Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Sex vikna Abdulkarim fær dvalarleyfi
FréttirFöst á Gaza

Sex vikna Abdul­karim fær dval­ar­leyfi

Hinn sex vikna Abdul­karim Alzaq frá Palestínu er kom­inn með dval­ar­leyfi hér á landi ásamt fjór­um systkin­um sín­um og móð­ur. Hér býr fyr­ir fað­ir hans, Mohammed Alsaq, sem reyndi vik­um sam­an að fá sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu án ár­ang­urs því Abdul­karim átti ekki vega­bréf. Eft­ir við­tal Heim­ild­ar­inn­ar á föstu­dag sam­þykkti Út­lend­inga­stofn­un sam­ein­ing­una.
Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó
FréttirPressa

Magnús beið eft­ir langvar­andi með­ferð þeg­ar hann dó

Móð­ir 19 ára drengs og syst­ir konu sem lét­ust í fyrra af völd­um lyfja­eitr­ana segja að hugs­an­lega hefði ver­ið hægt að bjarga þeim ef hér hefði ver­ið starf­rækt bráða­þjón­usta fyr­ir fíkni­sjúk­linga. Þau hafi bæði ver­ið að bíða eft­ir að fá lækn­is­hjálp þeg­ar þau dóu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir alltof mörg dæmi um það á Ís­landi að fólk deyi með­an það bíði eft­ir að fá hjálp.
Fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var meðmælandi Lúðvíks
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ var með­mæl­andi Lúð­víks

Gunn­ar Ein­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ, var með­mæl­andi Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf sviðs­stjóra hjá bæn­um. Lúð­vík Örn hef­ur um ára­bil gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Meiri­hlut­inn í Garða­bæ ákvað að ráða Lúð­vík Örn fram yf­ir konu sem er bæj­ar­rit­ari í Mos­fells­bæ.
„Sæll Elliði“: Velgjörðarmaður bæjarstjórans sendi honum póst og bað um lóð Ölfuss
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Sæll Elliði“: Vel­gjörð­ar­mað­ur bæj­ar­stjór­ans sendi hon­um póst og bað um lóð Ölfuss

Fjár­fest­ir­inn Ein­ar Sig­urðs­son sendi tölvu­póst á net­fang bæj­ar­stjór­ans í Ölfusi Ell­iða Vign­is­son­ar og bað um að fá kaupa lóð við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Bæj­ar­stjór­inn eign­að­ist hús sem Ein­ar átti á óljós­um for­send­um ein­ung­is ein­um mán­uði áð­ur.
„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“
Allt af létta

„Fagn­að­ar­óp um alla ganga og öll­um rým­um skól­ans“

Lista­há­skóli Ís­lands var fljót­ur að sam­þykkja til­boð há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um óskert fjár­fram­lög gegn af­námi skóla­gjalda. Sama dag og ráð­herra kynnti breyt­ing­arn­ar á há­skóla­kerf­inu sendi Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor Lista­há­skól­ans, út tölvu­póst þar sem nem­end­um og starfs­fólki var til­kynnt um að skóla­gjöld verði felld nið­ur frá og með næsta hausti.
Bróðir Lúðvíks skilur ekki hvers vegna rannsóknarnefnd almannavarna var lögð niður
FréttirPressa

Bróð­ir Lúð­víks skil­ur ekki hvers vegna rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna var lögð nið­ur

Elías Pét­urs­son, bróð­ir Lúð­víks Pét­urs­son­ar sem féll of­an í sprungu í Grinda­vík fyr­ir fimm vik­um síð­an, seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að hann skilji ekki hvers vegna rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna var lögð nið­ur. Hefði sú nefnd ver­ið til stað­ar hefði fjöl­skylda Lúð­víks mögu­lega getað feng­ið skýr­ari svör við mörg­um spurn­ing­um sem enn hef­ur ekki ver­ið svar­að.
Fimm ár verði hámarksrannsóknartími sakamála
Fréttir

Fimm ár verði há­marks­rann­sókn­ar­tími saka­mála

Þing­menn fimm flokka hafa lagt til að lög­reglu verði gert að hætta rann­sókn saka­máls fylgi henni ekki ákæra að ári liðnu. Hægt verði þó að fram­lengja rann­sókn­ina um ár í senn að há­marki fimm sinn­um. Hildi Sverr­is­dótt­ur, þing­flokks­for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrsta flutn­ings­manni, þyk­ir þetta eðli­legt í öfl­ugu og sann­gjörnu rétt­ar­ríki. Hér­aðssak­sókn­ari seg­ist ekki kann­ast við slík lög í öðr­um lönd­um.
Jafnaðarstefnan hafi prinsipp sem ekki gefist afsláttur af
Fréttir

Jafn­að­ar­stefn­an hafi prinsipp sem ekki gef­ist af­slátt­ur af

Helga Vala Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að ekk­ert samasem­merki sé á milli lask­aðra inn­viða og fólks á flótta. Nokk­ur ólga hef­ur ver­ið með­al jafn­að­ar­manna eft­ir að formað­ur flokks­ins boð­aði breytta stefnu í mál­efn­um hæl­is­leit­enda. Helga Vala vildi ekki tjá sig um hvort að skrif henn­ar tengd­ust ný­leg­um um­mæl­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur.
Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra
Fréttir

Há­skól­inn í Reykja­vík hafn­ar til­boði há­skóla­ráð­herra

Stjórn Há­skól­ans í Reykja­vík tel­ur sig ekki geta tek­ið til­boði há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um að fá full­an rík­is­styrk gegn af­námi skóla­gjalda. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu seg­ir að með því að sam­þykkja hug­mynd­ir ráð­herra skerð­ist rekstr­ar­tekj­ur skól­ans um 1200 millj­ón­ir króna ár­lega.

Mest lesið undanfarið ár