Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýtt úrræði fyrir eldri borgara nýtist helst vel stæðum körlum

Tæp­lega 30% ein­stak­linga sem fá elli­líf­eyri í dag frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins mæta skil­yrð­um um sveigj­an­lega töku elli­líf­eyr­is sem fé­lags- og jafn­rétt­is­ráð­herra sam­þykkti á síð­ustu dög­um síð­asta árs. Hags­muna­að­ill­ar eru ósátt­ir við kjör aldr­aðra og að ráð­ist sé í svona sér­tæk­ar að­gerð­ir á með­an að al­menn­ir elli­líf­eyr­is­þeg­ar geta ekki þeg­ið mik­il laun.

Nýtt úrræði sem leyfir ellilífeyrisþegum að þiggja hálfan lífeyri frá lífeyrissjóði sínum og hálfan frá Tryggingastofnun ríkisins, án skerðingar, nýtist aðeins 30 prósent ellilífeyrisþega, og helst þeim sem hafa haft hærri tekjur.

Frítekjumark ellilífeyrisþega var lækkað niður í 25.000 kr. í byrjun síðasta árs. Það þýðir að eldri borgarar geta aðeins fengið tekjur upp á 25 þúsund krónur á mánuði, áður en tekjurnar skerða ellilífeyri þeirra.

Á meðan eldri borgarar berjast fyrir því að hækka frítekjumarkið upp í 100.000 kr., eða afnema alfarið tekjuskerðingar, hefur nýtt úrræði verið tekið í notkun sem leyfir tæplega 30% af ellilífeyrisþegum að þiggja hálfan lífeyri frá lífeyrissjóði sínum og hálfan frá Tryggingastofnun ríkisins án nokkurrar tekjuskerðingar.

Framkvæmdastjórar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Landssamtaka lífeyrissjóða fagna fleiri úrræðum fyrir ellilífeyrisþega, eins og umræddu úrræði sem birtast í nýrri reglugerð félags- og jafnréttisráðherra um sveigjanlega töku ellilífeyris. Þeir gagnrýna hins vegar jafnframt að úrræðið nýtist þröngum hópum og hygli heilsuhraustara hátekjufólki.

Skerðingarlaus lífeyrir sem stendur fáum til boða

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, samþykkti reglugerðina 29. desember, en forveri hans og flokkssystir, Eygló Harðardóttir, lagði grunn að breytingunum með lögum sem voru sett 25. október 2016. Í reglugerðinni er að finna úrræði sem heimilar 65 ára einstaklingi að sækja um hálfan ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóði sínum.

Þetta fyrirkomulag þekkist erlendis þar sem einstaklingur getur minnkað við sig vinnu og notið samhliða áunninna réttinda frá lífeyrissjóðum og ríkinu til að verða ekki fyrir of miklu tekjutapi. Í greinargerð með frumvarpi laganna er ýjað að þessari sýn, en þar er meðal annars talað um að „taka lífeyri af hálfu hjá lífeyrissjóðakerfinu með minnkuðu starfshlutfalli og að í tengslum við það verði heimilað að greiða hálfan lífeyri hjá almannatryggingum“, og að ríkið og sveitarfélög þurfi að sjá til þess að „atvinnutækifæri og hlutastörf séu til staðar fyrir þá úr hópi aldraðra sem vilja minnka við sig vinnu sem og að vinna lengur“.

Í útfærslu reglugerðarinnar er hins vegar ekki að finna neina kröfu um minnkað starfshlutfall, hvorki í fjölda stunda né upphæð launa; þvert á móti er engin tekjuskerðing innifalin í þessu úrræði. Eina krafan sem er sett á einstaklinginn er að samanlögð réttindi hans frá öllum lífeyrisjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyri hjá TR og að allir lífeyrissjóðir sem einstaklingur hefur tilkall til hafi samþykkt þetta fyrirkomulag.

Elur á mismunun

Hefur ekkert af vinnu sinniValberg rak lítið fyrirtæki til margra ára, en eftir að frítekjumark var lækkað í 25.000 kr. 2016 sá hann ekki ástæðu til að vinna áfram þrátt fyrir að vera enn hraustur.

„Við fögnum öllu því sem víkkar aðeins út þá möguleika sem er innan þessa annars aðþrengda kerfis,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, um þetta úrræði. „En hvernig þetta birtist í framkvæmd getur verið umdeilt. Þetta ákvæði um hálfan lífeyri, þetta nýtist aðeins ákveðnum aðilum og það elur á einhverri mismunun.“

„Þetta ákvæði um hálfan lífeyri, þetta nýtist aðeins ákveðnum aðilum og það elur á einhverri mismunun.“

Í samtali við Stundina segir Gísli að það sé ljóst að þetta úrræði henti best fyrir einstaklinga sem hafa verið hraustir og efnameiri í gegnum líf sitt sem eiga hærri uppsafnaðan lífeyri, en feli ekki í sér neina réttarbót fyrir tekjulægri og berskjaldaðri einstaklinga, sem mæta ekki þessum grunnskilyrðum.

Til að nýta úrræðið þarf hærri tekjur

Til að geta nýtt úrræðið þarf einstaklingur í dag að hafa safnað lífeyrisréttindum upp á að minnsta kosti 239.484 kr. á mánuði. Samkvæmt tölum TR frá maí 2017 voru 70% af ellilífeyrisþegum aðeins með réttindi upp að 215.728 kr. á mánuð frá lífeyrissjóðum sínum. 10% lífeyrisþega voru með réttindi frá 215.729 kr. og í 285.000 kr, og 20% með hærri réttindi. 

Það eru því helst tekjuhærri sem geta nýtt sér úrræðið og í þeim hópi rúmast til dæmis ekki þær konur sem hafa gert hlé á þátttöku sinni á vinnumarkaði.

Einnig gagnrýnir Gísli hvernig birtingarmáti lífeyrismála er nú á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. „Það kemur þessu félagi og öllum hugsandi eldri borgurum verulega á óvart að ekki skuli betur gefið í í þessum málaflokki í fjárlögum ársins 2018. Þessi ríkisstjórn er skipuð af flokkum sem hafa margoft talað um bág kjör eldri borgara og því kemur það á óvart að það sé aðeins 4,7% hækkun á lífeyri eldri borgara í fjárlögum. Þetta er það allægsta sem hægt var að setja fram samkvæmt lögum og er þá miðað við vísitölu neysluverðs en ekki þróun launa í landinu, hvað þá launahækkanir einstakra hópa; hvað þá að einhver tilraun sé gerð til að bæta lífeyrisþegum þær skerðingar sem þeir urðu fyrir á árunum eftir hrun sem þingmenn og ráðherrar hafa fjálglega talað um að bæta þurfi. Margir hópar hafa fengið sínar hækkanir afturvirkt sem rökstuddar eru með því að þessir hópar hafi sætt skerðingu eftir hrun og setið eftir með sínar hækkanir.“

Gísli telur að hækkunin upp á 4,7% sé óheiðarlega sett fram, þar sem áðurnefnd lög sem Eygló Harðardóttir setti 2016 kveði á um að samanlögð fjárhæð fulls ellilífeyris og heimilisuppbótar skuli verða 300.000 kr. í byrjun þessa árs. Þessi 4,7% hækkun er hluti af þessari áður samþykktu hækkun og bætist ekki aukalega við hana.

„Það sem við köllum nú sem fyrr eftir, eru stjórnmálamenn sem tryggi að kerfið þjóni fólkinu og komi með okkur í þá vegferð. Svo sé vitnað beint í nýleg orð núverandi forsætisráðherra: „Hér þarf stjórnvöld sem eru reiðubúin að taka pólitískar ákvarðanir til að útrýma fátækt og draga um leið úr misskiptingu.““

Lífeyrissjóðirnir líklega tilbúnir í vor

Í samtali við Stundina tekur Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, undir orð Gísla, bæði varðandi hættuna á því að þetta nýja úrræði muni nýtast fáum útvöldum og að skerðingar á ellilífeyri séu of miklar. „Þessar tekjutryggingar fyrir almannatryggingar ganga allt of langt,“ segir hún.

Varðandi úrræðið segir hún að það komi engum sér illa og skerði engin réttindi, en: „Þetta nýtist ekki nema að því gefnu að þú náir ákveðnum lágmarksgreiðslum.“

Þórey segir að lífeyrissjóðirnir séu nú þegar byrjaðir að vinna að því að innleiða þetta nýja úrræði, en að það muni taka tíma. „Þetta kallar á samþykktarbreytingar og það er það sem við erum að rýna og vinna og kallar á útfærslu á tölvukerfum og þannig, og sú vinna er komin á fullt. Ég reikna með að þetta verði tekið fyrir á næstu aðalfundum hjá lífeyrissjóðunum, þannig að þetta ætti að liggja fyrir með vorinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.