Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dæmdir nýnasistar frá Norðurlöndum hjálpa þeim íslensku

For­ystu­menn Nor­rænu mót­stöðu­hreyf­ing­ar­inn­ar eru með of­beld­is­dóma á bak­inu og lof­syngja Ad­olf Hitler. Stund­in fjall­ar um heim­sókn þeirra til Ís­lands í sam­starfi við sænska fjöl­mið­il­inn Expo.

Sænskir, norskir og danskir nýnasistar komu til Íslands í byrjun mánaðarins til að styðja við Norðurvígi, íslenskan arm Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar.  Einn þeirra er leiðtogi hreyfingarinnar, hinn sænski Simon Lindberg, sem hefur fengið dóm fyrir hatursglæp og ofbeldi gegn samkynhneigðum. Martin Saxlind, ritstjóri vefs hreyfingarinnar, er einnig með í för, auk tveggja framámanna nýnasista á Skáni, Freddy Nerman og Tobias Malvå. Hafa þeir reglulega komist í kast við lögin og eru samtök þeirra talin hættuleg af lögregluyfirvöldum.

 „Við erum í mjög góðu samstarfi við löggæslustofnanir á Norðurlöndum, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og lögregluna á Suðurnesjum,“ segir Runólfur Þórhallsson, lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra, í samtali við Stundina, en ríkislögreglustjóri nefndi samtökin sérstaklega í skýrslu sinni um hryðjuverk frá árinu 2017. „Við teljum ekki að það sé nein yfirvofandi hætta.“

Nýnasistarnir gengu milli húsa á Kársnesi í Kópavogi á miðvikudag ásamt íslenskum félögum sínum í Norðurvígi og dreifðu áróðri í hús og settu límmiða með merki hreyfingarinnar á ljósastaura í hverfinu. Gerðu íbúar á svæðinu lögreglu viðvart. Á fimmtudag komu þeir saman á Lækjartorgi, veifuðu fánum og ræddu við vegfarendur. Hafði lögreglan afskipti af þeim en útifundinum lauk án átaka, þrátt fyrir orðaskipti við vegfarendur.

„Helvítis kynþáttasvikari,“ sagði Simon Lindberg við Snæbjörn Guðmundsson, sem átti leið hjá og reif bækling sem hann fékk afhentan í sundur í mótmælaskyni við aðgerðir nýnasistanna. „Komdu þér í burtu, kommúnistahyskið þitt.“

Nokkrir Íslendingar hafa verið með gestunum í för. Stundin ræddi við einn þeirra á Lækjartorgi, Arnar Styr Björnsson, sem er guðfræðingur að mennt og fyrrverandi formaður Herjans – félags stúdenta gegn ESB-aðild. Hann sagðist ekki vilja beita sér fyrir fjöldamorðum á Íslandi en lýsti þó hrifningu sinni á Nasistaflokki Þýskalands.

„Ég er mjög hrifinn af því sem þýski þjóðernisfélagshyggjuflokkurinn stóð fyrir,“ sagði Arnar. „Ég held það sé ekki allt satt sem sagt er um helförina ... hef ekkert verið að kynna mér það neitt sérstaklega en ég held það sé mjög mikið logið um það dæmi.“

Vilja miðla áróðri um nasisma

Norræna mótstöðuhreyfingin berst fyrir sameiningu Norðurlandanna í einu hvítu þjóðríki sem losni þannig undan áhrifum „glóbalista“. Er það orð oft notað af þjóðernissinnum yfir gyðinga. Lögregluyfirvöld á Norðurlöndum fylgjast náið með aðgerðum þeirra og voru þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð dæmdir í fangelsi árið 2017 fyrir sprengjuárás í Gautaborg.

Á heimasíðu samtakanna segir að Norræna mótstöðuhreyfingin sé „byltingarkennd þjóðernis félagshyggin pólitísk baráttu samtök“. Þá segir einnig að meginmarkmið samtakanna sé að miðla áróðri. 

„Meginverkefni samtakanna um þessar mundir er að miðla áróðri til fólksins. Okkar meginmarkmið með okkar áróðri er ekki einungis að ráða stóran hóp af fólki, heldur er það að draga til okkar hágæða, skarpa og hliðholla einstaklinga. Í stærra samhengi notum við þennan áróður til að veita almenningi jákvæða ímynd af Norrænu mótstöðuhreyfingunni og þjóðernisfélagshyggju, svo að almenningur mun fúslega styðja og á þeim degi er við náum völdum á Norðurlöndunum.“

Í bæklingi sem þeir hafa dreift í hús og til vegfarenda segir meðal annars að fólki og landi sé stjórnað af sjálfskipaðri alþjóðaelítu sem hafi með gríðarlegu fjármagni náð stjórn á bönkum, fjölmiðlum og skemmtanaiðnaði í vestrænum samfélögum. „Þar af leiðandi hefur þeim tekist að halda fólkinu í járngreipum þrælavaxta, menningarmarxisma og úrkynjaðar ómenningar.“

Dæmdir ofbeldismenn með í för

Simon Lindberg er leiðtogi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar. Lindberg segist hafa sömu grunnhugmyndafræði og Adolf Hitler. Hann telur samkynhneigða ýta undir barnaníð og fékk þriggja mánaða fangelsisdóm árið 2006 fyrir að veitast að meðlimum samtaka hinsegin fólks sem dreifðu smokkum. Hann afneitar því að helförin hafi átt sér stað með þeim hætti sem almennt er viðurkennt. „Það skiptir ekki máli,“ sagði hann í viðtali við Sydsvenskan. „Þetta var fyrir sextíu árum. Og það eru vísbendingar um að þetta hafi ekki verið svona umfangsmikið.“

Simon LindbergLeiðtogi hreyfingarinnar var dæmdur í fangelsi fyrir árás gegn samkynhneigðum.

Í fyrra var Lindberg svo dæmdur fyrir hatursáróður gegn minnihlutahópum, fyrir að hafa í ræðu sem hann hélt í miðborg Stokkhólms árið 2016 kallað nasistakveðjuna „Sieg Heil“ á sænsku.

Annar sænskur nýnasisti sem tók þátt í aðgerðunum er Freddy Nerman, 29 ára fyrrverandi hermaður frá Skáni. Hann hefur að eigin sögn verið meðlimur hreyfingarinnar frá 2008, þegar hann var 17 ára að aldri, og var hann því yfirlýstur nýnasisti á meðan hann gegndi herþjónustu.

Meðlimir hreyfingarinnarFreddy Nerman heldur á fána til vinstri á myndinni, andspænis Simon Lindberg.

Nerman var í mars á þessu ári kærður fyrir að dreifa hatursáróðri á samfélagsmiðlinum VK, sem kallaður hefur verið rússneska Facebook. Um var að ræða tvær myndir með nasískum boðskap. Hann sætir einnig ákæru vegna átaka við lögreglumann.

Sneri baki við nasisma og hélt fyrirlestra í skólum

Annar nýnasisti sem sjá mátti á Lækjartorgi, Tobias Malvå, sætir nú ákæru vegna ofsókna í garð gyðinga og samkynhneigðra á netinu.

Tobias MalvåTobias snéri tímabundið baki við þjóðernishyggju.

Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir ofbeldi, hótanir og þjófnað. Í lok tíunda áratugarins vakti athygli þegar hann tilkynnti um að hann hefði yfirgefið þjóðernishreyfinguna. Í framhaldinu vann hann með samtökunum Exit, sem styðja við fyrrverandi meðlimi hægri öfgasamtaka. Hann flutti fyrirlestra í skólum um líf sitt og hvernig hann sneri baki við haturssamtökum en nokkrum árum síðar sneri hann aftur til starfa fyrir þjóðernissinnuð samtök og beitir sér nú innan Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar.

Loks er Martin Saxlind, ritstjóri hreyfingarinnar, staddur hérlendis. Hann heldur utan um vefsíðuna Nordfront og hefur jafnframt umsjón með útvarpsþætti. Saxlind var dæmdur fyrir ofbeldi á mótmælum í útjaðri Stokkhólms árið 2013. Þá hlaut hann jafnframt dóm fyrir hatursorðræðu vegna lofgreinar sem hann skrifaði um Adolf Hitler á síðunni árið 2015.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.