir hvernig vind­ar blása á suð­vest­ur­horn­inu í kvöld, nú þeg­ar jörð­in hef­ur opn­ast með nokkr­um krafti norð­an Grinda­vík­ur. Næsta þétt­býli á leið gosguf­anna er Þor­láks­höfn og gæti gasi sleg­ið þar nið­ur, en á morg­un mun mökk­inn blása á haf út.
Sagan af vélstjóranum í Eyjum sem gagnrýndi kvótakerfið: „Ég var talinn óalandi og óferjandi.“
FréttirKvótinn

Sag­an af vél­stjór­an­um í Eyj­um sem gagn­rýndi kvóta­kerf­ið: „Ég var tal­inn óalandi og óferj­andi.“

Stærsta út­gerð­ar­fé­lag­ið í Vest­manna­eyj­um, Ís­fé­lag­ið stend­ur á tíma­mót­um eft­ir að Guð­björg Matth­ías­dótt­ir færði eign­ar­hald­ið að mestu yf­ir á syni sína og skráði fé­lag­ið á mark­að. Völd út­gerð­ar­inn­ar í Eyj­um eru mik­il og seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Ís­fé­lags­ins, Árni Marz Frið­geirs­son, sögu af því þeg­ar hon­um var sagt upp vegna grein­ar sem hann skrif­aði í DV um kvóta­kerf­ið.
Vonar að fjölskyldan þurfi ekki að bregða búi til að tryggja öryggi sonar síns
Fréttir

Von­ar að fjöl­skyld­an þurfi ekki að bregða búi til að tryggja ör­yggi son­ar síns

Hjörv­ar Árni Leós­son, fað­ir drengs sem glím­ir við fjöl­þætta fötl­un, seg­ir að ákvörð­un sveit­ar­stjórn Skaga­fjarð­ar um að loka Grunn­skól­an­um aust­an Vatna á Hól­um koma syni sín­um og fjöl­skyldu sér­lega illa. Ekk­ert til­lit hafi ver­ið tek­ið til son­ar hans þeg­ar ákvörð­un­in var tek­in. Til að mynda sé ekki gert ráð fyr­ir syni hans í skóla­bíl næsta vet­ur.
„Það eru auðvitað ákveðin átök sem birtast innan þessa ríkisstjórnarsamstarfs“
FréttirPressa

„Það eru auð­vit­að ákveð­in átök sem birt­ast inn­an þessa rík­is­stjórn­ar­sam­starfs“

Lilja Dögg Al­ferðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, seg­ir breidd stjórn­ar­inn­ar hafa í för með sér átök inn­an henn­ar. Lilja sat með­al ann­ars fyr­ir svör­um um kjara­mál­in og efna­hags­ástand­ið í land­inu í nýj­asta þætti Pressu. Tal­aði ráð­herra fyr­ir hval­reka­skatti fyr­ir þá sem græða á nú­ver­andi efna­hags­ástandi, „sem ákveð­inn sveiflu­jafn­ara á stöð­una.“
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.

Mest lesið undanfarið ár