Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Hlaðvörp þéna hátt í þrjú hundruð milljónir
Fréttir

Hlað­vörp þéna hátt í þrjú hundruð millj­ón­ir

Tekj­ur af hlað­vörp­um marg­fald­ast á milli ára og nálg­ast óð­fluga þrjú hundruð millj­ón­ir á ári. Hlut­fall þeirra af heild­ar­tekj­um fjöl­miðla nem­ur einu pró­senti, sama og tekj­ur vef­miðla voru í upp­hafi ald­ar. Þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir RÚV ráð­ast inn á hlað­varps­mark­að­inn þar sem ríki blóm­leg sam­keppni einka­að­ila.
Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.
„Ég get ekki hent hluta af menningu minni í burtu“
Fréttir

„Ég get ekki hent hluta af menn­ingu minni í burtu“

Þrjár múslimsk­ar kon­ur sem hafa bú­ið hér á landi ár­um sam­an og tala reiprenn­andi ís­lensku hafa ít­rek­að lent í for­dóm­um vegna trú­ar sinn­ar, húðlitar og þess að bera höf­uðslæðu. Slæð­an er hluti af þeirra menn­ingu og þær velja sjálf­ar hvort þær vilji bera hana eða ekki. Tvær þeirra hafa áhyggj­ur af því að ras­ismi sé að fær­ast í auk­ana.
79 ár frá frelsun Auschwitz: 245 þúsund fórnarlömb helfararinnar enn á lífi
Saga

79 ár frá frels­un Auschwitz: 245 þús­und fórn­ar­lömb helfar­ar­inn­ar enn á lífi

Í dag, 27. janú­ar 2024, eru 79 ár síð­an 332. riffla­deild 60. hers Sov­ét­ríkj­anna hrakti þýsk­ar varn­ar­sveit­ir burt frá þrem­ur smá­þorp­um í suð­ur­hluta Pól­lands, nán­ar til­tek­ið í Sles­íu, sem Hitlers-Þýska­land hafði inn­lim­að haust­ið 1939. Þorp­in hétu Monowitz, Bir­kenau og Auschwitz og stóðu í þétt­um hnapp við ána Sola. Hinn Rauði her Sov­ét­ríkj­anna hóf þann 12. janú­ar mikla sókn við og yf­ir...
Reynslumikill og varkár fagmaður – faðir, vinur og útivistarmaður
Fréttir

Reynslu­mik­ill og var­kár fag­mað­ur – fað­ir, vin­ur og úti­vist­ar­mað­ur

„Miss­ir fjöl­skyldu, vina, vinnu­fé­laga og allra annarra sem líf Lúlla snerti er ólýs­an­leg­ur og sökn­uð­ur okk­ar allra óend­an­leg­ur,“ seg­ir í kveðju­orð­um Elías­ar Pét­urs­son­ar um bróð­ur sinn Lúð­vík, sem féll of­an í djúpa sprungu í Grinda­vík, við vinnu sína fyr­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Ís­lands.
Vildu fylla í sprunguna svo matsmenn gætu farið um
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Vildu fylla í sprung­una svo mats­menn gætu far­ið um

Al­manna­varn­ir taka ekki ákvörð­un um „hvort fyllt sé í þessa holu eða hina hol­una, held­ur verk­fræð­ing­ar og verk­tak­ar á svæð­inu,“ seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekk­ert áhættumat var í gildi er mað­ur féll of­an í sprungu sem hann vann við að fylla í húsa­garði.
Ungmenni stofna bankareikninga án vitneskju foreldra sinna
Fréttir

Ung­menni stofna banka­reikn­inga án vitn­eskju for­eldra sinna

Ung­menni á aldr­in­um 13 til 18 ára geta hæg­lega stofn­að de­bet­korta­reik­in­ing án vit­und­ar for­eldra eða for­ráða­manna sinna. Fram­far­ir í fjár­tækni og not­enda­vænni banka­þjón­ustu hafa leitt til þess að börn geta stofn­að reikn­ing sem for­eldr­ar hafa enga vitn­eskju um. Börn sem hafa feng­ið ra­f­ræn skil­ríki geta á ör­skots­stundu stofn­að de­bet­korta­reikn­ing á vin­sæl­um smá­for­rit­um á borð við Aur. Með slík­um reikn­ing­um geta ung­menni tek­ið við og miðl­að greiðls­um án eft­ir­lits.
Prestar mótmæla brottvísun barnshafandi konu
Fréttir

Prest­ar mót­mæla brott­vís­un barns­haf­andi konu

Prest­ar Ástjarn­ar­kirkju í Hafnar­firði sendu áskor­un á yf­ir­völd í dag og mót­mæltu fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un fjög­urra, bráð­um fimm, manna fjöl­skyldu. Í fjöl­skyld­unni eru tvö börn: Mike litli sem er á öðru ári og hin ell­efu ára gamla Sam­ara. Lít­ið systkini er á leið­inni. Prest­arn­ir vilja að yf­ir­völd veiti fjöl­skyld­unni dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.
Diljá Mist segir að framkoman í garð Bjarna sé „algjörlega óboðleg“
FréttirPressa

Diljá Mist seg­ir að fram­kom­an í garð Bjarna sé „al­gjör­lega óboð­leg“

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þykja stað­hæf­ing­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra um flótta­menn ekki of­stæk­is­full­ar. Fram­kom­an í hans garð sé enn frem­ur „al­gjör­lega óboð­leg.“ Hún seg­ir að fólk muni gagn­rýna Bjarna óháð því hvernig hann orð­ar hlut­ina. Diljá Mist var við­mæl­andi Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í Pressu í dag.

Mest lesið undanfarið ár