Um sex prósent þeirra sem tilheyra tekjulægstu tuttugu prósentunum sleppa því að sækja sér þá læknisþjónustu sem þeir telja sig þurfa. Þá sleppa rúm sautján prósent sama hóps því að fara til tannlæknis. Yfirlýst markmið stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Þegar kerfið er hins vegar borið saman við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum er ljóst að langt er í land að því markmiði verði náð. Stundin falaðist eftir viðtali við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við skrif þessarar skýringar en ekki var orðið við þeirri beiðni. Fyrr í sumar hafði DV óskað eftir viðtali en með sama árangri.
Kostnaðarþátttaka sjúklinga nær tvöfaldast
Á síðustu þremur áratugum hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu nær tvöfaldast og falla í dag um 20 prósent allra …
Athugasemdir