Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi

Fjár­skort­ur haml­ar rann­sókn­ar­starfi og ný­sköp­un á Ís­landi. Doktors­rann­sókn­ir drag­ast úr hófi sök­um þess að doktorsnem­ar fá ekki styrki til að fram­fleyta sér. Þeir sem fá á ann­að borð styrki segja þá bæði veitta til of stutts tíma og að fjár­hæð­irn­ar séu of lág­ar.

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi
Fjárskortur hamlar doktorsnámi Doktorsnemar búa við viðvarandi fjárskort sem hamlar vísindastarfi á Íslandi. Styrkir eru fáir og margir doktorsnemar um hituna. Þeir sem síðan hljóta styrki til rannsókna eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman sökum þess hversu lágar styrkupphæðir eru. Mynd: Kristinn Magnússon

Doktorsnemar við Háskóla Íslands glíma við alvarlegan fjárskort sem hamlar rannsóknarstarfi og nýsköpun á Íslandi. Von úr viti dregst að birta niðurstöður úr rannsóknum sem væru almenningi til heilla, sökum þess að doktorsnemar fái ýmist ekki styrki til náms, þeir styrkir sem nemar fá eru til of stutts tíma og styrkupphæðir eru of lágar til að hægt sé að framfleyta sér á þeim. Doktorsnemar hafa leitað út fyrir landsteinana, þar sem ódýrara er að lifa, og sjá jafnvel ekki fyrir sér að snúa til baka. „Í raun og veru hraktist ég frá Íslandi,“ segir einn viðmælenda Stundarinnar. „Við erum að missa af þekkingarsköpun, missa af flottum og mikilvægum rannsóknum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag,“ segir annar.

Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Fedon, birti á dögunum könnun sem gerð var meðal félagsmanna þess. Niðurstöður könnunarinnar sýna að staða doktorsnáms við skólann er alvarleg sökum þess að mikið skortir á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár