Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisborgararétturinn breytti lífi mínu

Mazen Ma­arouf var á dög­un­um til­nefnd­ur til Man Booker-verð­laun­anna fyr­ir bók­ina Brand­ar­ar handa byssu­mönn­um. Smá­sög­urn­ar í bók­inni eru sprottn­ar úr minn­ing­um hans úr æsku, sem hann hafði graf­ið í und­ir­með­vit­und­inni en komu upp á yf­ir­borð­ið í ör­ugg­um faðmi Reykja­vík­ur­borg­ar.

Ríkisborgararétturinn breytti lífi mínu
Panikk og gleði Mazen Maarouf varð andvaka eftir að hafa fengið fréttir af því að hann væri tilnefndur til Man Booker-verðlaunanna fyrir bókina Brandarar handa byssumönnum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hann var nýsofnaður eitt kvöld í byrjun mars en hrökk upp, um korteri eftir að hann hafði dottið út af, og teygði sig eftir símanum sínum, svona eins og fólk gerir flest. Mazen Maarouf hrökk í kút yfir því sem blasti við á skjánum. Hann hafði verið merktur í færslu, þar sem fram kom að hann hefði verið tilnefndur til Man Booker-verðlaunanna fyrir bókina Brandarar  handa byssumönnum. Mazen svaf ekki mikið meira þá nóttina. „Ég panikkaði satt að segja. Ég var glaður, auðvitað, en sterkasta tilfinningin sem ég fann fyrir var samt panikk. Þetta var undarlegt, að vera svona fastur á milli þessara tilfinninga,“ segir Mazen og bætir því við að hann hafi hreint ekki átt von á því að hljóta tilnefningu, enda væru smásagnasöfn sjaldan tilnefnd til þessara eftirsóttu verðlauna.

Þrettán verk eru tilnefnd til verðlaunanna, sem verður svo fækkað í sex þann 9. apríl. Hvert verkanna sex hlýtur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár