Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, seg­ir í við­tali við Stund­ina að Birgitta Jóns­dótt­ir hafi kom­ið óheið­ar­lega fram við sam­starfs­fólk og beitt and­legu of­beldi. „Við höf­um alltof lengi ver­ið með­virk gagn­vart henni. Það var ein­fald­lega kom­ið nóg.“

Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingkona Pírata, segir að Birgitta Jónsdóttir hafi beitt samstarfsfólk andlegu ofbeldi og tekur undir lýsingar Helga Hrafns Gunnarssonar á samskiptaháttum hennar. Hún telur að það hafi löngu verið orðið tímabært að þingmenn upplýstu grasrótina um framkomuna.

„Ef það er eitthvað sem ætti að gagnrýna er það að við skyldum ekki gera þetta fyrir lifandi löngu,“ segir Sara í samtali við Stundina. „Hvort sem þú stofnar hljómsveit, fjölskyldu eða stjórnmálaflokk, þá gefur það þér engan rétt til að beita meðlimi alvarlegu andlegu ofbeldi. Birgitta Jónsdóttir er ekki þolandinn í þessu máli. Hún er gerandinn.“

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um átakafund Pírata þar sem tilnefningu Birgittu Jónsdóttur í trúnaðarráð flokksins var hafnað með 55 af 68 greiddum atkvæðum. Þingmenn flokksins beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið og hefur ræða Helga Hrafns Gunnarssonar vakið mikla athygli, þar sem hann lýsti áralangri reynslu sinni af því að vinna með Birgittu, fyrrverandi formanni Pírata og eins af stofnendum flokksins. 

Stundin hafði samband við Birgittu sem vildi ekki tjá sig um málið.

Mikilvæg fyrirmynd og síðar vinkona

Sara segir að Birgitta hafi ýmsa kosti og henni þyki vænt um margt í fari hennar. Upphaflega hafi Birgitta verið henni mikilvæg fyrirmynd.

„Ég leit upp til hennar úr fjarlægð. Hún er í raun ein af ástæðum þess að ég byrjaði í aktívisma og svo í stjórnmálum. Hún var með allt annað yfirbragð en stjórnmálafólk almennt. Seinna varð hún samstarfskona mín og loks náin vinkona. 

Urðu vinkonur„Mér fannst ég heppin að eiga hana að og þótti óskaplega vænt um hana.“

Ég var vöruð við Birgittu en kippti mér ekki upp við það. Hún gaf oft af sér, var skemmtileg og hnyttin. Stundum snöggreiddist hún en baðst svo afsökunar á framkomu sinni í kjölfarið. Hún gaf okkur mæðgum leikhúsmiða og gat sýnt kærleik og hlýju, mætti á opnanir hjá mér og studdi mig í myndlistinni. Hún virtist alveg frábær. Mér fannst ég heppin að eiga hana að og þótti óskaplega vænt um hana.“

Eftir því sem Sara kynntist Birgittu betur segir hún dekkri hliðar hafa komið í ljós. „Við fórum til dæmis saman á ráðstefnu erlendis og þar birtust karaktereinkenni sem manni leist ekki á. En maður sætti sig bara við að hún væri hörð í horn að taka, sá í gegnum fingur sér með það og hugsaði: já gott og vel, þetta er kannski það sem hún hefur þurft til að komast áfram.“

„Gerði markvisst lítið úr samstarfsfólki“

Sara kom fyrst inn á þing sem varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi í mars 2017 og þekkir vel til samstarfsörðugleikanna innan þingflokksins á síðasta kjörtímabili. 

„Þegar Birgitta gekk inn á þingflokksfundi þá breyttist andrúmsloftið og varð einhvern veginn óþægilegt. Ef samstarfsfólk stóð sig vel, ef eitthvað vakti athygli í fjölmiðlum, þá ýmist gagnrýndi hún það og sagði að í raun væri þetta ömurlegt eða þá að hún reyndi að eigna sér afrekin, sagði að þetta hefði allt verið hennar hugmynd, hún hefði sjálf „hannað atburðarásina“.

Þetta var alltaf svona. Hún gat aldrei unað samherjum sínum að þeim gengi vel eða fengju hrós fyrir það sem vel var gert, hún bara þoldi það ekki og gerði markvisst lítið úr samstarfsfólki. Sagði til dæmis að þessi eða hinn væri svo veikgeðja, það mætti ekki setja þennan eða hinn í framlínuna af því hann myndi ekki þola það. Hún virtist vilja að hinir þingmenn Pírata létu lítið fyrir sér fara meðan hún léti ljós sitt skína.

„Svo sá maður með tímanum að þetta 
var spilið sem hún spilaði við alla“

Það var mikið um niðurrif af hennar hálfu, og það sem ekki síður eitraði út frá sér: endurtekin trúnaðarbrot. Hún sagði manni hluti sem maður vissi alveg að hún ætti ekki að vera að segja manni. Ef einhver í þingflokknum trúði henni fyrir einhverju þá kom fyrir að það fréttist til næsta manns. Svo sá maður með tímanum að þetta var spilið sem hún spilaði við alla.

Svona deildi hún og drottnaði, það er nákvæmlega það sem hún var að gera. Skapaði misklíð milli fólks í kringum sig til að upphefja sjálfa sig, alandi á tortryggni og vantrausti okkar hinna hvoru gagnvart öðru um leið og hún stillti sjálfri sér upp sem mannasætti. Og ef hún skynjaði að kastljósið væri ekki nægilega á sjálfri sér þá spilaði hún sig sem fórnarlamb.“

Lýsing Söru er í takt við ræðuna sem Helgi Hrafn flutti á fundinum fyrr í vikunni. „Ég treysti henni ekki til þess að halda trúnað. Hún býr til ósætti frekar en sætti, algerlega ófeimin við það og stærir sig af því,“ sagði hann. „Hún grefur undan samherjum sínum þegar hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra, jafnvel sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur.“

Erfið ferð á ráðstefnu

Sara segir að mælirinn hafi fyllst þegar hún fór með Birgittu á ráðstefnu í Austur-Evrópu árið 2018.

„Þarna kynntist ég hlið á Birgittu sem mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að rifja upp. Það tók mig töluverðan tíma að jafna mig eftir þá ferð. Til að undirstrika það get ég nefnt að þegar að flugvélin lenti aftur á Íslandi lofaði ég sjálfri mér að Birgitta fengi aldrei nokkurn tímann aftur aðgang að mínu lífi.

Vandinn við andlegt ofbeldi er að oft er svo erfitt að setja fingurinn á það, hvað það nákvæmlega er. Framkoman var niðurbrjótandi, þegar hún var pirruð eða reið eða ósammála talaði hún til manns eins og maður væri fimm ára. Hún fór ítrekað í fýlu, var stjórnsöm og vildi ráða öllu.

„Í ferðinni upplifði maður stanslaust niðurrif og persónuárásir“

Ef maður gerði ekki strax nákvæmlega það sem hún krafðist, og með bros á vör, þá mætti manni þung og djúp fýla, vandlæting og reiði. Það átti allt að snúast um hana. Hún hélt fyrirlestur á málþinginu og eftir það reiddist hún okkur fyrir að hafa ekki gefið henni að borða. Í ferðinni upplifði maður stanslaust niðurrif og persónuárásir. Það voru mistök að fara í þessa ferð.“

Þingmönnum brugðið vegna boðaðrar endurkomu

Söru finnst Helgi Hrafn hafa lýst samskiptaháttum Birgittu vel á fundinum. „Í raun fór hann mildum orðum um hana miðað við allt sem á undan er gengið. Hann kom til dæmis inn á það að hún stæri sig af því að efna til ósættis, og ég kannast vel við þetta. Í upphafi okkar samskipta var hún oft að segja sögur af framferði sínu gagnvart öðrum og afleiðingunum af því. Ég túlkaði það fyrst þannig að þetta lægi svo þungt á henni, hún væri með samviskubit yfir því að hafa valdið öðrum vanlíðan og væri þess vegna að opna sig. En svo, eftir því sem leið á, þá áttaði ég mig á að hún var að stæra sig af því að vera svona valdamikil, að geta kengbeygt aðrar manneskjur.“

Sara segir að þingmönnum og fólki sem starfað hefur með Birgittu í flokknum hafi brugðið þegar fregnir bárust af því að hún vildi sitja í trúnaðarráði flokksins. Það hafi verið af illri nauðsyn sem þingmenn stigu fram og vöruðu við því. „Við héldum að við þyrftum aldrei að gera þetta. Við héldum að hún væri farin úr flokknum, að hún myndi ekki vinna meiri skaða. Þetta er eitthvað sem maður vill aldrei þurfa að gera, hvað þá gagnvart einhverjum sem stofnaði flokkinn og einhverjum sem var okkur mörgum fyrirmynd og vinur í lengri tíma. En við höfum alltof lengi verið meðvirk gagnvart henni. Það var einfaldlega komið nóg.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.