Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra
Fréttir

Há­skól­inn í Reykja­vík hafn­ar til­boði há­skóla­ráð­herra

Stjórn Há­skól­ans í Reykja­vík tel­ur sig ekki geta tek­ið til­boði há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um að fá full­an rík­is­styrk gegn af­námi skóla­gjalda. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu seg­ir að með því að sam­þykkja hug­mynd­ir ráð­herra skerð­ist rekstr­ar­tekj­ur skól­ans um 1200 millj­ón­ir króna ár­lega.
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra
Fréttir

Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík leggst gegn til­boði ráð­herra

Í álykt­un sem Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík sendi frá sér vegna til­boðs há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um áf­nám skóla­gjalda einka­rek­ina há­skóla er úr­ræð­ið sagt fela í sér 15 pró­sent nið­ur­skurð á rekstri skól­ans. Stúd­enta­fé­lag­ið kall­ar eft­ir full­um fjár­fram­lög­um án kröfu um áf­nám skóla­gjalda.
Umferðarhnúturinn á Sæbraut skynjurum að kenna
Fréttir

Um­ferð­ar­hnút­ur­inn á Sæ­braut skynj­ur­um að kenna

Gríð­ar­leg um­ferð hef­ur ver­ið á Sæ­braut­inni í Reykja­vík síð­ast­liðn­ar vik­ur. Sam­göngu­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir þetta vera vegna ótengdra skynj­ara á gatna­mót­um við braut­ina. Tek­ið hafi tíma að ráða bót á því vegna fálið­un­ar og veik­inda. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir ferð­ir stræt­is­vagna sem leið áttu eft­ir Sæ­braut­inni hafa ver­ið allt að rúm­um klukku­tíma á eft­ir áætl­un.
Gestum Bláa lónsins beint um veg á sprungusvæði
FréttirReykjaneseldar

Gest­um Bláa lóns­ins beint um veg á sprungu­svæði

Sprung­ur vest­an Grinda­vík­ur hafa loks ver­ið birt­ar á upp­færðu hættumat­skorti Veð­ur­stof­unn­ar. Um þetta svæði ligg­ur nú hjá­leið gesta í Bláa lón­ið. En svæð­ið fær eng­an litakóða á kort­inu til að und­ir­strika hvaða hætt­ur þar sé að finna. Fyllt var upp í stór­ar sprung­ur á Nes­vegi um miðj­an nóv­em­ber, veg­inn sem ferða­mönn­um, jafn­vel í stór­um rút­um, er nú beint um.
Sex vikna og kemst ekki til föður síns án vegabréfs
FréttirFöst á Gaza

Sex vikna og kemst ekki til föð­ur síns án vega­bréfs

Abdul­karim Alzaq er að­eins sex vikna gam­all. Þessa stuttu ævi hef­ur hann bú­ið í tjaldi á Gaza­svæð­inu. Hann á föð­ur á Ís­landi sem hef­ur ekki tek­ist að fá sam­þykkt dval­ar­leyfi hér fyr­ir son­inn unga vegna þess að hann á ekki vega­bréf; ekki frek­ar en flest önn­ur börn sem hafa fæðst á Gaza­svæð­inu á síð­ustu mán­uð­um. Lög­in heim­ila und­an­þágu frá þess­ari kröfu en þeirri und­an­þágu hef­ur Út­lend­inga­stofn­un ekki beitt.
Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“
Fréttir

Formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir frétta­til­kynn­ingu HMS vera „að­för að leigj­end­um“

Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) er greint frá því að vaxta­hækk­an­ir síð­ustu ára hafa leitt til þess að greiðslu­byrði lána hafi auk­ist um­fram leigu­verðs­hækk­an­ir. Sam­kvæmt grein­ingu HMS er greiðslu­byrð­in orð­in allt að 40 pró­sent­um hærri en leigu­verð. Formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir HMS fara með rangt mál og til­kynn­ing­una vera til þess fallna að af­vega­leiða um­ræð­una.
„Það er engum hollt að vera hérna úti mjög lengi“
FréttirFöst á Gaza

„Það er eng­um hollt að vera hérna úti mjög lengi“

Mjög vannærð unga­börn, al­var­lega særð­ur ung­lings­pilt­ur, eldri mað­ur sem er fár­veik­ur af krabba­meini. Þetta fólk, og fleira, er á leið út af Gaza­svæð­inu fyr­ir til­stilli ís­lenskra sjálf­boða­liða í Kaíró. „Við get­um ekki set­ið hjá og horft á þjóð­armorð í beinni út­send­ingu eins og ís­lensk stjórn­völd virð­ast geta gert,“ seg­ir einn sjálf­boða­lið­anna: Sema Erla Ser­d­aroglu.
Forstjóri eiganda Arctic Fish segir að „skynsemin muni sigra“ á Íslandi
FréttirLaxeldi

For­stjóri eig­anda Arctic Fish seg­ir að „skyn­sem­in muni sigra“ á Ís­landi

Iv­an Vind­heim, for­stjóri norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Mowi, sem er eig­andi Arctic Fish á Ís­landi, hef­ur ekki áhyggj­ur af því að lax­eldi í sjókví­um muni líða und­ir lok á Ís­landi. Þetta sagði for­stjór­inn á blaða­manna­fundi í gær þar sem hann gagn­rýndi með­al ann­ars nýja mynd út­vistar­fyr­ir­tæk­is­ins Patagonia um lax­eldi á Ís­landi.
HMS segir að það hafi ekki verið hagkvæmara að leigja í þrettán ár
Viðskipti

HMS seg­ir að það hafi ekki ver­ið hag­kvæm­ara að leigja í þrett­án ár

Þeir sem taka óverð­tryggð lán til að kaupa sér íbúð í dag geta vænst þess að greiða meira en 100 þús­und krón­um meira í af­borg­un á mán­uði en ef þeir myndu leigja sam­bæri­lega íbúð. Enn er greiðslu­byrði á verð­tryggð­um lán­um lægri en á leigu­mark­aði en hún hef­ur þó ekki ver­ið hærra hlut­fall af leigu síð­an 2011.

Mest lesið undanfarið ár