Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslendingar borga almennt meira fyrir heilbrigðisþjónustu

Yf­ir­lýst markmið stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er að ís­lenska heil­brigðis­kerf­ið eigi að stand­ast sam­an­burð við það sem best ger­ist í heim­in­um og að all­ir lands­menn eigi að fá not­ið góðr­ar þjón­ustu, óháð efna­hag og bú­setu. Þeg­ar kerf­ið er bor­ið sam­an við hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar kem­ur í ljós að Ís­lend­ing­ar borga al­mennt meira fyr­ir lyf og þjón­ustu en þekk­ist þar.

Íslendingar borga almennt meira fyrir heilbrigðisþjónustu

Um sex prósent þeirra sem tilheyra tekjulægstu tuttugu prósentunum sleppa því að sækja sér þá læknisþjónustu sem þeir telja sig þurfa. Þá sleppa rúm sautján prósent sama hóps því að fara til tannlæknis. Yfirlýst markmið stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Þegar kerfið er hins vegar borið saman við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum er ljóst að langt er í land að því markmiði verði náð. Stundin falaðist eftir viðtali við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við skrif þessarar skýringar en ekki var orðið við þeirri beiðni. Fyrr í sumar hafði DV óskað eftir viðtali en með sama árangri.

Kostnaðarþátttaka sjúklinga nær tvöfaldast

Á síðustu þremur áratugum hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu nær tvöfaldast og falla í dag um 20 prósent allra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár