Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Friðrik vann bæði fyrir ríkið og útgerðir sem keyptu skip af spænsku fyrirtæki
Fréttir

Frið­rik vann bæði fyr­ir rík­ið og út­gerð­ir sem keyptu skip af spænsku fyr­ir­tæki

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍU, Frið­rik Arn­gríms­son, hef­ur kom­ið að við­skipt­um við spænska skipa­smíða­stöð fyr­ir ís­lenska rík­ið og einnig fyr­ir hönd ís­lenskra út­gerða fyr­ir og eft­ir að hann var full­trúi rík­is­ins í nefnd við smíði nýs hafrannn­sókna­skips sem kost­ar fimm millj­arða króna. Vinna Frið­riks í smíðanefnd haf­rann­sókna­skips­ins vakti at­hygli og deil­ur á sín­um tíma af því hann er sjálf­ur skipa­miðl­ari.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Óháður bókari skoðaði fjárreiður Blaðamannafélagsins áratug aftur í tímann
Fréttir

Óháð­ur bók­ari skoð­aði fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins ára­tug aft­ur í tím­ann

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands hef­ur sent KP­MG nið­ur­stöð­ur í rýni á fjár­reið­um fé­lags­ins síð­ustu tíu ár og ósk­að eft­ir því að fyr­ir­tæk­ið skili sér skýrslu um þær. Skýrsl­an verð­ur kynnt fé­lags­mönn­um í síð­asta lagi um miðj­an næsta mán­uð. Fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins til tveggja ára­tuga var rek­inn í janú­ar.
Lilja treystir því að fjármálaráðherra hafi gætt að eigin hæfi
Fréttir

Lilja treyst­ir því að fjár­mála­ráð­herra hafi gætt að eig­in hæfi

Í nýj­asta þætti Pressu ræddu Lilja Al­freðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um ný­leg kaup Lands­bank­ans á TM og við­brögð ráð­herra við þeim við­skipt­um. Spurð hvort Þór­dís Kol­brún hafi gætt að sínu hæfi áð­ur en hún hóf af­skipti af sölu­ferl­inu sagð­ist Lilja treysta því að svo væri.

Mest lesið undanfarið ár