Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirstéttarmaður fólksins

Bor­is John­son, án efa einn um­deild­asti stjórn­mála­mað­ur Bret­lands síð­ustu ár, tók á dög­un­um við embætti for­sæt­is­ráð­herra eft­ir að Brex­it-áætl­un Th­eresu May fór úr bönd­un­um. Hans bíð­ur nú það erf­iða verk­efni að leiða þau mál til lykta en John­son á að baki lang­an og skraut­leg­an fer­il í stjórn­mál­um og sem óvænt fjöl­miðla­stjarna.

Yfirstéttarmaður fólksins

Það voru aðeins 0,13% breskra kjósenda sem greiddu hinum nýja forsætisráðherra atkvæði sitt enda var ekki um almenna kosningu að ræða heldur leiðtogakjör Íhaldsflokksins. Innanbúðarátök um hvernig ætti að útfæra útgöngu Breta úr Evrópusambandinu höfðu gert Theresu May ómögulegt að starfa áfram og Johnson var fremstur í flokki harðlínumanna sem sökuðu hana um að lúffa fyrir Brussel í samningaviðræðunum. 

Johnson ku vera fyrsti leiðtogi Bretlands sem einnig væri kjörgengur í forsetakosningum í Bandaríkjunum, en hann fæddist í New York árið 1964 og er því með tvöfaldan ríkisborgararétt þó að foreldrar hans séu breskir. Honum hefur raunar verið líkt við núverandi Bandaríkjaforseta af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum sínum.

„Hann er harður af sér og vel gefinn … þeir kalla hann Trump Bretlands!“ sagði Donald Trump sjálfur þegar hann frétti af sigri Johnsons. „Hann er eins og Trump með samheitaorðabók,“ sagði Nick Clegg, fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndra demókrata, nokkrum árum áður í umræðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár