Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Barn rekur á land

Nýj­asta skáld­saga Sölva Björns Sig­urðs­son­ar hefst á því að barn rek­ur á land við Hjör­leifs­höfða haust­ið 1839. Sag­an kall­ast á við flótta­mannakrís­una, eitt­hvert stærsta mál sam­tím­ans, og á brýnt er­indi við les­end­ur dags­ins í dag. Jón Bjarki Mag­ús­son ræddi við höf­und­inn um skáld­sög­una Seltu sem er eins kon­ar óð­ur til manns­and­ans og þess góða í mann­in­um.

Hvað gerir maður þegar ókunnugt barn rekur óforvarendis á fjörur hans? Þetta er á meðal þeirra spurninga sem rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson spyr í nýrri skáldsögu sinni, Seltu, apókrýfu úr ævi landlæknis. Sagan, sem gerist á haustmánuðum 1839, fjallar um landlækni sem lífgar við lítinn dreng sem rekið hefur á land fyrir ströndum Hjörleifshöfða. Fljótlega kemur í ljós að drengurinn virðist ómálga á íslensku, þótt hann mæli nokkur kunnugleg orð sem benda helst til þess að hann komi frá fjarlægu landi að því er virðist utan Evrópu. Sýruson. Sandsinni. Fyndinn hestur. Þeir kumpánar halda í kjölfarið í afdrifaríkt og ævintýralegt ferðalag þvert yfir jökulár, sanda og hálendi í leit að uppruna þess síðarnefnda, og njóta meðal annars liðsinnis aðstoðarmannsins Mister Undertaker og servantsstúlku á hæli.

Sölvi Björn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn að hinum ýmsu bókmenntaformum í gegnum árin, hlotið rithöfundaviðurkenningu RÚV, Menningarverðlaun DV …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár