Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eyðileggingin í Eldvörpum

Eld­vörp á Reykja­nesi eru ein­stak­ar nátt­úruperl­ur sem ver­ið er að raska með jarð­bor­un­um. Jarð­ýt­um er beitt á við­kvæmu svæði sem læt­ur á sjá, svæði sem er á nátt­úru­m­inja­skrá en engu að síð­ur í nýt­ing­ar­flokki Ramm­a­áætl­un­ar.

Eyðileggingin í Eldvörpum
Sár í hrauninu Tilraunaboranir HS Orku í Eldvarpahrauni hafa í för með sér óafturkræft rask á viðkvæmri náttúru, í hrauni sem er einstakt á heimsvísu. Mynd: Ellert Grétarsson

Á Reykjanesi, örskammt frá Grindavík og Bláa Lóninu, eru stórmerkileg náttúrufyrirbrigði sem kallast Eldvörp. Um er að ræða gígaröð, um það bil tíu kílómetra langa, sem myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Eldvörp eru á náttúruminjaskrá, sem og Eldvarpahraun sem þau standa í. Er þeim lýst sem smækkaðri mynd af frægustu gígaröð landsins, Lakagígum. Við gígana, í hrauninu sjálfu, fara nú jarðýtur um og skilja eftir sig sár í landinu sem skera í augun. Allt fyrir rafmagn, heitt vatn og hugsanlegan ágóða orkufyrirtækisins HS Orku.

Verktakar á vegum HS Orku hafa útbúið svokallaðan borteig við Eldvörp þar sem búið er að bora tilraunaholu til að kanna hvort fýsilegt sé að virkja jarðvarma á svæðinu. Svæðið er í nýtingarflokki Rammaáætlunar og er heimilt að vinna þar allt að 30 MW af raforku. Verði niðurstöður tilraunaborana jákvæðar má búast við að fleiri borteigar verði gerðir og fleiri holur boraðar, en HS Orka …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár